Wednesday, June 28, 2006

Sólin skín

það er bjartur og fallegur dagur, ég náði góðum nætursvefni, maginn er að jafna sig, og ég er í góðu formi núna:-)
Hafið það gott í dag og njótið dagsins..

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:

28. janúar
Öll kyrjið þið fyrir hamingju margra félaga – barna Búddha – í samfélögum ykkar. Þið styðjið þá og hvetjið og vinnið þrotlaust í þeirra þágu eins og þeir væru ykkar eigin börn. Athafnir ykkar eru sannarlega sem hinna miklu bodhisattva; lífsástand ykkar sem hinna göfugu Búddha.

Tuesday, June 27, 2006

Leiðindadagur

Þetta er einn sá ömurlegasti og þreytandi dagur sem ég hef upplifað lengi. Byrjaði strax í morgun og hélt áfram og áfram, heima og á meðal fólks og svo seinnipartinn tók maginn völdin með krónískum verk og vitleysu;-(

Ekkert nema hindrarnir og erfiðleikar í sambandi við nokkur mál og svo kórónaði ég allt saman áðan þegar innri djöflarnir og gamla ruglukollan og flækjan ég tök völdin, þegar ég ekki haldið kj....út af ákveðnu máli,sem ég er búin að dunda mig við og hlakka mjög mikið til, við einstaklinga sem áttu ekki að lenda í þessu kjaftæði.
er brjáluð núna út í sjálfa mig núna og allar hugsanir í flækju og fara marga hringi..
Hefði átt að sleppa því að fara út áðan.. arghh.

En ég veit líka að nú er ég að flækja málin og þetta lagast allt saman og reddast þegar að því kemur;-)
Verð búin að jafna mig á morgun held ég og mun þá jafnvel eyða út þessarri færslu..

Friday, June 23, 2006

Góð líðan

er gulls ígildi og þannig hefur mér liðið undanfarna daga;-)
Búin að hafa það mjög gott og skemmtilegt, dundað mér við margt og mikið og notið þess að vera í fríi og getað ráðstafað tíma mínum eins og ég vil;-)

Hef skroppið í sund, rölt um í verslunarmiðstöðvum, dundað mér við að undirbúa afmælið og er orðin frekar spennt fyrir því, farið á bíó, legið í sólbaði, farið á tvo magnaða og frábæra búddafundi, og margt fleira:-)

Og það er sko nóg framundan..
Síðasti laugardagurinn á morgun sem við Búddistarnir getum hist sameiginlega á Vífilstöðum og svo skemmtilega vill til að hverfið okkar sér um kaffið á morgun..
við Jói höfum sko staðið á haus í vikunni við bakstur og undirbúning og eru hvorki meira né minna en tvær skyrkökur, einn ávaxtaréttur og ein súkkulaðikaka tilbúnar í ískápnum;-)

Svo eru margir að útskrifast á morgun og fer ég í útskriftargrillveislu til frænku minnar annaðkveld, en hún er nú formlega orðin hjúkrunarfræðingur:-)
Til hamingju með það dúllan mín, sem og allir hinir sem ég þekki sem eru að útskrifast:-)
Á þriðjudagsköldið er ég boðin í stórafmæli hjá skólastjóranum mínum;-)
og svo í lok næstu viku held ég af stað í ferðalag innanlands, vestur í sveitina mína en þangað hef ég ekki komið í fjöldamörg ár..

Leiðsögn dagsins er alveg í takt við hugsanir mínar og tilveru mína núna:-)
Vil ég þakka Elísabetu kærlega fyrir þessa flottu þýðingu á leiðsögninni:-)

21.júní.
"Þegar þú tileinkar líf þitt í að ná markmiðum þínum, þá mun grunnhygginn gagnrýni ekki trufla þig. Í raun þá er ekki hægt að ná neinu mikilvægu ef þú lætur truflast af smávægilegum hlutum og ert sífellt að líta til baka og spá í hvað aðrir eru að segja eða hugsa. Lykillinn að markmiðinu er að halda striki á leiðinni sem þú velur".
Ikeda.

Óska ég ykkur góðrar og skemmtilegrar helgar, vona að þið njótið hennar vel og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)

Tuesday, June 20, 2006

á ferðinni

Feðgarnir tóku sig til í gær og skruppu í Ikea og komu heim með 2 stykki milliveggi/hillur :-)
til að stúka íbúðina aðeins meira í sundur.
Mublurnar voru skrúfaðar saman og nú er sófinn innrammaður af þessum milliveggjum sem eru með fullt af litlum hólfum sem er næstum búið að fylla af allskyns dóti, myndum, bókum, diskum, styttum og fleira:-)
Þetta er nú bara mikið smart og kósý og kemur vel út:-)

Fer á hverfisfund í mínu hverfi í kvöld, ætla að sjá til með gestafundina á morgun og hinn..
Við vinkonurnar úr Ármúla stefnum á að fara út að borða í vikunni;-)
alltof langt síðan að við höfum hist..
Fer í útskriftarveislu hjá frænku minni á laugardagskvöld:-)
Engir leikfimitímar planaðir í vikunni, en ef sólin skyldi nú loksins láta sjá sig á morgun/fimmtudag er aldrei að vita nema maður skelli sér í sund og sólbað;-)
Já gott er að hafa nóg fyrir stafni, líka í sumarfríinu..

Vil enda á leiðsögn frá Daisaku Ikeda:

Jafnvel þá daga sem skýjað er og stormur blæs mun sólin alltaf halda áfram að skína fyrir ofan hin óreglulegu ský. Á sama hátt, hvaða erfiðleikar, þjáning eða sorg sem við munum standa frammi fyrir, er trúin það sem fyllir líf okkar eilífum stórfengleika, eins og ef sólin væri sífellt að rísa innra með okkur.
Ikeda

Sunday, June 18, 2006

Hátíð í bæ.

Flottur dagur í gær 17. júní.
Byrjaði á því að fara á yndislegt hátíðargongyo í Hafnarfirði þar sem Jói minn var að taka á móti Omamori;-)
Fín dagskrá, t.d. söng barnadeildin fyrir okkur nokkur lög og við tókum að sjálfsögðu undir, ungmennadeildin (m.a. erum ég og Jói í henni) stjórnaði meiri söng;-)
sagt var frá magnaðri reynslu og margt fleira..
Eftir að dagskrá var lokið var boðið upp á veislukaffi og ég rölti um, spjallaði við marga og bauð í afmælið mitt :-)
Kom heim rúmlega 1, fékk mér kríublund og horfði svo að sjálfsögðu á handboltaleikinn, fór svo að fá mér hamborgara, tók rúnt um bæinn og endaði á því að horfa á spólu:-)
Jamm fínasti dagur í gær.
Ísland komst á HM, samtökin okkar áttu 26 ára afmæli, og margt fleira;-)

Verður mikið skemmtilegt að gerast hjá mér í næstu viku, nóg kyrjun, leikfimi og jafnvel bíóferð og töff að enda veturinn, fyrir sumarfrí hjá SGI með því að fara á 3 kvöld í röð á hverfisfundi:-)
hjá sitthvoru hverfinu;-)

Gullkorn dagsins er tekið úr bókinni "The little book of buddhism" eftir Dalai Lama og er svohljóðandi:
Cultivating closness and warmth for others automatically puts the mind in ease. It is the ultimate source of success in life.
Dalai Lama.

Heyrumst
Sandra

Thursday, June 15, 2006

í sumarfríi

er ljúft að vera:-)
Horfði á Walk the line í gærkvöldi. Mjög góð mynd og fínir leikarar, mæli með henni og gef 3 stjörnur.
Í kvöld er ungrakvennafundur og á morgun er stefnan tekin á Laugar þar sem ætlunin er að prófa nýjan danstíma:-)

Um mánaðarmótin júni/júlí stefni ég á að fara í nokkra daga ferðalag til Vestfjarða og í sveitina mína sem ég hef ekki komið til í mörg ár.. rifja upp gamla tíma, fara niður í fjöru og upp í fjall :-)
Langar að keyra a.m.k. aðra leiðina, stoppa fyrst á Flateyri, koma svo við á Ísó og heimsækja ömmu og halda svo áfram til Barðastrandar, gista þar, kannski fara á Látrabjarg eða Patró og keyra svo til Reykjavíkur eða taka Baldur til baka. Reikna með 2-3 daga ferð og hlakka mikið til :-)

Næstkomandi laugardagur 17. júní er mikill hátíðisdagur, bæði vegna þess að hann er þjóðhátíðardagur Íslendinga, en ekki síður hjá okkur búddistum sem höldum alltaf hátíðar og afmælis Gongyo þennan dag. En það sem gerir 17.júní 2006 ennþá hátíðlegri fyrir mig og mína eru þær fréttir að hann Jói minn mun taka á móti Omamori sem er mjög smár ferðagohonzon,
til að geta kyrjað hvar og hvenær sem er á ferðaflakkinu:-)

Gullkorn dagsins er tekið úr bókinni "1000 ástæður hamingju og gleði"
og hljómar svona:
Rætur hamingjunnar liggja í því að treysta sér til að vera sá sem maður er.
Ég er mjög sammála þessum orðum :-)

Þangað til næst..
Sandra

Monday, June 12, 2006

Ekki er nú öll vitleysan eins:-)

You Are Rain

You can be warm and sexy. Or cold and unwelcoming.
Either way, you slowly bring out the beauty around you.

You are best known for: your touch

Your dominant state: changing

Sunday, June 11, 2006

Skólaslit

Þá er ég formlega komin í sumarfrí eftir lærdómsríkan, skemmtilegan og viðburðarríkan vetur:-)
Kvaddi krílin mín í vikunni og afhenti þeim sinn fyrsta skólavitnisburð. Þau gáfu okkur blóm, falleg kort og sæta englastyttu, allt voða krúttlegt:-) Varð dálítið meyr þessa kveðjustund vitandi það að ég verð ekki með þeim næsta vetur, en við ákváðum af margvíslegum ástæðum að sleppa því að tilkynna krökkunum og foreldrum það núna.
Næsti vetur verður hálfgerð áskorun fyrir mig og mjög spennandi þar sem mikið mun reyna á hæfileika mína sem "stjórnanda" og að leiðbeina öðrum í starfi því að ég mun taka við nýjum krílum í 1. bekk og fá samstarfskennara sem er (eftir því sem ég best veit) að hefja sinn kennsluferil;-)
Ég hlakka mikið til og er þegar byrjuð að undirbúa haustið, á til mikið af námsefninu sem við notum og tilbúna kennsluáætlun, þarf aðeins að ljósrita, lagfæra og breyta sumu og get nú einbeitt mér enn frekar að kennslunni og hlúð betur að börnunum og leiðbeint samstarfskennaranum:-)



Á föstudaginn var seinasti formlegi vinnudagur kennara og við slúttuðum önninni með óvissuferð;-) Lögðum af stað um 4 leytið og komum heim rétt eftir miðnætti.
Ferðin heppnaðist mjög vel og ég skemmti mér vel. Við fórum til Eyrarbakka, Stokkseyrar og Þorlákshafnar og það var gaman að koma þangað. Við fórum í leiki í fjörunni og hlógum okkur máttlaus, stoppuðum á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn þar sem ein okkar tók áskorun og stökk í sjóinn! algjör hetja, kíktum í sundlaugina á Stokkseyri og enduðum svo á veitingahúsinu Föruborðinu á Stokkseyri:-)
Í tilefni af afmælinu mínu í sumar gáfu vinnufélagarnir mínir mér falleg blóm og gjafakort í Kringluna áður en við fórum í ferðina:-) Mér þykir vænt um að hafa fengið þessa gjöf.

Er búin að hafa það gott undanfarna daga, dundað mér og haft nóg fyrir stafni. T.d. komst ég loksins í danstíma eftir 3 vikna hlé um daginn og það var alveg dásamlegt:-)
Er búin að fara tvisvar í bíó:
Da Vinci Code, hún var ágæt, búin að lesa bókina sem hjálpar til við að skilja söguþráðinn og gaman að sjá umhverfið og listasafnið, mjög töff umgjörð:-)
Fór svo á stórslysaskipamyndina í gær, ekkert varið í hana, frekar léleg..
Naut þess að sofa út í gær og dag, er nú komin í sumarfrí:-)

Ætla reyndar að kíkja í vinnuna á morgun, þarf að klára að ganga frá ákveðnu máli, og fer svo til tannsa ..

Gullkorn dagsins er stutt en stendur alltaf fyrir sínu:
Vinir eru dýrmætari en gull.
(höf. ókunnugur)

Njótið komandi viku:-)

Saturday, June 03, 2006

Byrjaði

daginn á því að vera í ábyrgð á Vífilsstöðum í morgun. Það gekk vel og voru rúmlega 15 manns þegar mest var. Alltaf gaman að taka á móti fólki, aðstoða og spjalla yfir kaffibolla:-)
Kom heim fljótlega eftir hádegi og sofnaði aðeins því ég er ennþá pínu slöpp eftir kvefpest og hnerraköst;-(
Eftir góðan lúr horfði ég aðeins á imbakassann og sótti svo sólstólinn niður í geymslu, plantaði honum á svalirnar, bar á mig sólarvörn og lagðist í sólbað í þessu yndislega veðri, og sofnaði aðeins aftur, það er svo notalegt að fá sér blund í sólbaði ;-)
Ætla nú að skola aðeins af mér og fara svo að horfa á vidjó með Heiði vinkonu minni;-)
Læt þetta nægja í bili og óska ykkur góðrar helgar..

Enda þetta á frábæru gullkorni sem ég fann í netheimum:

Þessi staður, þessi stund, þetta fólk, þessar kringumstæður. Allt er eins og það á að vera, núna!
-Óþekktur höfundur