Monday, August 31, 2009

allt

rólegt hér á bæ:-)
Það eru margskonar veikindi í kringum mig hjá vinum og vandamönnum og sjálf var ég ekki nógu hress um helgina, var með magapínu, kvef og hausverk og fyrir nokkrum dögum fékk ég mikla magaveiki og þurfti að fara heim úr vinnu einn daginn eftir hálfan vinnudag, en það er allt saman að jafna sig:-)

Vinnan gengur vel og ég er að taka mig á í skipulagi og undirbúningi og kláraði á föstudaginn að undirbúa þessa viku, var með allt tilbúið, ljósritað, niðurskrifað og allar bækur og gögn á sínum stað:-)
Það er nefnilega alltaf hægt að bæta sig og batnandi manni er best að lifa:-)

Svo fer námið hjá mér að byrja fljótlega og er ég aðeins byrjuð að undirbúa mig, skoða námsgögn og panta bækur:-)
Nú er komið á hreint að ég verð í einum áfanga þessa önn og er ég sátt við það:-)
Við vinkonurnar verðum saman og verður það spennandi, einkum þar sem vinkona mín er að byrja í meistaranáminu:-)

Hef lítið geta komist í leikfimi undanfarið vegna krankleika, en það verður tekið með trompi fljótlega, einkum þegar hotjógað byrjar aftur á laugardögum, og nú eru enn fleiri tækifæri til að komast þar sem jóga verður líka kennt í Mosó, hér hinumegin við götuna:-)

Annars er nóg framundan, fundir, kyrjun, skóli og svo er ungmennabúddistanámskeið næstu helgi sem ég ætla á:-)

Læt þetta duga í bili og óska ykkur góðrar viku:-)
Knús og kossar til allra..
Sandra skólakona:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um velgengni:

28.ágúst

Velgengni snýst ekki um að sanka að sér hinu eða þessu; hún mælist ekki í magni. Hún snýst um að breyta gæðunum í lífum okkar. Auður, völd, frægð og þekking ein og sér geta ekki gert okkur hamingjusöm, sama hversu mikið við öðlumst af þessu. Né heldur getum við tekið þetta með okkur þegar við deyjum. En með því að bæta gæðin í lífum okkar getum við loksins öðlast sanna hamingju.

Success is not a matter of accumulating more of this or that; it is not measured in quantity. It means changing the quality of your life. Wealth, power, fame and knowledge alone cannot make you happy, no matter how much of these you acquire. Nor can you take them with you when you die. But by improving the quality of your life you will at last approach true happiness.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, August 25, 2009

Ástfangin

af lífinu:-)

Þakklæti og ást, ómetanlegar, sannar og djúpar tilfinningar sem eru mér ofarlega í huga, stór orð sem eru hver túlkar fyrir sig í lífi sínu.

Lifa í núinu, upplifa augnablikið, einbeita sér að því sem er að gerast hér og nú.

Litlu augnablikin, fjölbreytnin, dýr, umhverfi, bækur, myndir, falleg tónlist, tónar, textar, ægifögur náttúra, fjöll, haf, himinn.

Gohonzon, stórkostleg leið til eilífðar sannrar hamingju, friðar og ábyrgð á eigin lífi, hátt lífsástand, góð heilsa andlega og líkamlega, fæðast og lifa á mínu ástkæra Íslandi, landi náttúru, hreinleika og friðar, skemmtileg og gefandi vinna, frelsi.
Yndislegar stórar og litlar mannverur sem umvefja aðra, sönn umhyggja, vinátta, umburðarlyndi, virðing, hlátur, samvera, notalegar stundir, stuðningur í gleði og sorg.
Ómetanlegt, þetta er ekki hægt að kaupa út í búð.

Þak yfir höfuðið, farartæki, nóg í sig og á, tækifæri til náms, sjónvarp, tölva og símtæki til að hafa samskipti um allan heim og svo margt annað dót og hlutir.

Maður þarf ekkert meira:-)

Ég er rík kona:-)

Friday, August 21, 2009

Leiðsögn dagsins

22.ágúst

Það er ekki spurning um umhverfi þitt eða þá sem eru í kringum þig, né heldur hvernig samtökin eða leiðtogarnir eru. Að láta stjórnast af slíkum utanaðkomandi áhrifum er tilgangslaust. Þetta veltur allt á einni manneskju: þér. Það sem skiptir máli er að þú verðir stórkostlegt leiðarljós sem skín af gleði og hamingju og lifir lífi þínu af sjálfstrausti og hugrekki. Ef þú ljómar eins og sól, þá getur ekki verið neitt myrkur í lífi þínu.


It is not a question of your environment or those around you, nor what the organization or leaders may be like. To be swayed by such externals is pointless. It all comes down to one person: you. What matters is that you become a brilliant beacon, shining with joy and happiness and live your life with confidence and courage. If you shine with a radiant light, there can be no darkness in your life.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, August 19, 2009

Þessa

dagana erum við á fullu að undirbúa kennslu, koma stofunum í lag, sitja námskeið og fundi og margt fleira:-)
Hef stundum verið þreytt eftir langa daga þessa viku en í dag hafði ég orku til að fara í leikfimi beint eftir vinnu í stað þess að fara heim og leggja mig:-)
Er nokkuð ánægð með mig því ég ætla að reyna að hafa leikfimi og hreyfingu einnig á dagskránni í vetur þó ég komist kannski ekki jafnoft í viku eins og ég gerði í sumar;-)

Svo var ég eiginlega búin að afskrifa jógatímana því sú sem kenndi hotyoga í Laugum í sumar er farin að kenna annarsstaðar, en ég komst að því í dag að hotyoga verður áfram kennt í World Class, því það er komin annar kennari í staðinn:-)
og því stefni ég á að halda áfram að stunda jóga sem er alveg frábært:-)

Kennslan byrjar í næstu viku og svo byrja námskeið í Kennó bráðum, stefni á að halda áfram námi í vetur:-)

Nóg í bili, er á leið í bólið og segi því bara góða nótt og fagra drauma:-)

Sandra syfjaða..

Gef Ikeda orðið:

16.ágúst

Vissulega munu koma tímar þar sem þú óskar þess að þú hefðir meira fé milli handa, meiri tíma til að sofa og meiri tíma til skemmtanna og tómstundaiðkanna. Þér getur fundist þú takmarkaður núna, en þú ættir að líta á núverandi aðstæður þínar sem hinar fullkomnu kringumstæður fyrir vöxt þinn. Innan þeirra takmarkana sem skilgreina núverandi tilveru þína, er það eina í stöðunni að aga sjálfan þig og halda í átt að vexti og sjálfsbetrun. Í því ferli að leggja þig allan fram í slíkri viðleitni, muntu án efa, efla og styrkja sjálf þitt.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Certainly there will be times when you wish you had more spending money, more time to sleep and more time for fun and recreation. You may feel restricted now, but you should consider your current situation as the perfect set of circumstances for your growth. Within the restrictions that define your present existence, the only thing to do is to discipline yourself and head in the direction of growth and self-improvement. In the process of exerting yourself in such endeavors, you will without a doubt build and strengthen your character.

Friday, August 14, 2009

þá

er sumarfríi lokið og alvaran tekin við;-)
Er búin að vera á tveggja daga námskeiði sem tengist lestri, lestrarkennslu og fleira og virkar þetta spennandi og nothæft allt saman og góð áskorun fyrir kennarann sem vill bæta sig, endurskoða, auka áhuga nemenda og þróa kennsluna:-)
Ætlunin er að taka upp þessa hugmyndafræði og kennsluhætti í 1. og 2. bekk og fylgir þessu þróunarverkefni þónokkur endurmenntun, námssmiðjur, undirbúningur, fundir og eftirfylgni:-)

Auk þessarar símenntunar sem safnast saman (því kennarar þurfa að ná 150 tímum í endurmenntun á hverju ári) stefni ég á að taka 1-2 námskeið í Kennó í vetur:-)

Að öðru leyti er allt rólegt ennþá:-)
Hef fengið góðar og jákvæðar fréttir frá vinum og vandamönnum, auk þess sem margt hefur skýrst sem tengist mínu umhverfi, námi og vinnu og óvissu um ákveðin mál hefur verið eytt og jákvæð niðurstaða fengist:-)

Hef ekki meira að segja í bili...

Eigið góða helgi, njótið lífsins og verið góð hvert við annað:-)
Risaknús og hamingja til ykkar elsku vinir:-)
Sandra kennari, skólakona og margt fleira:-)

Leiðsögn dagsins:

14.ágúst

Hinn þýski höfundur Hermann Hesse (1877-1962) skrifar að því meira sem einhver þroskast, því yngri verður hann. Og vissulega er fullt af fólki sem verður kraftmeira og ötulla, víðsýnna og umburðarlyndara eftir því sem það eldist, lifir við meira frelsi og sjálfstraust. Það er mikilvægt að muna að það að eldast og það að verða gamall er ekki endilega það sama.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

August 14
The German author Hermann Hesse (1877-1962) writes that the more one matures, the younger one grows. And certainly there are many people who, as they age, become increasingly vigorous and energetic, more broad-minded and tolerant, living with a greater sense of freedom and assurance. It is important to remember that aging and growing old are not necessarily the same thing.

Tuesday, August 11, 2009

Mér

líður svo vel núna, er róleg, áhyggulaus og einhvern svona "mjúk" inni í mér:-)
Búin að eiga góðan og fjölbreyttan dag og fengið jákvæðar og fínar fréttir af fólki í kringum mig:-)

Byrjaði daginn snemma, vaknaði í rólegheitum, fékk mér kaffi, las blöðin og kíkti í tölvuna..
Fór í góðan jógatíma hjá Hauki í hádeginu og kom svo við í Kringlunni til að ná mér í gómsætan kaffilatte bolla:-)
Þar hitti ég óvænt frændfólk mitt frá Ísó, ég settist hjá þeim og áttum við gott spjall í tæplega hálftíma:-)
Þannig er að amma mín á Ísó á stórafmæli á laugardaginn:-)
og það á að halda svaka partý af því tilefni á laugardagskvöldið í Keflavík hjá frænda mínum:-)
Því eru ættingjarnir að koma alls staðar að allt frá Ísó til Noregs:-)

Nú jæja þegar ég var búin að kveðja hélt ég áfram för minni og nú var stefnan tekin í afa og ömmuhús í Grafarvogi þar sem ég var búin að mæla mér mót við frænku mína, til að hjálpa henni að taka til í kennsludótinu hennar ömmu, en einnig komu fleiri ættingar í tiltekt og í kaffispjalli komu fram fleiri jákvæðar fréttir:-)

Að tiltekt, kaffisopa og hitting loknum fór ég í bæinn, fékk mér að borða, settist út í sólskinið, hitti kunningja og fylgdist með mannlífinu:-)

Já, yndislegur og fallegur dagur að kveldi kominn:-)

Það eru þessar litlu, fallegu, einföldu hlutir eða stundir sem eru svo yndislegar, gefandi og góðar fyrir sálina og það er svo gott að líða svona vel:-)

t.d. að sitja í sólskininu með kaffibolla í hönd í góðra vina hópi, keyra einn með sjálfum sér og syngja með góðu lagi, eða kannski bara sitja einn á bekk, fylgjast með mannfólkinu og finna ástina og umhyggjuna gangvart lífinu í hjartanu:-)

Læt þetta duga í bili, elska ykkur öll og vona að þið finnið mýktina í sálinni og ástina gangvart ykkur sjálfum og öðrum.

Ef maður getur ekki elskað sjálfan sig, eins og maður er, þá er erfitt að elska aðra..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

7. desember

Það er hjartalag okkar sem breytir hjartalagi annarra. Vinskapur breytir fólki. Ferðalangar sem draga herðaslár sínar yfir sig og berjast ákveðið á móti köldum vindi slaka á af sjálfu sér og yfirbragð þeirra og gjörðir breytast þegar sólin yljar þeim.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, August 04, 2009

vil

minna á kertafleytinguna á fimmtudagskvöldið kl 22:30:-)


Annars er allt gott að frétta, er búin að fara þrisvar sinnum í bíó undanfarna daga, allt góðar myndir, en sumar betri en aðrar:-)
Fór á Harry Potter, Karlar sem hata konur og Bónorðið:-)
Hef líka verið dugleg í ræktinni, farið í bæinn og borðað ís og margt fleira:-)

Nóg framundan næstu daga, ætla að hitta vinkonu mína í dag, fer á dragkeppni annaðkvöld, fundur og kertafleyting á fimmtudaginn, gleðigangan og afmælispartý á laugardaginn og þarna inn á milli stefni ég líka á að fara í leikfimi, búðarferð og fleira:-)

Nóg um mig í bili:-)
Eigið góða daga og látið ykkur líða vel:-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda

7.júlí

Mikilvægt er að hafa visku, seiglu og sjálfstjáningu, ásamt sterkum lífskrafti sem gerir þessa hluti mögulega. Búddismi er einbeittur ásetningur til að sigra. Þetta er það sem Nichiren kennir. Þess vegna verður búddisti ekki sigraður. Ég vona að þið munið í starfi ykkar og daglegu lífi viðhalda árvökulum og sigursælum anda, kjarkmikil í gjörðum ykkar og sýna sigursæl raunverulega sönnun aftur og aftur.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, August 02, 2009

jamm

ætla að reyna að rifja upp helgina, þetta er ekki í réttri röð:-)
Leti, tiltekt, sjónvarpsgláp, jógatímar, bílferð og gönguferð á Þingvöllum, heimsóknir, kyrjun, farið í ræktina, tölvuhangs, bíóferð, farið á Austurvöll, borðað ís og horft á fólkið, talað í símann, kvöldganga í Mosó, þvottastúss, bókalestur, man ekki meira í bili:-)

Vona að helgin hafi verið góð og skemmtileg hjá ykkur:-)
Eigið góða viku og notalegar stundir og samveru með fjölskyldu og vinum:-)
Sumarknús og sólarkossar:-)
Sandra...

Leiðsögn frá Ikeda

1.ágúst

Við megum ekki leyfa okkur að verða svo háð skrifræðinu að við tökum sem sjálfsögðum hlut framlagi þeirra sem vinna bak við tjöldin. Né heldur megum við nokkurn tíma gleyma að taka tillit til þeirra fjölskyldumeðlima okkar sem eru ekki að iðka Búddisma Nichiren Daishonin. Við verðum að muna að bak við hverja manneskju innan SGI er önnur, sem styður hann eða hana bak við tjöldin.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda