Sunday, July 23, 2006

Var

að útrétta um allan bæ með mömmu á föstudaginn. Kom aðeins heim til að pása áður en ég fór út aftur og hitti þá svo skemmtilega á að Jói og Lára voru að kyrja fyrir framan nýja skápinn minn:-)
Tók að sjálfsögðu þátt í kyrjun og svo fórum við öll út aftur, þau á leiðinni í ferðalag og ég að útrétta aðeins meira:-)
Kom aftur heim seinnipartinn, fékk mér snarl og kríublund og fór svo til hennar Heiðar vinkonu minnar.. Við náðum okkur í kínamat, nammi og DVD mynd og sátum svo og borðuðum, horfðum og kjöftuðum til rúmlega 2 um nóttina, en þá gat ég varla haldið augunum opnum lengur;-)
Var alveg búin á því enda hafði ég verið vakandi frá klukkan 9 um morguninn..
Svaf til hádegis á laugardaginn og tók því rólega heima, glápti á imbann og DVD, var í tölvunni og þvo þvott og dunda mér:-)
Hringdi svo í frænku mína frá Ísó sem ég hef ekki séð í mörg ár en hún er flutt í bæinn, ásamt kærastanum sínum..
Við vorum oft saman að leika og spjalla á árum áður þegar ég var í heimsókn á Ísó, en svo hefur sambandið rofnað eins og oft vill verða. Því ákvað ég að hafa samband svona til að styrkja aðeins böndin og láta vita af mér.
Þau voru á leiðinni í bæinn eftir að hafa verið á golfmóti á Hveragerði allan daginn og buðu mér í heimsókn:=)
Ég þáði boðið að sjálfsögðu og það var gaman að hitta þau, ég hef aldrei hitt kærastann áður né heldur vin þeirra sem var líka í heimsókn. Það var slegið upp spilakvöldi og spiluðum við til rúmlega miðnættis, en var ég þá orðin lúin( og búin að vinna spilið) og kvaddi:-)
Undanfarna daga hef ég verið óhrædd við að hitta nýtt fólk og endurnýja gömul kynni og prófa nýjar aðstæður, sem hefur verið gaman, gefandi og þroskandi:-)
Vil ég því enda pistilinn á tveimur góðum gullkornum sem endurspegla undanfarna daga:-)

1. "Okkur binda bönd. Tími og rúm setja vináttunni engin mörk".
(Linda Macfarlane)
2. "Ánægjan af því að gera eitthvað nýtt felst að miklu leyti í tilhugsuninni um að segja góðum vini frá því".
(Linda Macfarlane)

Er farinn í fataleiðangur til að nota öll gjafakortin sem ég fékk í afmælisgjöf:-)
Góðar stundir
Sandra