Saturday, February 04, 2017

Það

voru nokkrir viðburðir í desember.

Jólakvöld Blásala var haldið 2. des. Skemmtilegt kvöld með fínum mat, pökkum, dansi, leikjum og miklum hlátri:-)

 Helgina 3. og 4. des komu Gunnar og Birgir í heimsókn og pössun...
Fór í jólakaffi með vinkonum mínum 8. des, smákökur, jólakakó og mikið spjallað:-)

Sunnudaginn 11. desember söng ég með kórnum mínum í messu í Lágafellskirkju og svo fórum við í Smáralindina og sungum nokkur jólalög:-)

Mamma átti afmæli 13. des og kíkti ég í kaffi um kvöldið, en sunnudaginn 18. des fóru ég, mamma, Jói, Lára og strákarnir út að borða á steikarhlaðborð á Aski í tilefni afmælis mömmu:-)

Jólin og áramótin voru róleg og gott að fá smá vinnufrí:-)
Ég, Gunni og mamma vorum hjá Jóa, Láru og strákunum á aðfangadag og svo komu Jói og co í mat á annan í jólum:-)
Jói og Birgir komu svo í mat á nýjársdag:-)

 Janúar:

Fór til Heiðar vinkonu í vidjókvöld 14. jan.
Sunnudaginn 22. jan hitti ég Hebu og Þórunni, þar sem Heba var á landinu:-)

Laugardaginn 28. jan komu Gunnar og Birgir í pössun þar sem Jói og Lára fóru á tónleika...
Þau komu og sóttu Birgi seint um kvöldið, en Gunnar gisti hjá okkur:-)
Ég, Gunni og Gunnar fórum svo á stórskemmtilega leiksýningu sem heitir Skilaboðaskjóðan í leikhúsinu í Mosó á sunnudeginum; fjörug og flott sýning, dans og söngur, saga um nátttröll, ævintýrapersónur, dverga og fleiri verur :-)

Í gær var starfsdagur í vinnunni, vorum með fundi fyrir hádegi og fórum svo á flotta og fjölmenna ráðstefnu fyrir starfsmenn leikskóla Reykjavíkur eftir hádegi...

Á morgun er skírnardagur Alexöndru litlu frænku í Norge, og ég fer í 2.ára afmæli hjá Arnari Geir sem er sonur Heiðar vinkonu:-)

Vona að þið eigið góða helgi:-)