Saturday, December 30, 2023

Við fjölskyldan

áttum góða samverustund á Þorláksmessukvöld. Fórum til Jóa um sexleytið, fengum ljúffenga innbakaða Wellington nautasteik, bakaðar kartöflur, salat og meðlæti, kökur, ís og kaffi.. 

Strákarnir voru að spila í rólegheitum þegar við komum.

en voru samt mjög spenntir fyrir pakkahrúgunni og það var mikið stuð í pakkaopnun eftir matinn 😃.

 

Þeir kláruðu að opna sínar gjafir og þá tók eldra fólkið við að opna sína pakka:-)

 Ég fékk fínar gjafir; teppi, hátalara, gjafabréf í Kringluna og leikhús, sturtusápu, krem, servéttur, kerti og 4 bækur eftir Arnald, Stefán Mána, Evu Björg og Söruh Morgan 😉

 Fórum svo heim um tíuleytið..

Aðfangadagur var rólegur,  Jói og Sara komu í kvöldmat, hamborgarhrygg og meðlæti, köku og kaffi.. 

Jóladagur var afslöppunardagur..

Þann 26. des (annar í jólum) mökksnjóaði og það var frost, en götur voru ruddar og saltaðar sem betur fer því útlitið var ekki gott. En okkur mömmu tókst nú samt með því að keyra mjög varlega á 40 km hraða að komast til Hafnarfjarðar um klukkan 18:00 í fjölskyldumatarboð( hangikjöt og meðlæti) hjá Diddó frænda.😏. 

Þetta var ágætis samverustund, það komust ekki allir í fjölskyldunni eins og gengur, veikindi, ófærð og fleira en stefnan er að hafa þetta árlegt, svipað og var alltaf hjá afa og ömmu... Svo var sem betur fer hætt að snjóa þegar við fórum um níuleytið og ekkert mál að keyra heim..

27. 28. og 29. des voru rólegir dagar; smá útréttingar, búðarferð, tiltekt, heimsókn til múttu, lestur, sjónvarpsgláp og tölvuhangs, en við náðum að fara nokkrum sinnum í gönguferðir sem var mjög gott. Settum hálkubrodda undir skóna og þá var lítið mál að arka um nágrennið í snjó og hálku😎.

Jói, Sara og strákarnir flugu út til Flórída 28. des og koma heim 5. jan..

Áðan fór ég svo í nuddpttinn og gufuna, dásamlegt að liðka og mýkja aðeins bakið og axlirnar..

Jamm svona er nú lífið í sveitinni í jólafríinu..

Farið vel með ykkur, gangið hægt um gleðinnar dyr, gleðileg nýtt ár og takk fyrir þau gömlu..

Friday, December 22, 2023

Dásamlegt

 að komast í langþráð jólafrí😀

Birgir kom og gisti hjá okkur 1. des. Hann teiknaði og litaði þessa flottu mynd:

 

Ég fór á dásamlega tónleika í skólanum föstudagskvöldið 1. des sem tveir vinnufélagar mínir úr frístundinni (vanar söngkonur) stóðu fyrir ásamt hljómsveit..

 Mjög flottur consert, falleg og skemmtileg lög, flottur flutningur, góð, heimilsleg og hátíðleg stemming, mikið af starfsfólki, nemendum, foreldrum og öðrum gestum, komst í smá jólaskap eftir þetta😄

15. des sýndu nemendur í 5. bekk fallegu Lúsíusýninguna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra og þetta er alltaf hátíðleg stund..

Seinasti vinnudagurinn var 21. des, var að vinna frá 08:00-16:00 og var mikið um að vera þennan dag, jólaball, leiktími, sparinesti, friðarganga um hverfið, vöfflukaffi, litlu jól og vidjógláp...mikið stuð og gaman:-)

Í gær var klárað að kaupa í jólamatinn og svo bara afslöppun í dag...

Ég hef farið nokkrum sinnum að syngja jólalög með kórnum; fór í Kjarnann í Mosó, í Smáralind, söng við opnun jólatréskógar í Mosó og endaði svo törnina á að syngja á elliheimili í Mosó, alltaf sérstök upplifun og gefandi að syngja þar..😊

Kíkti líka í jólakaffiboð til Ágústu frænku einn laugardag í des..

Við Heiður áttum góða samverustund laugardaginn 16. des.. Hittumst í hádeginu á veitingastaðum Kol á Skólavörðustíg, fengum okkur jólabröns og skiptumst á gjöfum.. Röltum svo aðeins á Laugaveginum í ágætis veðri og keypti hún nokkrar jólagjafir á leiðinni😉

Við erum búin að setja upp jólatréð, skreyta og pakka inn öllum gjöfunum, gerðum það snemma í des, enda allar gjafir komnar þá í hús og ekki eftir neinu að bíða...

Á morgun höldum við svo jólin, í þetta sinn heima hjá Jóa og co,, Wellingtonsteik og meðlæti,  pakkastuð og samvera, verðum  9- 10 manns😄. Jói og Sara koma svo hingað í hamborgarahrygg á aðfangadag og svo eru bara letidagar framundan..

Nóg í bili, óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári...

Sandra lataskata..