Wednesday, September 30, 2009

Konur yfir fertugt

Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld...

Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt
og hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig
"hvað ertu að hugsa?"
Henni gæti ekki verið meira sama.

Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því.
Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.

Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu.
Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.

Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað.
Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.

Konur verða skyggnar með aldrinum.
Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.

Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.

Eldri konur eru hreinar og beinar.
Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.
Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.

Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.

Því miður er það ekki gagnkvæmt.
Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt,
er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22 ára gengilbeinu.
Konur, ég biðst afsökunar.

Til allra þeirra karla sem segja;
"Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?"
þá eru hér nýjar upplýsingar:

Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.

Hvers vegna?

Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa
heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!

Andy Rooney

Monday, September 21, 2009

Gullið sólarlag







Sólin
yndislega sólin
sem hlýjar jafnt
sál og hörundi,
mönnum,dýrum og plöntum.
Sólin
fallega sólin
stór og lítil
sem rís og hnígur
í margbreytilegum litum
ýmist fyrir ofan/neðan skýin
eða í felum bak við.
Elsku sólin mín
hvar værum við án þín.
Sólarlag,
sólarupprás.
Sólargyðja, systir mánans.
Takk fyrir birtu þína og hlýju.

Sunday, September 20, 2009

Leiðsögn dagsins

20.september

Þegar markmið þín breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.


When your determination changes, everything else will begin to move in the direction you desire. The moment you resolve to be victorious, every nerve and fiber in your being will immediately orient itself toward your success. On the other hand, if you think "This is never going to work out," then at that instant every cell in your being will be deflated and give up the fight, and then everything really will move in the direction of failure.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, September 18, 2009

náði

mér í flensupest í vikunni og sit nú hér heima með hita, kvef og verki á ýmsum stöðum...
en fyrst að maður átti að fá flensu þá er eins gott að klára þessi veikindi af fyrir veturinn;-)

Skrýtið þetta líf og allt sem því fylgir.
Er á fullu þessa dagana að reyna að bæta mig í starfi og vinna í endurteknu karma, tekur tíma en þetta er nú allt í rétta átt, hef fengið jákvæð viðbrögð og góða ávinninga;-)

Fékk líka svo góðar fréttir af einstakling mér nákomnum sem vann stóran og jákvæðan sigur í gær og samgleðst viðkomandi innilega:-)

Jæja, hef ekki meira að segja í bili, vona að þið eigið góða helgi og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar:-)
Risaknús og kossar..
Sandra

Leiðsögn dagsins á vel við markmið mín núna:

15.september

Ég vona að hvert ykkar nái árangri í því sem þið takið ykkur fyrir hendur, og að þið gerið ykkur grein fyrir því að góður árangur næst ekki ef gefist er upp á miðri leið, heldur með því að hvika hvergi í að fylgja þeim vegi sem hvert ykkar hefur hefur valið sér. Og áfram á þessum sömu nótum, það er líka mikilvægt að þú gerir þér ljóst að vinnustaður þinn er staður þar sem þú mótar persónuleika þinn og eykur vöxt þinn sem manneskja. Í víðara samhengi, þá er það staður fyrir búddíska iðkun, staður til að iðka og dýpka trú þína. Þegar þú skoðar málið frá þessu sjónarmiði, munu allar umkvartanir þínar hverfa. Enginn er aumkunarverðari en sá sem kvartar stöðugt.

I hope that each of you will realize success in your respective fields, fully recognizing that success means not giving up halfway but resolutely pursuing the path you have chosen. To this end, it is also important that you realize that the place where you work is a place for forging your character and growing as a human being. By extension, therefore, it is a place for your Buddhist practice, a place for practicing and deepening your faith. When you view things from this angle, all your complaints will disappear. No one is more pathetic than someone who is constantly complaining.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, September 14, 2009

margt

um að vera hjá mér eins og oftast:-)
er loksins farin að stunda smá leikfimi aftur, fór í jóga á laugardaginn, í ræktina í dag strax eftir vinnu, og ætla að reyna að fara í hotyoga á morgun:-)

Svo er skólinn að byrja(meistaranámið) og verðum við Heiður að vinna í verkefni næstu helgar, eigum nefnilega að halda fyrirlestur í námskeiðinu eftir 3 vikur:-)
nú, svo er ég á búddistafundum, námskeiðum og kyrjunum, ásamt endurmenntun í sambandi við vinnuna, bara nóg að gera og hugsa um:-)

En það eru líka undarlegir hlutir og karma í gangi sem taka tíma, orku og þankagang, en þannig er það bara núna, verð að klára það mál sem fyrst....

En svona getur nú lífið gengið, skin og skúrir og því er best að taka einn dag í einu og ekki hugsa of mikið um framtíðina.....

en nóg um mig í bili..

Vona að þið eigið góða daga og munið eftir að þakka fyrir allt sem þið eigið og hafið, því þetta er ekki sjálfgefið:-)
Risaknús til allra
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

8.ágúst

Nútíminn, eins og ég er viss um að þið skynjið öll, er mettaður af þreytu og sinnuleysi. Ég vil að þið séuð meðvituð um að þjónusta við mannkynið á svo sundruðum tímum getur aðeins komið til með kröftugum, óbugandi, göfugum vilja. Þótt að tíðarandinn sé uppfullur af ómerkilegum árekstrum fólks, yfirþyrmandi vonleysi og alls kyns hamförum, þá vona ég að þið berjist öll áfram, hughraust og kjarkmikil.


The present, as I am sure you all sense, is an age pervaded by great weariness and apathy. I would like you to be aware that the power and energy to serve humanity in such an enervated age can only be born from a vigorous, indomitable, noble will. Though the times may be rife with petty human conflicts, a pervading sense of hopelessness and all manner of turbulent storms, I hope that all of you will forge ahead boldly, with unflagging good cheer.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, September 11, 2009

Leiðsögn dagsins

11.september

Ekkert jafnast á við styrk þeirra sem hafa brotist í gegnum áskoranir og sigrast á erfiðleikum í lífi sínu. Slíkt fólk óttast ekkert. Tilgangur búddískrar iðkunnar okkar er að byggja upp slíkan styrk og hugrekki. Að rækta upp svo ósigrandi innri kjarna er í sjálfu sér sigur. Það er líka besti ávinningurinn. Þeim sem tekst vel til í þessari viðleitni munu njóta óviðjafnanlegrar hamingju; þeir munu birta æðsta ástand búddatignar.


Nothing can match the strength of those whose lives have been shaped and forged through challenging and overcoming hardships. Such people fear nothing. The purpose of our Buddhist practice is to develop such strength and fortitude. To cultivate such an invincible core is in itself a victory. It is also the greatest benefit. Those who can succeed in this endeavor will savor unsurpassed happiness; they can manifest the supreme state of Buddhahood.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, September 02, 2009

vildi

bara sýna ykkur hvað sólarlagið var gullfallegt í byrjun vikunnar:-)







Svo eru líka fleiri myndir af sólarlaginu á myndasíðunni minni:-)
Nóg frá mér í bili...
Vona að þið hafið það sem allra best elsku vinir:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

10.nóvember

Það eru mörg mismunandi hlutverk og störf sem fólk hefur í samfélaginu. Á meðan hvert hlutverk er auðvitað mikilvægt, þá er það grundvallarhlutverk sem við höfum sem Búddistar sem er að vera heimspekingar í sambandi við lífið og mannkynið það sem getur fært mannkyninu ævarandi verðmæti. Við erum leiðtogar í hamingju og skaparar friðs. Í þeim skilningi, er hlutverk okkar einstakt.

There are various kinds of careers and roles that people fill in society. While each role of course has significance, the fundamental role that we each play as a Buddhist is that of philosopher of life and of humanity who can impart eternal value to humankind. We are leaders of happiness and creators of peace. In this sense, our role is unique.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda