Monday, July 31, 2006

Ég er íþróttaálfur:-)



Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.



"Áfram Latibær, I'll be back!"



Hvaða tröll ert þú?


Flott leiðsögnin í dag sem fjallar um æskuna:
Æskan ætti ekki að sækjast eftir auðveldum og þægilegum lífsferli. Enginn þroskast í kringumstæðum ofdekurs. Æskan ætti þess í stað að sækjast eftir áskorunum og erfiðleikum, umbreyta þeim í verðmæta staðfestu og jafnframt því leggja sig fram við að verða einstaklingar með framúrskarandi persónuleika og hæfni.
Ikeda

Wednesday, July 26, 2006

Allt í rólegheitum

Var heima í afslöppun í gær og fór ekki út úr húsi. Vakti frameftir og horfði á beina útsendingu á þættinum Supernova, kaus svo margoft á netinu eftir þáttinn og sofnaði um 2:30.
Það er líka nauðsynlegt að gera ekki neitt í fríinu;-)
Fór á mánudaginn í Smárann og varð rosa ánægð að finna loksins flottar gallabuxur sem ég passa í,voða sætar með blómum og fuglum :-)
Skilaði lánsskápnum áðan sem ég er búin að kyrja í í hálft ár..
Er komin í undirbúningsnefnd fyrir kertafleytinguna sem verður þann 9. ágúst n.k. tilminningar um fórnarlömb kjarnorkusprenginganna í Hirósíma.
Hvet alla til að mæta, ég fór í fyrsta skipti í fyrra og var það mögnuð upplifun:-)
Verð einn af þrem fulltrúum búddista á undirbúningsfundi í kvöld sem verður haldin í Friðarhúsinu:-)

Leiðsögn dagsins á svo sannarlega við verkefnið sem bíður okkar í kvöld;-)

26. janúar
"Svo sannarlega eru þeir lofsverðir sem einsetja sér að vinna mikið og leggja sig fram fyrir kosen-rufu og SGI innan hin háleita sviðs Búddhisma Nichiren Daishonins. Það er sannarlega hæft fólk. Og það mun vissulega öðlast lífsástand hinnar æðstu fullnægju".
Ikeda forseti

SGI dagurinn
1975: Soka Gakkai International stofnset í Guam; Daisaku Ikeda tekur við embætti sem foreti SGI

Ekki fleira að frétta í bili..

Sunday, July 23, 2006

Var

að útrétta um allan bæ með mömmu á föstudaginn. Kom aðeins heim til að pása áður en ég fór út aftur og hitti þá svo skemmtilega á að Jói og Lára voru að kyrja fyrir framan nýja skápinn minn:-)
Tók að sjálfsögðu þátt í kyrjun og svo fórum við öll út aftur, þau á leiðinni í ferðalag og ég að útrétta aðeins meira:-)
Kom aftur heim seinnipartinn, fékk mér snarl og kríublund og fór svo til hennar Heiðar vinkonu minnar.. Við náðum okkur í kínamat, nammi og DVD mynd og sátum svo og borðuðum, horfðum og kjöftuðum til rúmlega 2 um nóttina, en þá gat ég varla haldið augunum opnum lengur;-)
Var alveg búin á því enda hafði ég verið vakandi frá klukkan 9 um morguninn..
Svaf til hádegis á laugardaginn og tók því rólega heima, glápti á imbann og DVD, var í tölvunni og þvo þvott og dunda mér:-)
Hringdi svo í frænku mína frá Ísó sem ég hef ekki séð í mörg ár en hún er flutt í bæinn, ásamt kærastanum sínum..
Við vorum oft saman að leika og spjalla á árum áður þegar ég var í heimsókn á Ísó, en svo hefur sambandið rofnað eins og oft vill verða. Því ákvað ég að hafa samband svona til að styrkja aðeins böndin og láta vita af mér.
Þau voru á leiðinni í bæinn eftir að hafa verið á golfmóti á Hveragerði allan daginn og buðu mér í heimsókn:=)
Ég þáði boðið að sjálfsögðu og það var gaman að hitta þau, ég hef aldrei hitt kærastann áður né heldur vin þeirra sem var líka í heimsókn. Það var slegið upp spilakvöldi og spiluðum við til rúmlega miðnættis, en var ég þá orðin lúin( og búin að vinna spilið) og kvaddi:-)
Undanfarna daga hef ég verið óhrædd við að hitta nýtt fólk og endurnýja gömul kynni og prófa nýjar aðstæður, sem hefur verið gaman, gefandi og þroskandi:-)
Vil ég því enda pistilinn á tveimur góðum gullkornum sem endurspegla undanfarna daga:-)

1. "Okkur binda bönd. Tími og rúm setja vináttunni engin mörk".
(Linda Macfarlane)
2. "Ánægjan af því að gera eitthvað nýtt felst að miklu leyti í tilhugsuninni um að segja góðum vini frá því".
(Linda Macfarlane)

Er farinn í fataleiðangur til að nota öll gjafakortin sem ég fékk í afmælisgjöf:-)
Góðar stundir
Sandra

Wednesday, July 19, 2006

Gönguferðir

í allan dag:-)
Vaknaði um 9 leytið, fór í sturtu og klæddi mig og skutlaði svo einum úr fjölskyldunni í vinnuna. Nennti ekki heim strax og ákvað því að rölta eitthvað í góða veðrinu. Keyrði niður á Lindargötu, lagði bílnum og tölti niður á Kaffi París:-)
Sat þar í nærri klukkustund, fékk mér morgunmat og kaffi, las blöðin og fylgdist með mannlífinu:-)
Rölti svo upp Laugaveginn og á leiðinni ákvað ég að hringja í frænku mína því hún var með afmælisgjöf frá afa í sínum fórum sem hún þurfti að koma til mín..
Þá vildi svo til að hún var á leiðinni í Húsdýragarðinn með son sinn og ætlaði að hitta systur sína og litlu frænku þar. Við mæltum okkur mót við garðinn og því rölti ég niður Hverfisgötuna og renndi upp í Laugardal:-)
Að sjálfsögðu fór ég með þeim í labbitúr um Húsdýragarðinn, (við hittumst svo sjaldan og gerum eitthvað saman) og var það hin fínasta skemmtun í glaðasólskini og góðum félagasskap, gaman að fylgjast með litlu krílunum þeirra, litlu frændsystkinum mínum 1.árs og 2. ára skoða dýrin, hlaupa um og leika í tækjunum:-)
Samkvæmt venju þegar farið er í svona ferðir voru grillaðar pulsur snæddar og hvílt lúin bein á bekkjunum og spjallað:-)
Við vorum 2-3 tíma í garðinum og var ég alveg búin í fótunum þegar ég kom heim;-)
Er nú að bíða eftir að Rock Star þátturinn byrji :-)

Gullkorn dagsins er tekið úr bókinni "Vinir" eftir Helen Exley
"Hamingjan er til þess að njóta með öðrum"
(Franskur málsháttur)

Megið þið eiga notalegt kvöld:-)
Sandra

Tuesday, July 18, 2006

Helgin

Var löt á laugardaginn, þunn og í spennufalli..
Sunnudagurinn var fjölbreyttur og notalegur og bauð. m.a. upp á húsgagnakaup, matarboð og vídjógláp:-)
Ætlunin var að kaupa nýja kommóðu fyrir nýja skápinn minn:-)
þar sem sú gamla var orðin gömul og of há.
Fór fyrst í Ikea en fann ekkert sem mér leist á þar, svo ég fór í Húsgagnahöllina og fann þar þessa fínu kommóðu sem passaði alveg inn í þau skilyrði sem ég setti, þ.e. lengd, breidd og dýpt:-)
Lét taka hana frá, þetta var líka sú eina sem var eftir og fékk hana senda uppsetta og tilbúna daginn eftir.
Eftir búðarferðina tókum við spólu og horfðum á hana, og fórum svo í matarboð og heimsókn til Jóa og Láru í Hafnarfjörð. Fengum þetta girnilega, gómsæta og vel útilátna kjúklingasalat með brauði og hrísgrjónum:-)
Eftir mat röltum við út í Hellisgerði(flottur og spes garður) sem var stutt frá. Það var gaman að koma þangað, enda í fyrsta skipti sem ég kom þangað..
Röltum svo heim aftur og fengum mjög ljúffengan og frískandi eftirrétt sem Lára útbjó, Aloverajógúrt og perujógjúrt blandað saman og epli og plómur bætt útí:-)

Langar að enda færsluna á að vitna í orð Dalai Lama um sjálfstraustið. Þessu hef ég reynt að fara eftir og unnið mikið í hjá sjálfri mér í gegnum Búddismann og orðið vel ágengt:-)

Tekið úr bókinni "Bókin um viskuna og kærleikann" eftir Dalai Lama (bls 12-13)
"Ef við gerum okkur grein fyrir því hvers við erum megnug og treystum á mátt okkar getum við skapað betri heim. Reynsla mín er sú að þar skiptir sjálfstraustið sköpum. Ég á ekki við blint sjálfstraust heldur vitneskjuna um hvers við erum megnug. Á þeim grundvelli getum við breytt okkur með því að efla með okkur kosti og draga af bestu getu úr göllunum".
Dalai Lama

Sunday, July 16, 2006

Hjartans þakkir

til ykkar yndislegu mannverur fyrir dásamlegan afmælisdag og mjög vel heppnað partý:-)

Bestu þakkir fyrir alla hjálpina við undirbúning, frágang, veislustjórn, skipulagningu og margt fleira.
Takk kærlega fyrir að hafa komið og samglaðst með mér, þakkir fyrir allar flottu og nytsamlegu gjafirnar, blómin, fallegu kortin og hlýju kveðjurnar, sönginn, leikinn, skemmtiatriðin, knúsin og frábæra og skemmtilega andrúmsloftið og stemminguna:-)
Það gekk allt upp og ég er mjög ánægð, glöð og hamingjusöm með afmælispartýið og daginn, og það sem skiptir líka miklu máli er að gestirnir voru ánægðir og fannst gaman:-)

Ég fékk svo mikið af gjöfum og er eiginlega orðlaus yfir þessu öllu saman.
Ég fékk alveg gullfallegan, stóran, sérsmíðaðan, framtíðar Butsudan(sem er skápur fyrir Gohonzon)með innbyggðum ljósum, og missti alveg andlitið og næstum því táraðist þegar ég sá hann, svo mikil var undrun mín og gleði:-)
Ég fékk dúnsæng og kodda, sem var meiriháttar því sængin mín var frekar gömul og lúin:-)
Ég fékk nokkrar góðar bækur sem tengjast Búddisma, perlur(sem var frábært því ég sleit hinar perlunar mínar við kyrjun um daginn),flott stórt hvítt handgert kerti með fjólublárri stjörnu í járnfötu, búið til í kertagerð Sólheima, kertastjaka og skál í stíl, trévíkingaskál, blóm, gjafakort í Kringluna og Smáralind, skemmtilegan geisladisk með Kim Larsen, fallega skartgripi(silfurhálsmen með bleikum steinum og eyrnalokka í stíl) og silfureyrnalokka með rauðum steinum, ilmspray, tösku, perlubuddu, steikarhnífarparasett og grilláhöld:-)
Enn og aftur, takk kærlega dúllurnar mínar:-)
Er alveg orðlaus og þakklát..

Friday, July 14, 2006

og allir saman nú:-)

ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæææli í dag
ég er 2*15 ára í dag:-)
Kveðja
Sandra afmælisbaby

Sunday, July 09, 2006

Hreyfing

er gott orð sem lýsir helginni vel:-)
Fórum í rúmlega 3 tíma gönguferð í gær á/ og í kringum Þingvelli í gær. Vorum 8 saman í hóp á tímabili en svo fækkaði hópnum niður í 6 manns.
Það var gaman að ganga á nýjum slóðum, gengum fyrst í gegnum Almannagjá og út að Gálgakletti, en snerum svo við og röltum út í Skógarkot þar sem eru miklar rústir og stórkostlegt umhverfi og fegnum okkur hressingu:-)
En mikið rosalega var þetta gott og endurnærandi að labba svona mikið..
Bókin "Hraunfólkið" eftir Björn Th. Björnsson er byggð að miklu leyti um líf og störf fólksins sem bjó á þessum slóðum.
Þegar heim var komið eftir þessa hressilegu gönguferð lagði ég mig aðeins, fór svo í sturtu og önnur föt og fór í heimsókn til vinkonu minnar þar sem við horfum á vidjó og skelltum okkur svo aðeins út að dansa:-)
Var mjög þreytt þegar heim var komið eftir mikla útiveru og hreyfingu um daginn og steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en um hádegi í dag:-)
Fórum í Árbæjarsafnið í dag, gaman að koma þangað og mikið að skoða.
Kíktum svo niður í bæ og fengum okkur ís;-)
Horfði á leikinn og er nýlega komin heim af búddafundi:-)


Leiðsögn dagsins er svohljóðandi:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for July 9

Even in times of hardship, the important thing is for each of us to determine that we are the star, protagonist and hero of our lives and keep moving forward. Putting ourselves down and shrinking back from the obstacles looming before us spell certain defeat. Through making ourselves strong and developing our state of life, we can definitely find a way through. As long as we uphold the Mystic Law throughout our lives, we can break through any impasse and surmount any obstacle. We will also be able to lead all those who are suffering to happiness.

Kveð í bili
Sandra þreytta

Friday, July 07, 2006

Beint

í sólbað að sjálfsögðu þegar þessi gula elska lætur loksins sjá sig:-)
Þvílíkur lúxus að geta bara lagst í sólstólinn , slakað á, hitað sér og kúrt í honum úti á svölum hjá sér;-)
Svo er stefnan tekin á bæjarferð í kvöld eða annaðkvöld til að dilla sér aðeins og fá sér snúning í góðum félagsskap:-)


Ætla að enda á skondu máltæki úr bókinni "Snjallyrði" í tilefni þessa letidags:-)
"Það á að fresta því til morguns, sem var látið bíða þar til í dag"
(Höf ókunnur)

Hafið það gott um helgina og gerið eitthvað skemmtilegt:-)

Wednesday, July 05, 2006

Meiriháttar

frettir sem ég var að fá:-)
Þannig er að það er persóna mér nákomin sem er að vinna mikið í sínum málum og aðstæðum núna , en sumt af því þokast hægt vegna ýmissa þátta.
Eitt af þeim málum sem við höfum kyrjað mikið fyrir leystist áðan þegar við fengum fréttir af mjög stórum sigri sem léttir okkur öllum, en þó einkum viðkomandi lífið :-)
Já, hvað maður verður glaður í sálinni þegar svona sigrar koma, og sérstaklega til þeirra sem eiga það svo sannarlega skilið og hafa barist fyrir því og ekki gefist upp þrátt fyrir hindranir:-)

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:
"Þegar Sensei talar um „fólk", þá er hann að tala um okkur öll. Við höfum ótrúlega hæfileika til að breyta heiminum. Leiðsögn Sensei er ekki fræðileg heldur fjallar hún um raunverulegt fólk. Um raunveruleikann. Finnið út hver er tilgangur lífsins. Ekki sóa tímanum. Takið ákvörðun núna. Leysið öll vandamál sem valda ykkur þjáningum. Leysið þau núna. Peningavandamál, sambandsvandamál, heilsuvandamál o. s. frv. Ekki vera „plöntur" sem bara „eru". Lifið lífinu. Ef þið getið sagt á kvöldin: „En frábær dagur. Ég hlakka til morgundagsins", þá eruð þið lifandi. Ekki bíða! Framkvæmið núna! Takið ákvörðun fyrir framtíðina, gerið langtímaásetninga, jafnvel þótt þið sjáið ekki fyrir ykkur hvernig þeir muni rætast. Ekki bíða. Núna er rétti tíminn"

Ricky Baynes, formaður SGI-UK

Monday, July 03, 2006

á kajak


Tek ég mig ekki vel út:-)

skemmtileg mynd


Tilbúin í slaginn:-)

Sunday, July 02, 2006

var

að koma inn úr dyrunum eftir mjög skemmtilegt og viðburðarríkt ferðalag:-)
Það er sko hægt að gera mikið á 3 dögum!

Lögðum af stað um 9 leytið á föstudaginn, keyrðum framhjá Borgarnesi og héldum áfram sem leiðin lá í gegnum A-Barðastrandasýslu, stoppuðum hjá flottum fossi í Gufudal og fengum okkur nesti:-)
héldum svo áfram í gegnum Öndunarfjörð, Arnarfjörð, yfir Hrafnseyrarheiði og inn í Dýrafjörð sem er rétt hjá Þingeyri, en áður en við komum til Þingeyrar stoppuðum við
hjá vatni þar sem frændfólk mitt var að veiða bleikju og silung:-)
Eftir stutt stopp þar héldum við áfram til Flateyrar þar sem frændi minn býr. Ég rétt skrapp inn og dreif mig svo að stað til Ísó til að hitta frænkur mínar:-)
Mikið var nú gaman að koma í húsið hjá ömmu og afa á Ísó (frænka mín býr þar núna) en þangað kom ég seinast fyrir rúmlega 15 árum þegar afi var enn á lífi;-)Eftir kaffisopa og kjaftasögur tók ég smá rúnt um Ísó og renndi aftur til Flateyrar þar sem ég ætlaði að gista um nóttina. Þegar ég kom var verið að grilla bleikjuna og mikið rosalega var hún bragðgóð og mjúk undir tönn:-)
Eftir matinn fórum við í heimsókn til ömmu, og líka í aðra heimsókn en ekki var kvöldinu þar með lokið því að um 10 leytið var okkur boðið óvænt að fá lánaða kajaka og leika okkur aðeins á þeim:-)
Við tókum boðinu og mikið var nú gaman að prófa að róa á kajak;-) þetta voru eins manns kajakar og gekk mér ágætlega að venjast honum og var frekar róleg, svamlaði um aðeins frá landi en treysti mér ekki til að fara jafn langt og hin og fékk því hjálp við að komast í land, lagðist í grasið og hvíldi mig á meðan ég var að bíða undir fuglasöng og sjávarnið:-)
Fórum svo að sofa um miðnætti..

Laugardagur:
Vaknaði um 9, fékk mér kaffi og fór að kveðja ömmu. Lögðum af stað um hádegið, fórum í samfloti á tveim bílum, frændfólk mitt á einum bíl og við á mínum. Ég var á leið í sveitina mína Barðaströnd(en þangað hef ég ekki komið í 10 ár) og þau í skemmtiferð út í Selárdal:-)
Keyrðum hluta af leiðinni til baka og stoppuðum aðeins við Dynjanda, rosalega er magnað að koma að þeim fossi. Keyrðum fram hjá Þingeyri, yfir Hrafnseyrarheiði og beygðum svo í átt að Bíldudal, í gegnum Reykjafjörð þar sem er staðsett gömul fræg útisundlaug og heimaslóðir langömmu minnar:-) Enduðum svo á Bíldudal, fengum okkur að borða og þar skildu leiðir þar sem við fórum í sitthvora áttina. Ég keyrði yfir Hálfdán og kom við á Patró, mínum fæðingarbæ, stoppaði aðeins í kirkjugarðinum og kíkti á leiðið hjá langömmu og langafa, tók svo rúnt á Patró og keyrði svo yfir Kleifaheiði og tók mynd af Kleifabúanum sem stendur vaktina á heiðinni:-)
Hann er svona sætur vörðukall sem vegavinnumenn hlóðu um 1950.
Þegar ég kom niður af Kleifaheiði kom sólin í ljós :-)
Dreif mig svo í Litluhlíð,og var komin þangað rétt um 5 leytið, kíkti í kaffi til Hönnu og Fúsa (bróðir afa) í sumarbústaðum sem stendur hjá bænum og skrapp inn í bæ til að skipta um föt og fá einn kaffibolla áður en ég skoppaði niður í gullfallegu, stóru fjöruna okkar með gula skeljasandinum og brjáluðu kríunum:-)
Skrifaði nafnið mitt, tók myndir og horfði yfir hafið:-)
Rölti svo aftur upp í bæ, og þá fórum við afi í bíltúr inn í kirkjugarð og út á Siglunes sem er löngu komið í eyði og búið að rífa bæinn en ég hef aldrei komið þangað;-)
Það er dálítill spotti að keyra þangað.
Þegar við komum heim aftur tölti ég upp í hlíð fyrir ofan bæinn, tók myndir, horfði yfir sveitina, slakaði á og kyrjaði:-)
Rölti svo um hlaðið, fór inn í öll húsin sem voru opin, var í miklu flashbakki, skoðaði allt sem hægt var:-)
Fór að lokum inn í bæ, fór inn í öll herbergin, skoðaði gamalt dót og hafði gaman af;-)
Allt var eins og í gamla daga, fyrir utan að búið var að mála einhver herbergi og henda nokkrum hlutum sem ég man eftir..
Það var alveg meiriháttar að koma aftur, rifja upp minningar og skoða í aðeins öðruvísi ljósi heldur en á yngri árum, og dugði mér alveg þessi stutti tími því ég var búin að gera allt sem ég ætlaði mér;-)
Svo kom frændi minn og fjölskylda úr sinni skemmtiferð og innkaupaferð á Ísó og eldaði mjög góða nýveidda steikta ýsu. Kvöldmaturinn var um kl. 21:00:-)
Eftir mat hvíldum við okkur aðeins og fórum svo í stutta gönguferð, og svo í rúmið um miðnætti..

Sunnudagur:
Vaknaði rúmlega 9, fór í sturtu, klæddi mig og fékk mér kaffi og brauð,og tók því rólega til rúmlega 11, en þá fór ég að tygja mig af stað, til að hafa nógan tíma til að komast á Brjánslæk til að taka Baldur um hádegið. Keyrði úteftir, kom við í Krossholti(pínulitla þorpinu) og tók myndir af gamla skólanum Birkimel, hélt áfram, keypti miða í Flakkaranum og keyrði niður í bátinn. Kom mér vel fyrir í sjónvarpssalnum, fór upp á dekk og horfði á sveitina fjarlægast, fór svo niður, fékk mér kaffi og sofnaði svo í góðu sætunum, án þess að taka sjóveikipillu:-)
Varð ekkert sjóveik sem er alveg merkilegt, það sýnir bara hvað þetta skip er miklu betra en það gamla:-)
Var komin í Stykkishólm klukkan 3 og ákvað að taka stuttan rúnt inn á Snæfellsnes en fór ekki lengra en á Grundarfjörð þar sem ringdi eins og hellt væri úr fötu. Kom svo í bæinn um kvöldmat:-)

Vestfirðir eru einn af fallegstu stöðum á landinu, það er alveg magnað að keyra á þessu svæði, upp og niður fjöllin, gullfallegt útsýni og mikil náttúrfegurð og að vera á milli fjalls og fjöru, ja, ég er búin að vera það alla helgina:-)
Get sagt að ég hef nánast farið um alla Vestfirði undanfarið og mæli sterklega með því að þið ferðist um Vestfirði ef þið hafið ekki gert það nú þegar, það er alveg þess virði og meira en það:-)

Er mjög lúin núna, ætla að horfa á spólu og kúra, og er mjög ánægð með ferðina, þar sem að flestallt gekk upp:-)
Heyrumst

P.s. linkur fyrir þá sem hafa frekari áhuga á Litluhlíð:-)