Sunday, September 27, 2020

Strákarnir

 komu í heimsókn síðustu helgi á meðan Jói fór í ræktina og náði því markmiðinu sínu að lyfta 250 kílóum😀

 Í gærkvöldi kíkti ég í heimsókn til Heiðar vinkonu minnar, pizza og nammi, spjall og hlátur og gömul vídjómynd sem við horfðum á með öðru auganu:-)

Í dag fórum við mamma á Gamla Kaffihúsið, fengum okkur steik og meðlæti og kaffi og köku í eftirrétt:-)

Á döfinni í næstu viku er kóræfing og tannlæknatími...

 Undanfarnar tvær vikur hefur þriðja bylgja faraldursins gengið hér yfir allt landið;-(

Mikið af smitum var rekið til skemmtistaða og kráa og var þeirri starfsemi því lokað í tvær vikur..

Nú eru 455 manns á aldrinum 0-90+ ára í einangrun, 1859 manns í sóttkví, 4 á spítala og 1 á gjörgæslu í öndunarvél.

Rúmlega helmingur af þeim sem greinast eru í sóttkví við greiningu..

Það eru einkum tveir "hópar" sem fjölmennastir í sóttkví og einangrun að þessu sinni.

Það eru rúmlega 200 starfsmenn Landspítalans frá vinnu, spítalinn er á hættustigi núna vegna ástandsins og fresta hefur þurft aðgerðum og verkefnum.

Svo er fjölmennur hópur nemenda og starfsmanna á öllum skólastigum í sóttkví og einangrun og því er mikið um lokanir skóla og frístundaheimila  og er nær eingöngu kennt í fjarnámi á framhalds- og háskólastigi þessa dagana...

já þetta er ekki glæsileg staða en vonandi næst að kveða þessa bylgju niður sem fyrst.. 

Ekki er búið að herða aðgerðir ennþá, en ef þetta heldur svona áfram að 20-70 manns greinist á hverjum degi þá verður væntanlega gripið til aðgerða...

Eigið góða viku og farið vel með ykkur...

Kv, Sandra lata...

Monday, September 14, 2020

sitt

lítið af hverju..
nú eru nokkrar vikur liðnar af skólastarfinu , það hefur gengið að óskum og ekkert óvænt komið uppá..
Ég er í 1. bekk ásamt tveimur öðrum stuðningsfulltrúum og 2 umsjónarkennurum og líkar það vel:-)

Þessa dagana er borgin að spara í mannaráðningum og fjármálum og því hef ég ekki enn fengið starf á frístundaheimilinu eins og síðastliðin ár, en það er aldrei að vita hvernig staðan hjá borginni og í samfélaginu verður á komandi mánuðum...

Gunnar kom í heimsókn og gistingu síðastliðin föstudag:-)
Hann var duglegur í heimalestrinum og svo áttum við kózýkvöld, horfðum á bíómynd og fengum okkur snakk og ís..


á morgun byrja kóræfingar aftur eftir langt hlé:-)

Við æfðum alltaf á miðvikudagskvöldum í skólahúsnæði hér í Mosó, en þar sem við megum ekki nota það húsnæði a.m.k. út september vegna sóttvarnaráðstafana munum við æfa í kirkjunni í Mosó á þriðjudagskvöldum tímabundið...

Fer svo í klippingu á miðvikudaginn...

Fór í Smáralind á laugardaginn þar sem að Hagkaup var með 70% afslátt af fatnaði vegna þess að þeir eru að hætta að selja fatnað;-(
Keypti smávegis þar bæði á mig og líka í gjafir:-)

Nú er búið að rýmka samkomutakmarkanir þannig að  nú mega 200 manns  koma saman, miðað er við 1 meters fjarlægðarreglu og sóttkví innanlands verður 7 dagar í stað 14 daga áður.. ef sýnataka í lok sóttkvíar er neikvæð...en fólk sem er að koma úr sóttkví á samt að fara varlega í nokkra daga á eftir...

Jamm, svona er nú ástandið í dag...
farið vel með ykkur og eigið góða viku...