Saturday, March 28, 2009

Útifundur friðarsinna

Efnt verður til útifundar á Austurvelli mánudagur 30. mars, kl. 17 í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Nató og inngöngu Íslands í hernaðarbandalagið. Hvetjum alla sem ala með sér friðarvon og ósk um ofbeldislausan heim að taka þátt.

Krafan er:

- Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga.

- Landið og miðin verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði.

- Fest verði í stjórnarskrá að þjóðin sé herlaus og fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum.

Þátttaka í hernaðarbandalaginu hefur tengt nafn Íslands við hernað á vegum bandalagsins og rýrt orðspor þjóðarinnar sem friðelskandi þjóðar. Niðurstaða rannsóknar á vegum utanríkisráðuneytis sýnir einnig að þátttaka í kjarnorkubandalagi kallar ákveðina ógn yfir landið.
Friðarsinnar fjölmennum og sýnum að hugur fylgir máli.

Thursday, March 26, 2009

flottir

og viðburðaríkir dagar að baki;-)

í dag var árshátíð hjá 1.- 3. bekk og stóðu krakkarnir sig með prýði;-)
Atriðin voru af ýmsu tagi, söngur og leikrit, Líf í Ævintýraskógi, frumsamið bullorðalag, Landnáma og lag eftir Bubba Morthens:-)
Eftir sýninguna fengum við íspinna og horfðum á skemmtilegt og spennandi myndband sem heitir Sögurnar okkar, þar sem íslenskar þjóðsögur eru leiknar og sagðar á skemmtilegan og flottan hátt;-)
Á morgun er svo hátíð og sýning hjá 4.-5. bekk og okkur er boðið að koma og horfa á;-)

Mér líður mjög vel í vinnunni, er heppin með nemendur, foreldra og samstarfsfólk og andrúmsloftið og vinnuumhverfið er rólegt og þægilegt:-)

Eftir vinnu fór ég í Office 1 á Korputorgi og var svo heppin að finna ódýra, flotta og stóra myndaorðbók sem heitir "1000 orð fyrir káta krakka", íslensk-ensk orð, sem ég get notað í enskukennslu næsta vetur;-)

En ég hef líka gert fleira en verið í vinnunni:-)
Fór á frábæran og tilfinningaríkan umræðuhverfisfund um daginn, var í ábyrgð á góðum fræðslufundi í fyrrakvöld, kíkti í bíó, var boðið á fallega skrínlagningu og fór á fjölmenna og áhugaverða ráðstefnu um bókaormaeldi:-)

Hef verið dugleg að kyrja og hefur það haldið mér í góðum gír, eins og alltaf;-)
Framundan næstu daga er m.a. valkyrjuábyrgð á laugardagskyrjun, lærdómur, staðlota í Kennó, klipping, heimsókn til tannsa og svo páskafrí í lok næstu viku:-)

Hef ekki meira að segja í bili...
Vona að ykkur líði vel og njótið helgarinnar...
Risaknús og jákvæðir straumar til ykkar elsku vinir;-)
Sandra sæla...

Gef Ikeda orðið:

20.mars

Það geta komið tímar þar sem lífið virðist þrúgandi og leiðinlegt. Þegar okkur finnst við vera föst í einhverjum aðstæðum, þegar við erum neikvæð gagnvart öllu, þegar við erum týnd og áttavillt og ekki viss hvert við eigum að snúa okkur - á slíkum tímum verðum við að umbreyta hlutlausu hugarástandi okkar og ákveða, “ég mun halda áfram þennan veg,” “ég mun vinna áætlunarverk mitt í dag.” Þegar við gerum það mun vora í hjörtum okkar, og blómin byrja að blómstra.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, March 22, 2009

Elska sólarlagið í öllum sínum litbrigðum;-)









Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
22.mars

Ég segi við hvert ykkar: berjist fyrir velgengni! Berjist fyrir þróun! Berjist fyrir sigri! Lífið snýst um að berjast af öllum mætti til að ná markmiðum okkar; það snýst um erfiðisvinnu og átak. Án tillits til hversu gáfuð manneskja þú ert, gáfurnar einar geta ekki tryggt framtíð þína.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, March 18, 2009

Sjálfbær

þróun, umhverfisvernd og náttúrufræði eru mér hugleikin þessa dagana af nokkrum ástæðum. Fyrst má nefna flotta sýningu um sjálfbæra þróun í Ráðhúsi RVK sem vekur mann til umhugsunar en gefur um leið von og kraft til að taka á öllum þeim vandamálum sem steðja að jörð, lofti, láði og landi. Á sýningunni geta gestir skrifað hugmyndir sínar um betra samfélag og umhverfismál á hjörtu og hengt þau á vegginn og er það líka hluti af sýningunni;-)

Þetta er málefni sem allir þurfa að hugsa um og taka höndum saman um að gera eitthvað til að laga ástandið. Það geta allir gert eitthvað í sínu umhverfi, tekið lítil eða stór skref, það er bara að taka ákvörðun og byrja;-)

Ég er búin að fara nokkrum sinnum í Ráðhúsið og skoða og það er gaman, fallegt og mannbætandi að skoða hugmyndirnar og sýninguna, og ég hvet ykkur til að kíkja, sýningin stendur til 22. mars:-)

Svo er ég líka í áfanga í Kennó sem fjallar um sjálfbæra þróun og því er þetta málefni mér ofarlega í huga núna.
Vil setja hér inn umhugsunarverðar myndir og flott lag sem tengist málefninu.



Það er mannréttindavika núna og við erum að vinna verkefni í skólanum tengt því..
Svo er árshátíð nemenda í næstu viku og krakkarnir mínir eru á fullu að undirbúa atriði, semja lag og bulluorðatexta;-)

Nóg að gera um helgina, bíóferð og vinnutengt námskeið á laugardaginn, og jafnvel sameiginleg kyrjun á sunnudaginn;-)

Læt þetta nægja í bili;-)
Knús og kossar..
Sandra

Vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:

17.mars
Þið megið ekki leyfa ykkur að verða gömul fyrir aldur fram. Lifið í anda æskunnar. Það er það sem búddisminn kennir okkur að gera, og það er þannig sem lífinu ætti að vera lifað. Ef þið skuldbindið ykkur til að vinna að hag annara, munuð þið yngjast upp. Ef þið helgið líf ykkar því að hjálpa öðrum, munuð þið vera ung. Kraftur Nam-mjóhó-renge-kjó ábyrgist það.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, March 12, 2009

Í tilefni

af ungmennadegi SGI sem er 16. mars ætlar ungmennadeild SGI á Íslandi að efna til samræðufundar í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. mars:-)



Við erum að bjóða til samræðufundar með það að marki að hvetja fólk
til þess að trúa á sína einstæðu möguleika til þess að hafa áhrif á
jákvæðar breytingar í samfélaginu.
Fundurinn er öllum opinn sem vilja eiga í einlægum samræðum, hvetja
aðra og fá hvatningu til þess að hafa bjarta sýn á framtíð lands
okkar, ásamt okkar eigin möguleikum á að lifa á skapandi og gefandi
hátt. Af gefnu tilefni viljum við benda á að fundurinn er ekki af
pólitískum eða trúarlegum toga og eru öll sjónarmið, hvort sem þau
tengjast pólitík, heimspeki og/eða trú hjartanlega velkomin.

Leiðsögn dagsins á vel við ofangreinda færslu:-)

12.mars

Sem SGI meðlimir er starf okkar, hlutverk okkar, skýrt. Við höfum það óviðjafnanlega hlutverk að vinna fyrir hamingju alls mannkyns í verkefni sem við köllum kosen-rufu. Að taka þátt í SGI starfi og skora á okkur sjálf af einlægni í leiðinni er hin mesta hamingja. Það veltur allt á því hvort við gerum okkur þetta atriði ljóst.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sólarlagið

var svo fallegt áðan;-)





Saturday, March 07, 2009

Hef

upplifað margt gott og fallegt undanfarna daga og gert margt skemmtileg og fræðandi:-)
Farið á góða og skemmtilega fundi og kyrjanir, t.d. var 10 tíma kyrjun síðasta laugardag í Hátúni sem gaf mér mikin kraft og gleði;-)
Hef líka verið nokkuð dugleg að læra og skila verkefnum sem er góð tilfinning..í
Í skólanum var þemavika í síðustu viku, við blönduðum saman 1.-3.bekk, bjuggum til fimm stöðvar og tókum fyrir lönd í Evrópu. Við lærðum um Skotland, Rússland, Serbíu, Ítalíu og Svíþjóð. Krakkarnir voru mjög dugleg og áhugasöm og unnu margskonar verkefni, lærðu skoskan dans, sænskt lag og margt fleira:-)
Þetta var skemmtilegt, áhugavert og áskorun og gekk vel, ég kenndi um Serbíu og tókst bara ágætlega upp:-)

Annars gengur allt sinn vanagang, fundir, vinna, afslöppun, kyrjun, verkefni, lærdómur, heimsóknir og allt hitt, og á morgun er stór dagur hjá SGI.
Við erum að setja upp sýningu um sjálfbæra þróun á heimsvísu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem stendur frá 8.-22. mars og opnunarhátíðin er á morgun klukkan 13:00:-)



Allir eru velkomnir og ég hvet ykkur til að kíkja ef þið hafið tíma dagana 8.-22. mars, það er opið til 19:00 á virkum dögum og 18:00 um helgar:-)
Heimasíðan fyrir þá sem vilja kynna sér sýninguna er:
http://www.simnet.is/meistarar/

já, það er nóg um að vera eins og venjulega:-)

Læt þetta nægja í bili, vona að þið séuð hamingjusöm, glöð og finnið innri frið og ró:-)
Elska ykkur og sendi hópknús og jákvæða orku út í umhverfið;-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru sætu:

1.mars.
Við þurfum að fara út og blanda geði við fólk á hverjum degi. Gera nánasta samfélag okkar að undirstöðu þess sem við erum að gera, við þurfum að vefa bönd vináttu við aðra og vinna með þeim til að skapa frið. Að vera þannig tengdur í okkar eigin bæ, borg, ríki og landi er raunhæf birting á því að líf okkar eru partur af öllu öðru. Við gerum kenningarnar um að hvert augnablik innihaldi þrjú þúsund svið raunverulegar þegar við vinnum fyrir kosen-rufu.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda