Tuesday, July 31, 2007

að koma sér fyrir

er búin að búa hér í nokkurn tíma en hef samt einhvern aldrei komið því í verk að hengja upp myndirnar mínar.
En í dag var breyting þar á:-)

Þannig var að ég fékk nokkrar mjög flottar myndir af drekum og landslagi ásamt verðlaunapening í afmælisgjöf um daginn og ég tímdi hreinlega ekki að setja þær inn í skáp heldur leyfa þeim að njóta sín á vegg;-)
Því keypti ég nagla og króka í gær og setti upp fyrrnefndar myndir áðan ásamt mjög fallegri mynd af stjörnumerkinu mínu sem hafði verið í kassa í skápnum í langan tíma..

Jamm, þetta lífgar svo sannarlega upp á herbergið og gleður augað:-)

Hvað fleira?
Tölvuhangs, og almenn leti í gangi en líka leikfimi og búðarráp í gær;-)

Leiðsögn dagsins:

30.júlí
Trúin tryggir okkur algjöran sigur. Hún gerir okkur kleift að lifa af krafti og gleði og leggja okkur fram um að bæta okkur- að verða það allra besta fólk sem við getum orðið. Ennfremur, gerir trúin okkur kleift að ganga gegnum lífið í algjörri fullvissu og sjálfstrausti, alveg óhrædd við nokkuð.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Gott í bili, vona að þið eigið góðar stundir framundan.
Sandra

Monday, July 30, 2007

Hahahaha




Your Vampire Name Is...



Princess of the Devil's Spawn







In a Past Life...

You Were: A Ditzy Chief.

Where You Lived: Tibet.

How You Died: Natural causes.

Sunday, July 29, 2007

Svört sorgarhelgi

Þetta er mikill sorgardagur og vil ég votta öllum mína dýpstu samúð sem eiga um sárt að binda eftir atburði dagsins og næturinnar.

Hvað er hægt að segja eftir svona harmleik?

Vil enda á leiðsögn sem er mikil hvatning a.m.k fyrir mig þegar erfiðleikar og óhugnalegar fréttir birtast:

15. febrúar.
Lífið er fullt af ófyrirsjánalegum þjáningum. En eins og Eleanor Roosevelt segir: 'Ef þú getur lifað af [erfiðar aðstæður] getur þú brotist í gegnum allt. Þú ávinnur þér styrk, hugrekki og sjálfstraust með sérhverri reynslu þar sem þú virkilega nemur staðar til að horfast í augu við óttann. Þú getur þá sagt við sjálfan þig, – Ég lifði af þennan hrylling. Ég get tekist á við það næsta sem kemur upp.' Þetta er kórrétt. Að stríða við mikla erfiðleika gerir okkur kleift að þroskast stórkostlega. Þá getum við kallað fram og birt hæfileika sem blundað hafa hið innra með okkur. Erfiðleikar geta verið uppspretta nýs, kraftmikils vaxtar og jákvæðrar framþróunnar.

Að nenna engu

nema hanga í tölvunni og prófa svona quiz:-)

You Are A Blue Girl

Relationships and feelings are the most important things to you.
You are empathetic and accepting - and good at avoiding conflict.
If someone close to you is in pain, it makes you hurt as well.
You try to heal the ones you love with your kind and open heart.

Friday, July 27, 2007

Hef

tekið því frekar rólega síðastliðna tvo daga.
Fór í litla bæjarferð í gær og dröslaðist svo loksins í leikfimi(í tækjasal) og endaði á því að fá mér hamborgara á Ameríska Stælnum og glápa á imbann;-)
Vinkona mín kom í kaffi í dag og spjölluðum við í c.a. 3 tíma, og kyrjuðum svo aðeins:-)
Morgundagurinn ekki alveg komin á hreint en þó búið að ákveða stelpuvídjókvöld eða annað þessháttar;-)

Harry Potter loksins komin í hús, spurning hve mikill svefn fæst í nótt:-)



Vona að þið eigi góða helgi og njótið samverustundanna við vini og fjölskyldu...
Over and out
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
28. janúar.
Öll kyrjið þið fyrir hamingju margra félaga – barna Búddha – í samfélögum ykkar. Þið styðjið þá og hvetjið og vinnið þrotlaust í þeirra þágu eins og þeir væru ykkar eigin börn. Athafnir ykkar eru sannarlega sem hinna miklu bodhisattva; lífsástand ykkar sem hinna göfugu Búddha.

Wednesday, July 25, 2007

Ég

elska íslenska náttúru, fjöllin, mosann, fossana, hraunið, dalina, vötnin, malarvegina, fjöruna, sjóinn, gróðurinn, sandinn;-)

Gerið þið ykkur grein fyrir því hvað við erum rík og heppin að eiga svona fallegan og ósnortinn fjársjóð?
Eftir að hafa ferðast mikið um landið undanfarna daga er ég alltaf að uppgötva þetta betur.
T.d. að keyra malarveg milli fjalls og fjöru, eða keyra með mosagrónar hraunbreiður allt í kring, það er bara stórkostlegt:-)

Að geta farið upp í bíl og keyrt eitthvað út fyrir þéttbýlið, verið ein á veginum, þurfa að treysta farartækinu og sjálfum sér við stýrið, stoppa, fara úr bílnum, setjast á hraunhellu, grasblett eða mosaklætt grjót, ekkert nema náttúran í kring, friður og ró, þvílíkt frelsi og lúxús:-)

Það má bara alls ekki skemma umhverfið og þennan dýrmæta fjársjóð með einhverjum verksmiðjum og álverum og hvað þetta heitir allt saman.

Í dag var ferðinni heitið eitthvert út í buskann.
Bara láta koma sér á óvart og lenda jafnvel í ævintýrum eða að villast pínulítið;-)
Fyrst keyrði ég Bláfjallaveg, svo til Krýsuvíkur, og á hverasvæðið þar, þaðan lá vegurinn til Þorlákshafnar og á leiðinni þangað var m.a. Strandarkirkja sem var óvænt ánægja því ég hef heyrt mikið um þá kirkju en ekki komið í hana síðan ég var lítil.
Stoppaði í Þorlákshöfn, drakk kaffibolla, skolaði af bílnum og fór svo Þrengslin til baka í steypiregni..

Endaði ferðalagið á tveim heimsóknum, fór fyrst til mömmu, kaffi og kaka í boði, og kíkti svo til afa, áfram í kaffinu og við afi fórum í kirkjugarðinn til að kíkja á leiðið hennar ömmu.
Er svo nýkomin heim eftir æðislegan dag:-)

Er að vinna í því að setja myndirnar inn á myndasíðuna:-)

Leiðsögn dagsins:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for July 25

Buddhism is, in a sense, an eternal struggle between the Buddha and demons; in other words, a contest between positive and negative forces. If we fail to be assailed by negative influences, we cannot be said to be truly practicing Nichiren Daishonin's Buddhism. Buddhist practice lies in bravely facing and overcoming adversity.

Heyrumst..
Sandra náttúruunnandi í sumarfríi..

Tuesday, July 24, 2007

Um að gera

að nota það sem eftir er af fríinu, og því var sest upp í bíl og keyrt af stað út úr bænum:-)
Fyrst farið í Hvalfjörðinn, munið þið eftir því að keyra hann áður en göngin komu?
Bara gaman og flott að keyra hann eftir öll þessi ár:-)
Svo var beygt í átt að Reykholti en ekki var farið alla leið, heldur keyrt í gegnum Svínadal og síðan í Skorradal, meðfram vatninu þangað til að vegurinn varð næstum ófær;-(
Þá var snúið við og keyrt til baka, samt ekki alla leið heldur beygt til hægri við skilti sem stóð á Reykholt, og svo áfram að skilti þar sem stóð Borgarnes. Og þaðan sem leið lá til RVK, en þó farið göngin til baka;-)
Þetta var fínasti bíltúr, tók tæplega 3 tíma og að sjálfsögðu var myndavélin með í för.
Afraksturinn má sjá á myndasíðunni:-)

Er eiginlega farin að bíða eftir Harry Potter 7, skil ekki afhverju hún er ekki komin frá Amazon;-(
man ekki hvort það var Ameríka eða Bretland..

Þangað til næst...
Farið vel með ykkur og njótið sumardaganna;-)

Langar að enda á leiðsögn frá Ikeda:
23.júlí

Ef við öðlumst lífsástand Búdda í þessu lífi, mun það ástand fylla líf okkar að eilífu. Gegnum hringrás fæðingar og dauða, á hverju lífsskeiði, erum við blessuð með góðri heilsu, auði og greind, ásamt stuðningsfullu, þægilegu umhverfi, og lifa lífum sem eru yfirfull af gæfu. Hvert okkar mun líka hafa ákveðið hlutverk og vera fædd í viðeigandi aðstæðum til að uppfylla það.

Sunday, July 22, 2007

Laugardagurinn 21.júlí

náði í Heiði rétt um hádegi, fengum okkur að borða og keyrðum svo upp í bústað í rigningu. Rættist svona vel úr veðrinu þegar við komum þangað, sólskin og hiti:-)

Tókum okkur til, renndum upp í Miðdalskirkju,(pínulítil og sæt sveitakirkja) og vorum komnar korteri fyrir athöfn. Gestirnir streymdu að, ég fékk mér sæti og Heiður stillti sér upp ásamt gítarleikarnum, bróður Gyðu. Svo kom presturinn og brúðurin, Heiður og Egill byrjuðu að spila og syngja og Gyða gekk inn ásamt pabba sínum. Athöfnin gekk vel og fljótt fyrir sig, flutningur á laginu gekk vel og Pétur prestur í Óháða söfnuðinum sló á létta strengi eins og venjulega og lét gestina m.a. syngja og hoppa:-)

Þaðan lá leiðin í veisluna sem var haldin á sveitabæ þarna nálægt þar sem foreldrar Hjartar búa.
Heppnaðist veislan, dagurinn og kvöldið mjög vel, ræðurnar ágætar, fín stemming, maturinn frábær, grillaðar nauta og lambalundir enda var Rúnar Marvins kokkur, og kakan sem Heimir bakari vinur Gyðu og Hjartar bjó til var algjört lostæti:-)
Eins og venja er á svona samkomum var slegið upp dansiballi og söng og var mikið stuð í samkomutjaldinu:-)

Tók rúmlega 80 myndir en set einungis eina þeirra hér inn. Sæt mynd okkur vinkonunum:-)



Kvöddum um 1 leytið, þar sem allir voru að fara og keyrðum upp í bústað, þreyttar, saddar og ánægðar og sofnuðum næstum um leið og við lögðumst á koddann;-)
Vöknuðum um 11, fórum í heita pottinn, fengum hádegismat og svo fór ég í bæinn rúmlega 13:00

Leiðsögn dagsins í þýðingu Láru:

21.júlí
Sönn hamingja sem endist er eingöngu og alltaf afrakstur okkar eigin sköpunar, okkar eigin visku, okkar eigin góðu gæfu. Þetta er grundvallar sannleikur. Trú er leiðin til að styrkja sköpun okkar, visku og góða gæfu,; að taka þátt í starfi SGI er góð leið til að styrkja okkur sjálf.(Ikeda)

Adios
Sandra

Saturday, July 21, 2007

Í tilefni dagsins

Elsku Gyða og Hjörtur.
Hjartanlega til hamingju með brúðkaupsdaginn:-)
Megi gæfa, gleði og hamingja fylgja ykkur í nútíð og framtíð:-)
Kær kveðja
Sandra

Friday, July 20, 2007

Fór á

frábæran, fjölmennan og góðan umræðufund í gærkvöldi.

Hitti Heiði í Kringlunni í dag til að kaupa brúðkaupsgjöfina.
Keyrum á Laugarvatn á morgun í brúðkaupið til Gyðu og Hjartar :-)
og gistum svo í bústaðum að veislu lokinni..

Fór á Harry Potter 5 í bíó áðan, skemmtileg og spennandi mynd og rifjaðist margt upp úr bókinni, en vantar þó nokkuð inní.
Fæ svo væntanlega síðustu bókina um Harry um helgina, pantaði hana frá Amazon snemma í sumar, eins og ég hef alltaf gert.
Hefði samt verið stemming að kaupa hana hér heima, síðasta bókin og svona, en ég var pínu fljótfær eins og alltaf þegar ég sá hana í forsölu á Amazon, miklu ódýrari en svo er spurning um það þegar sendingarkostnaður og tollur bætist við;-/
en svona er þetta, gamall vani;-)

Bætti við nokkrum myndum í viðbót á myndasíðuna..

Óska ykkur góðrar helgar og verið góð hvert við annað:-)
Knús á línuna;-)
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:
21. janúar
Mannkyni nútímans skortir von og hugsjón fyrir framtíðina. Það er einmitt af þessari ástæðu sem Bodhisattvar Jarðar hafa birst. Ef þið væruð ekki hér, myndi framtíð mannkyns vera dökk og andleg hnignun óhjákvæmilega framundan. Þessi er ástæða þess að þið hafið fæðst á þessu tímaskeiði og gegnið virku hlutverki í þjóðfélaginu. Þetta er merking orðsins jiyu, eða 'spretta upp af jörðinni.' Sem afleiðing af þessu, mun hvert og eitt ykkar vissulega öðlast hamingju. Verið þess fullviss að þið munuð lifa æviskeið yfirfullt af góðri gæfu um hinar þrjár tilvistir fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Thursday, July 19, 2007

Frjáls

í sveitinni í lopapeysu og gúmmískóm, sandkastalakeppni, gönguferð upp að fossi, börn, fullorðnir, hundar, hjólhýsi, 230 mannverur, harmonikkuball í hlöðunni, sundferð á Patró, malarvegir og stórbrotið landslag, varðeldur, brekkusöngur, tjaldbúar, sameiginlegt grill, Mæjorkaveður, sólbrunnin, sólbrún, börnin að busla í sjónum, kaffihús á Rauðasandi, picnik á Friðþjófstorgi, minjasafnið á Hnjóti, ættarepli, gömul kynni rifjuð upp, heimsóknir á Flateyri, karókí, kvöldkaffi, rölt á milli heimili ættingja á Ísó, keyrt upp og niður og ofan á fjöllum, Ísafjarðadjúp, eyðibýli, sumarhús, með Baldri yfir Breiðafjörð, nýjar og gamlar upplifanir.

Já þetta var frábært ferðalag í geggjuðu veðri allan tímann og ég hefði alls ekki viljað missa af þessu öllu saman.

Búin að setja inn fullt af nýjum myndum sem þið getið kíkt á:-)

Leiðsögn frá Ikeda fyrir 18. júlí í þýðingu Láru búddista:

Það er engin þörf á að leita að mikilleika, frægð eða auði af óþolinmæði. Jörðin og Sólin flýta sér ekki; þau fylgja sínum eigin leiðum á sínum eigin hraða. Ef Jörðin mundi auka hraðann og klára einn hring á þremur stundum í stað tuttugu og fjögura, mundum við vera í stórum vandræðum! Það mikilvægasta í lífinu, líka, er að finna örugga leið og feta hana í óttaleysi og trú.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, July 15, 2007

smá hlé á ferðalagi

flott og skemmtilegt ættarmót búið, sólbrunnin, rykug og sveitt, áframhald á geggjað góðu veðri, komin á Flateyri, Ísó á morgun. Mikið þreytt núna, er að prófa fartölvuna. Skrifa meira seinna.
Sandra sveitó

Thursday, July 12, 2007

er ferðaspenningurinn að koma yfir mig.
Er að herða mig upp í að pakka og taka saman dótið..
Keypti tjald, skóflur, gúmmítúttur og fleira útilegulegt dót í dag:-)
Svo verður lagt í hann í nótt;-0

Er ekki örugglega spáð sól og þurrki um helgina;-)
Minni ykkur á kertasíðuna..

Óska ykkur góðrar og notalegrar helgar..
Sandra sveitó;-)


..Leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru.

5.júlí

Hvaða merkingu hefur það fyrir okkur að öðlast Búddatign? Það þýðir ekki að einn daginn breytumst við í Búdda eða verðum uppljómuð eins og fyrir töfra. Það má eiginlega segja að það að öðlast Búddatign þýði að við höfum örugglega farið inn á veg, eða braut, Búddatignar sem er innbyggður í alheiminn. Frekar en að það sé endastöð þar sem við komum og verðum svo þar, það að öðlast uppljómun þýðir að öðlast trú, trúnna sem þarf til að halda áfram á vegi algjörrar hamingju, takmarkalaust og án enda.

Wednesday, July 11, 2007

Þá

er þetta allt að smella. Búin að panta far með bátnum, plana rúnt á Látrabjarg, og hringja í ömmu á Ísó. Hún verður heima þannig að ég kíki þangað í heimsókn á mánudaginn eftir ættarmótið;-)
Einnig fer ég í heimsókn til Flateyrar. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru líka búnir að plana sína ferðaáætlun og gera viðeigandi ráðstafanir og þetta gengur allt upp og er í góðum málum:-)

Ég verð úr símasambandi meira og minna alla helgina, því það er lítið GSM samband í sveitinni. Því er ekki víst að þið náið í mig á afmælisdaginn minn, en prófið bara að hringja 1-2 dögum seinna, þá verð ég komin í samband:-)

Nú á bara eftir að kaupa tjald og svoleiðis dót, mat, skóflu, og fötu og pakka niður.
Verður nokkuð merkileg upplifun að fara í útilegu um helgina, hef ekki stundað svoleiðs lífsmáta í c.a. 10-15 ár;-)

Vil enda á flottu gullkorni um lífið úr bókinni "Þúsund kyrrðarspor"

Lífið er áskorun - taktu henni!
Lífið er söngur - syngdu hann!
Lífið er draumur - láttu hann rætast!
Lífið er leikur - leiktu þér!
Lífið er kærleikur - elskaðu!
Höf: Bhagawan Sri Sathya Sai Baba

Vona að þið njótið dagsins.
Sandra

Monday, July 09, 2007

Gæsahelgi

Jamm, þá var komið að því að gæsa hana Gyðu okkar..
Byrjuðum á því að fara heim til hennar, fá okkur að borða, og létum gæsina smyrja ofan í okkur:-)
Þaðan lá leiðin í magadanshúsið þar sem hópurinn lærði maga- og kjöltudans, en við hlógum svo mikið mestallan tímann að dansinn fór fyrir ofan garð og neðan:-)
Eftir þessa þrekraun tók "alvaran" við...
þ.e. vísbendinga/rat/þrautaleikurinn.
Gyða fékk vísbendingu, átti að leysa hana, finna út og segja okkur hvert við færum næst og leysa þrautir á hverjum áfangastað...
Hún stóð sig mjög vel í þessu, gat næstum leyst allt sjálf og fór eftir öllum fyrirmælum;-)
meðal þess sem hún þurfti að gera var:
þrífa bílrúður, spila golf, syngja fyrir fram hóp af ferðamönnum, þjóna okkur á kaffihúsi og vera með sýnikennslu í kynfræðslu:-)
Þegar allar þrautir voru búnar og fíflaskap lokið vorum við komnar á Laugarvatn og keyrðum upp í bústað þar sem við slökuðum á, fengum næringu í föstu og fljótandi formi og héldum talfærum í þjálfun fram á nótt:-)
Svo var farið að sofa í skýjuðu veðri og vaknað í glaða sól og steikjandi hita.
Fengum amerískar pönnukökur með smjöri og sírópi og kaffi í morgunmat, fórum í sólbað á pallinum, gengum frá og skruppum í pottinn, áður en haldið var af stað í bæinn í 26 stiga hita!
Ég fór svo beint í grillveislu þegar lent var í RVK og sátum við þar fram í kvöld í rólegheitum;-)
Jamm, skemmtileg, notaleg og frábær helgi að baki..

Enda eins og venjulega á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

8.júlí

Við þurfum að byggja okkur ákveðna undirstöðu stöðugrar og þrautseigrar viðleitni í daglegu lífi.Ef við ferðumst á þeirri braut að “trú jafngildir daglegu lífi,” mun öllum okkar bænum örugglega verða svarað. Þá getum við lifað lífum þar sem allar þrár okkar verða uppfylltar. Ef öllum okkar bænum yrði svarað án þess að við þyrftum að leggja neitt á okkur, mundum við verða löt. Ef við mundum ná öllum okkar væntingum án þess að þurfa nokkurn tíman að reyna þjáningar eða erfiðleika, mundum við ekki skilja sársauka og strit annarra, og samúð okkar mundi smá saman dvína.
Þýðandi: Lára


Friday, July 06, 2007

Þvílík

gæfa að geta sest niður fyrir framan sinn eigin Gohonzon og kyrjað hvenær sem er:-)
Að kyrja fyrir hverju sem er, því sem íþyngir hverju sinni, eða sýnt þakklæti, kyrjað í gleði og sorg.
Kyrja einn eða með öðrum.
Fá útrás, grátið, öskrað, eða öðlast rósemi, orku, kraft, allt eftir því í hvernig skapi, eða ástandi maður er í hverju sinni þegar kyrjun hefst. Ég get ekki lýst þessu betur í beinum orðum, en er ævarandi þakklát fyrir að hafa kynnst þessari frábæru leið til sannrar hamingju, innri ró, og innri styrk til að takast á við hvað sem er:-)

Langar í framhaldi að koma með smá fræðslu um ávinninga af iðkun:-)
Ávinningar sem við öðlumst með því að kyrja Nam-mjóhó-renge-kjó fyrir framan Gohonzon. Árangur af iðkun okkar er sá að smátt og smátt getum við:

1. Orðið hreinlynd og hæf til að meðtaka alla þekkingu.

2. Dýpkað trú okkar á Gohonzon með því að birta góðar orsakir sem við höfum gert í fortíðinni - það þýðir að við yfirstígum allar efasemdir um að Búddhaeðlið sé innra með okkur, með því að sjá augljósa ávinninga.

3. Sýnt hæfileikann og þrána til að lina þjáningar annarra og veita þeim grundvallar hamingju.

4. Öðlast rósemi hugans og ánægju.

5. Orðið umlukin góðu fólki; vinum, fjölskyldu og fólki í þjóðfélaginu almennt.

6. Viðhaldið stöðugt fersku og leitandi hugarfari.

7. Stjórnað niðurrifstilhneigingum okkar og reiði og öðlast stillingu.

8. Frætt aðra um Búddhismann frá Búddhaeðli okkar.

9. Orðið ónæm fyrir áhrifum lægri, tímabundinna kenninga.

10. Ætíð leitað fyrst til Gohonzon, fremur en að reiða okkur á aðrar leiðir.

11. Aldrei afvegaleiðast af völdum grunnhyggni og neikvæðra áhrifa í umhverfi okkar.

3. Óljósar bænir koma fram sem augljósir ávinningar merkir að stöðug og sterk iðkun okkar styrkir okkur með því að láta í té augljósa hjálp þegar á þarf að halda. Þetta er einnig þekkt sem "vernd".

4. Óljósar bænir koma fram sem óljósir ávinningar merkir að stöðug og sterk iðkun okkar í langan tíma leiðir til þess að hvert svið lífs okkar fyllist gleði og þakklæti.

Wednesday, July 04, 2007

Að horfa

á kertaloga er róandi og þægilegt.

Ég er komin með link á stóra alþjóðlega kertasíðu og innan hennar stofnaði ég nýja group (grúppu) undir heitinu "Lífið"
Þið lendið beint á henni þegar þið smellið á linkinn"kertasíða"
Á síðunni getur hver og einn kveikt á kerti fyrir sig og það þarf ekki að vera neitt tilefni.
Bara eins og hver vill:-)
Textinn sem birtist fyrst þegar farið er á síðuna útskýrir sig sjálfur, en hann er því miður á ensku, en ég vona að það komi ekki að sök.
Og svo skýrir framhaldið sig sjálft.

Ég hvet ykkur til að kíkja og prófa.

Vil enda á fallegri leiðsögn eftir Ikeda, í þýðingu Láru búddista:-)

30.júní

Sá staður sem við erum á nákvæmlega núna er það sem skiptir máli. Þetta er því sannara fyrir þá sem helga sig hinu Leynda Lögmáli. Búddismi kennir að við getum umbreytt hvaða stað sem er í Land Búdda.

Hafið það sem allra best.
Hópknús:-)
Sandra

Sunday, July 01, 2007

Dreamgirls

er ekkert smá flott mynd og þá sérstaklega lögin og söngurinn.
Þvílík rödd sem hún Jennifer Kate Hudson hefur og hvað hún er rosalega góð söngkona:-)
Ég mæli sko með þessari mynd.

Annars bara róleg helgi hjá mér.
Mest legið í leti, horft á sjónvarp, lagað til, verið í sólbaði, kyrjað og hangið í tölvunni, m.a. að spila tölvuleik:-)
Fór aðeins út í búð, kíkti í kaffispjall og tók ábyrgð á sameiginlegri kyrjun.

Eitthvað að útrétta næstu daga, undirbúa veturinn og herða mig upp í að kíkja á útsölur;-)

Langar að enda á góðri leiðsögn:
2. febrúar

Lífið er langt og þess vegna ættir þú ekki að vera óþolinmóð(ur). Mestu máli skiptir að þú umfaðmir Gohonzon allt þitt líf. Það er afar þýðingarmikið að þú skorir sífellt á sjálfa(n) þig að kyrja dálítið meira daimoku og biðja fyrir framan Gohonzon um uppfyllingu alls sem þú þráir.
1987: Ikeda forseti SGI opnar World Peace Ikeda Auditorium, fyrstu bygginguna sem hönnuð var og byggð sérstaklega fyrir SGI-Bandaríkin.
Vona að þið eigið góða viku framundan..
Sandra

P.S. komnar nýjar myndir í myndasafnið:-)