Sunday, December 31, 2006

Áramót

Gleðilegt nýtt ár

og kærar þakkir fyrir árið sem er að líða.
Hittumst hress á nýja árinu.

Hafið það sem best í kvöld og skemmtið ykkur fallega :-)
Áramótakveðjur
Sandra

Friday, December 29, 2006

Góðan daginn

Jæja, hvað segið þið í dag?
Maður verður nú frekar latur að vera í svona fríi, vakir fram á nótt við að glápa á vídeó og sefur fram að hádegi!
Meira kæruleysið:-) en samt notalegt og ljúft líf..
En ég hef nú samt ekki bara legið í leti, fór t.d. í leikfimi í fyrradag eftir 2 mánaða letikast!
Í gærkvöldi var léttur og skemmtilegur fundur/hittingur hjá ungmennadeild búddista þar sem við kyrjuðum, horfðum á stuttan bút úr fræðslumynd, borðuðum, kjöftuðum og spiluðum saman. Mjög gaman, hvetjandi og hressandi að kíkja þangað:-)
Hvað er svo planið í dag? Kannski að kíkja á útsölu ef ég nenni í það brjálæði, kíkja kannski í heimsókn, og jafnvel skella sér aftur í leikfimi;-)

jamm svona er lífið hjá kennaranum í sveitinni um jólin:-)

Vil enda á leiðsögn dagsins:
Ástundun Búddhisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi Búddhisma Nichiren Daishonins og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja að fylgja okkur á vegi trúarinnar (Ikeda)

Bestu kveðjur
Sandra

Sunday, December 24, 2006

ég fæ jólagjöf:-)

Takk kærlega fyrir allar fínu gjafirnar:-)
Fékk bækur, konfekt, skó, krem, kerti, óróa, styttu, skál, dvd, rúmföt, baðsápur, og stafræna myndavél:-)
Ég prófaði að sjálfsögðu græjuna, og tókst að flytja myndirnar úr vélinni í tölvuna og læt því hér inn eina mynd til sönnunar:-)



Vona að allir hafi átt notalegt kvöld og séu saddir og sælir;-)

Kveðja
Sandra stafræna...

Aðfangadagur

Kæru vinir og vandmenn nær og fjær.
Ég óska ykkur alls hins besta á þessum hvíldar, friðar, gleði og kyrrðardögum:-)
Njótið þess nú að borða fínan mat og annað góðgæti, vera með fjölskyldu og vinum, gefa og fá fallega pakka, og hvíla ykkur á sál og líkama :-)
Hjartans þakkir fyrir góðar samverustundir á þessu frábæra, skemmtilega, yndislega og viðburðarríka ári sem senn er á enda.
Megið þið hafa það sem best á nýju ári:-)
Jólakveðjur
Sandra

Friday, December 22, 2006

Leiðsögnin í dag á vel við í jólaamstrinu

Sé skyggnst djúpt, felst hamingjan í því hvernig þú byggir upp trausta tilfinningu fyrir sjálfi eða verund. Hamingjan felst ekki í ytri viðmiðunum eða hégóma. Hún byggir á því sem þú upplifir hið innra, hún er hinn djúpi ómur þíns innra lífs. Að fyllast dag hvern tilfinningu gleði og tilgangs, að verkefni sé leyst af hendi og upplifa djúpa fullnægju – fólki sem þannig líður nýtur hamingju. Þeir sem upplifa þessa innri fullnægju, jafnvel þó þeir séu fram úr hófi uppteknir, eru miklu hamingjusamari en þeir sem hafa nægan frítíma en stríða við tómleikatilfinning hið innra(Ikeda)

Vil óska henni Elínu minni hjartanlega til hamingju með 30 ára afmælið:-)
Velkomin í hópinn mín kæra:-)

Thursday, December 21, 2006

Jólafrí

Jæja, þá er ég komin í jólafrí frá vinnunni:-)
Búin að hafa nóg fyrir stafni undanfarið í allskyns viðburðum, fundum, heimsóknum og fleira skemmtilegt.

Í gær var mér boðið í tvö "litlu jól". Það fyrra var um daginn í vinnunni þar sem við fengum kökur, kaffi og konfekt, hlustuðum á upplestur úr nýrri bók og skiptumst á jólagjöfum:-)
Seinna boðið var með vinkonum mínum í gærkvöldi í heimahúsi þar sem við borðuðum ljúffengar veitingar sem við komum með, ávaxtarétt, ísköku, doritos og snakkgrænmetissósu, kjöftuðum saman og skiptumst á jólapökkum:-)

í gær var jólaballið hjá krökkunum í salnum og "litlu jól" í stofunni þar sem við gáfum þeim jólakort frá okkur, og lásum sögu. Við fengum líka jólapakka og jólakort frá þeim og það eru þau jólakort sem mér þykir einna skemmtilegast og vænst um að fá, ásamt myndakort af börnum vina og ættingja:-)
Ég segi það ekki, það er alltaf gaman að fá jólakort og fallegar kveðjur, en þessar tvær tegundir eru mínar uppáhalds, og hef ég fengið nokkur svoleiðis og vonast jafnvel eftir fleirum:-)

Ég á eftir að jólast aðeins meira, kaupa nokkrar gjafir og skrifa jólakort, og er á leið í klippingu:-)
Góðar stundir
kennarinn í langþráða jólafríinu;-)

Leiðsögn dagsins:
Mannkyni nútímans skortir von og hugsjón fyrir framtíðina. Það er einmitt af þessari ástæðu sem Bodhisattvar Jarðar hafa birst. Ef þið væruð ekki hér, myndi framtíð mannkyns vera dökk og andleg hnignun óhjákvæmilega framundan. Þessi er ástæða þess að þið hafið fæðst á þessu tímaskeiði og gegnið virku hlutverki í þjóðfélaginu. Þetta er merking orðsins jiyu, eða 'spretta upp af jörðinni.' Sem afleiðing af þessu, mun hvert og eitt ykkar vissulega öðlast hamingju. Verið þess fullviss að þið munuð lifa æviskeið yfirfullt af góðri gæfu um hinar þrjár tilvistir fortíðar, nútíðar og framtíðar(Ikeda)

Wednesday, December 13, 2006

Fullt af fréttum

Já, er búin að fá margar fréttir í dag (og undanfarna daga) af góðu fólki í kringum mig.
Flestar þeirra eru góðar og jákvæðar fréttir, t.d. frábærar fréttir frá vinkonu minni í búddismanum sem er búin að fá nokkra frábæra ávinninga nýverið og unnið stóra sigra í sínu lífi;-)
Ein vinkona mín er að koma í heimsókn til Íslands í desember, önnur vann til verðlauna, og svo mætti lengi telja..
En ég hef líka fengið fréttir sem eru ekki eins góðar en vonandi bjargast það allt saman. Ég ætla að kyrja vel fyrir viðkomandi og senda baráttukveðjur..

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:

Búddaland fyrirfinnst hvergi annars staðar en þar sem þú ert núna. Það finnst í varanlegri iðkun hvers og eins og er byggt á trú, til að breiða út hinar sönnu kenningar Búddismans sama hvað kann að gerast. Það er með ákveðni hvers og eins að bjóða erfiðleikum byrginn og yfirstíga þjáningu(Ikeda)

Megið þið eiga góða daga framundan.

Saturday, December 09, 2006

Leikhús

Fór í leikhús í gærkvöldi í góðum félagsskap Jóa, Láru og mömmu.
Sá hið stórskemmtilega verk "Viltu finna milljón" í Borgarleikhúsinu og hló mikið og oft. Mæli eindregið með þessari sýningu:-)
Það hefur nú örugglega verið dálítið skondið að fylgjast með mér í gær þar sem ég lifði mig alveg inn í leikritið á köflum ( svona eins og börnin) og sagði ýmislegt um það sem var að gerast á sviðinu, sérstaklega þegar skjalataskan átti í hlut;-)
Þeir sem hafa séð verkið vita hvað ég á við:-)
Jæja, nóg um það, er að fara í Smárann í leit að ákveðnum jóla og afmælisgjöfum..
Hafið það gott um helgina.

Leiðsögn dagsins fjallar um að sá fræjum Búddismans.
Þeir sem hafa heyrt Nam-myo-ho-renge-kyo hafa fengið fræ Búddisma Nichiren Daishonins plantað í líf sitt. Hvort sem þeir meðtaka hann eða afneita honum munu þeir örugglega einhvertímann vakna til vitundar um stórfengleika þessa Búddisma og hefja för sína til uppljómunar. Þetta færir sönnur á stórkostlegt mikilvægi Shakubuku og hinn feiknalegan kraft Gohonzon sem er ofar mannlegum skilningi að mæla.

Wednesday, December 06, 2006

Smá flashback.

Er hér með hluta af færslu sem ég skrifaði fyrir um ári síðan, en langar til að setja hana aftur hér inn því ég hef verið að upplifa þetta nokkuð oft undanfarið:-(

Af hverju eru börn svona grimm og vond hvert við annað? hvurskonar dýrs- og grimmdareðli hafa þau í sér. Stundum mætti halda að þau væri uppi á vitlausri öld, þau mundu passa betur inn í hugsunarháttinn sem var uppi á víkingaöld, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, "ef þú ert að stríða/meiða mig sendi ég stóru systur/bróður til að lemja þig" eða nota markvisst einn stóran og sterkan vin/bekkjarfélaga til að hefna! Ég skil ekki svona, skil stundum ekki hugsunina hjá þessum litlu krílum.


Af hverju missir fólk sig í aðstæðum /umhverfi þar sem maður síst býst við því og á jafnvel engan vegin við?
Fólk sem maður hefur kannski bara séð eina hlið á,
ok allir eru mannlegir og allt það en sumt (pirring, áhyggjur...) skilur maður bara eftir heima, tekur ekki með sér út í bæ /í ákveðnum félagsskap!

Jólaföndurskveðjur:-)
Sandra

jólaskóli??

Nei, bara smá grín:-)
Kennsla, innlögn, vinnubækur og lærdómur?
undanfarið og framundan höfum við mikið verið í verkefnum sem tengjast jólunum með einum eða öðrum hætti.
T.d. höfum við lært að búa til endurunnin kerti sem var mjög skemtilegt og flott verkefni:-)
Það er að sjálfsögðu búið að pakka þeim inn í jólapappír og útbúa kort með.
Börnin búa til í skólanum fullt af gjöfum sem þau fara með heim fyrir þessi jól, innpökkuðum og með slaufu:-)
Það er líka flott hvernig hugmyndaflugið fer af stað þegar þau fá að búa til jólapappír. Þau fá hvítan maskínupappír og skreyta hann að vild, teikna myndir, klippa út myndir úr gömlum jólapappír og líma á hvíta pappírinn.
Þetta kemur mjög skemmtilega út og úr verður nýr jólapappír:-)
Það var líka samsöngur á sal í dag þar sem jólalögin voru æfð.
Þar sem ekki eru nema um 250 nemendur í skólanum getum við verið öll á sal í einu, það er svolítið flott og sérstakt að taka þátt í þannig viðburðum..
Nú svo á morgun verður jólaföndursdagur og svo endum við vikuna á kirkjuferð á föstudaginn.

Smá getraun..
Hvað kom orðið pappír oft fyrir í færslunni :-)

Leiðsögn dagsins er svohljóðandi:
Bíll sem virkar ekki er ekki gagnlegur. Líf hefur aðeins tilgang ef maður sækist eftir að verða hamingjusamur. Það er manneskjunni náttúrulegt að gefa framlag sitt á einhvern hátt til þjóðfélagsins á þann hátt sem þeir lifa. Gegnum verk okkar af iðkun og trú, í öðrum orðum, shakubuku og aðrar athafnir við að breiða út Búddismann, getum við gefið okkar mesta framlag til þjóðfélagsins á sem bestan hátt (Ikeda)