Tuesday, September 26, 2006

Allt

á útopnu undanfarið.
Vinna, afmæli, heimsóknir, vidjógláp, kyrjanir og ungrakvennafundir:-)
Var orðin slöpp á sunnudag, fór í vinnu í gær,
og svo búmm, kýld niður af ljótu flensupest:-(
Jákvæða hliðin á því að fá þetta núna er að þá klára ég veikindin fyrir foreldraviðtöl í næstu viku og Skotlandsferðina um næstu mánaðarmót..+

Leiðsögn dagsins:

Bodhisattvar verða alltaf að hafa hugrekki í hjarta. Með trausti getur hver og einn breytt eitri í meðal. Lífið er eilíft. Manneskja sem hefur vaxandi og sterk tengsl til Gohonzon mun örugglega verða bjargað frá þjáningu. Verið sterklega sannfærð um að það er leiðin að stórkostlegum krafti Búddisma Daishonins.
D.Ikeda

Megið þið eiga góðan dag..

Monday, September 18, 2006

Markmiðum náð

Halló krúttin mín. Margt búið að gerast síðan ég skrifaði seinast.

Var á Búddistanámskeiði um helgina. Mjög gaman og frábært námskeið. Náði því markmiði sem ég setti mér að ná mér í mikla og góða orku og komast í hátt lífsástand:-)

Það var mikil og góð dagskrá frá morgni til kvölds, ég vaknaði snemma og fór seint að sofa. Fékk góða fræðslu,kyrjun,hvatningu og fallegar gjafir.Tók ábyrgð, t.d. að vekja meðlimi, sjá um kaffið, vísa í herbergi, og var útnefnd hverfisleiðtogi ungra kvenna í hverfinu mínu:-)
Lenti líka óvænt í að taka þátt í frábæru og fyndnu skemmtiatriði þar sem ég lék flugfreyju sem var mjög gaman:-)
Jamm það var magnað að komast á námskeiðið núna akkúrat þegar ég þurfti á því að halda,ég hef nefnilega verið í pínu lægð undanfarið..
Lenti í hindrunum áður en ég fór og svo aftur nú í morgun þegar ég kom í vinnuna. Vona samt að ég hafi náð að leysa það mál ágætlega svona a.m.k. í bili og kyrjaði fyrir hamingju viðkomandi fjölskyldu áðan.

Gaman að sjá að ég var hvatning fyrir vinkonu mína sem byrjaði loksins að blogga aftur;-)

Er nú að fara aftur upp í skóla til að kynna og fræða foreldra nemenda okkar aðeins um skólastarfið, námsefnið og margt fleira á svokölluðu skólafærninámskeiði:-)
Krökkunum finnst það alltaf jafnfyndið þegar við segjum þeim að mamma og pabbi séu að koma að læra eins og þau:-)

Leiðsögn dagsins er í samræmi við undanfarna daga og námskeiðið:

Þar sem öll starfsemi innan SGI er búddhísk iðkun varðar miklu hvernig við stöndum að henni og hverju við komum til leiðar með athöfnum okkar. Munið að einmitt með þessum athöfnum getum við fundið leiðir til að leysa til fulls hvert og eitt persónulegt vandamál.
D. Ikeda


Hafið það gott..
Sandra

Sunday, September 03, 2006

Góðir dagar horfnir á braut

Hef haft að nóg að gera undanfarið:-)
Langir og skemmtilegir vinnudagar, fyrst að kenna þessum dúllum og svo eftir það er alltaf nóg af verkefnum, undirbúningur, ljósritun, fundir, föndur, senda póst, ganga frá stofunni, og margt fleira;=)

Hefur verið nóg um að vera í búddismanum sem er alveg frábært, nokkrir fundir og opin kyrjun og svo er alveg að koma að haustnámskeiðinu okkar sem ég hlakka mikið til að fara á :-)

Hef verið í góðu sambandi við vinkonur mínar (sumar þeirra hef ég ekki hitt lengi) og gert margt skemmtilegt með þeim, t.d. fórum við á kaffihús, kjöftuðum í síma, horfðum á vidjó, fórum í ræktina og dilluðum okkur á dískóteki:-)
Fékk óvænt heimboð frá frænku minni eitt laugardagskveld fyrir nokkru þar sem hún bauð mér að koma og spila sem var mjög skemmtilegt:=)
Já, það er svo sannarlega yndislegt að vera til þessa dagana:=)

Leiðsögn dagsins er eins og töluð úr mínu hjarta:

Allir upplifa harðræði og vandamál. Maður gæti jafnvel gengið svo langt að segja að allt mannkynið sé fast í endalausum hring þjáninga. Trúin gerir okkur kleift að yfirstíga fjall þjáninga, uppfylla þrár okkar og opna frjósemisakra öruggs og friðsæls lífs. Þegar þú heldur áfram að kyrja hvort sem það er í þjáningu eða gleði, muntu opna fyrir greiðri leið að varanlegri hamingju.
Ikeda

Megið þið eiga dásamlega og fjölbreytta viku:-)