Sunday, April 16, 2023

sem

 betur fer náðust samningar við Eflingu og því varð ekkert úr víðtæka verkfallinu hjá þeim og verkbanninu sem Samtök atvinnulífsins voru búin að boða.

Dagana 10. og 11.mars voru æfingabúðir og árshátið hjá kórnum. Við vorum í sal í Kópavogi (sama og í fyrra). Vorum með æfingu á föstudagskvöldinu og  á laugardeginum frá c.a 10 - 17:00. Síðan skrapp fólk aðeins heim og kom svo aftur rúmlega 19:00 á árshátíðina.  Fengum góðan mat frá Grillvagninum, það voru skemmtiatriði, söngur, dans, tónlist, leikir, hlátur, spjall, gleði og gaman saman😀

18. mars fór ég í fermingu hjá Dalíu sem er dóttir Fífu og Pésa frænda . Það var fínasta veisla sem var haldin í sal í Vatnsendahverfinu.. 

Föstudaginn 24. mars fórum ég og mamma á leikritið: Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu. Það var ágætis gamanleikrit eftir  William Shakespeare í nútímauppfæslu. 😊

Það var gott að komast í páskafrí í byrjun apríl.😉 Í fríinu fór ég m.a. í Kringluna, þvoði bílinn, fór í gönguferðir, var sófadýr sem horfði á imbakassann, fór í sund, nuddpottinn og gufuna og svo fór ég tvisvar í bíó. Fyrst með Heiði vinkonu þriðjudaginn 4. apríl, fórum í Egilshöll, fengum okkur pizzu og sáum svo hasarmyndina John Wick: Chapter 4. Föstudaginn 7. apríl fórum við Gunni svo í Egilshöllina að sjá hrollvekjuna The Pope's Exorcist. Mæli með báðum þessum myndum.. 😎
 
Í gær fór ég í fermingu hjá Írísi dóttur Ágústu frænku. Það var fínasta veisla  sem var haldin heima hjá þeim og við vorum mjög heppin með veðrið, sól og sumar..
 
Nýjustu fréttir af myglumálum í vinnunni er þær að 1.-7. bekkur er komin í hús, en 8.-10. bekkur klárar önnina í Ármúla.. Svo veit engin hvernig þetta verður í haust, kemur allt í ljós...
Jamm, þetta er nóg í bili, eigið góða viku og farið vel með ykkur..