Tuesday, March 28, 2017

Gunnar Aðalsteinn

 hélt upp á 7 ára afmælið sitt þann 11. febrúar...
Þetta var fínasta veisla, súpa, brauð, kaffi og kökur, fullt hús af ættingum og vinum.. Gunnar bauð nokkrum vinum sínum og voru strákarnir spenntir yfir pökkunum, opnuðu þá saman og voru  duglegir að lesa á kortin, gaman að fylgjast með þeim:-)


Veislan var búin um kvöldmatarleytið, ég fór aðeins heim, skipti um föt og fór svo í partý til Heiðar vinkonu ásamt tveimur öðrum stelpum úr vinnunni.. Við kíktum líka aðeins niður í bæ um miðnættið, dönsuðum og dilluðum okkur á diskóteki og fórum svo heim rúmlega tvö:-)

Sunndagsmorguninn 26. febrúar vaknaði ég snemma, leit út um gluggann og fékk nett sjokk yfir öllum snjónum sem hafði fallið um nóttina. Við drifum okkur út ásamt öðrum íbúum að moka rúmlega 50 cm þykkan snjó sem huldi bílana og planið var ófært, en við vorum heppin því grafan kom um kvöldið og ruddi svo við komust í vinnu daginn eftir... var með miklar harðsperrur eftir moksturinn:-)



Ég hef farið nokkrum sinnum í bíó undanfarið, fór með Heiði vinkonu á nýjustu myndina um John Wick, hörku spennumynd og mikil læti, lentum á powersýningu kl 20:00 á mánudagskvöldi:-)

Fór með Jóa og Gunna á Logan, flott spennumynd sem ég mæli með:-)

Við mamma fórum á myndina Lalaland, söng og dansmynd sem vann mörg óskarsverðlaun. Þetta var ágætismynd, fín dansatriði,  flott umgjörð, en dálítið langdreginn;-)

Laugardaginn 4. mars komu feðgarnir í heimsókn, Jói, Birgir og Gunni fóru í gönguferð í snjónum, en við Gunnar vorum heima að horfa á teiknimyndina Trolls, krúttleg og litrík mynd með fullt af flottum lögum:-)



Hitti vinkonar mínar sem voru að kenna með mér í Víkurskóla í kvöldkaffi í byrjun mars...

Þann 12. mars var skírnardagur tvíburanna Frediks og Christians, litlu frænda minna í Noregi:-)

 Jói, Gunnar og Birgir komu í heimsókn 23. mars, við fengum okkur m.a. Kínamat og horfum á sjónvarpið:-)

Föstudaginn 17. mars var sameiginlegur starfsdagur í Árbæ, við vorum með fundi í leikskólanum fyrir hádegi og fórum svo á áhugaverða og skemmtilega fyrirlestra í Norðlingaskóla eftir hádegi...

Ég fór heim og tók því rólega um kvöldið...
Ég vaknaði eldsnemma morgunin eftir og keyrði á Laugarvatn þar sem kórinn minn var með æfingabúðir. Keyrði heim seinnpartinn, lúin en ánægð eftir skemmtilegan dag:-)

Við verðum með tónleika í RVK 14. maí og fórum svo í ferðalag til Vestmannaeyja 19.-21. maí þar sem við verðum m.a. með tónleika, förum í skoðunarferð og fleira:-)

Nóg í bili af mér, eigið góða viku og farið vel með ykkur....