Saturday, May 28, 2011

vaknaði

snemma í morgun, fór í sturtu og klæddi mig og náði í Heiðu (sem var valkyrja í dag) í leiðinni á laugardagskyrjun:-)
Eftir kyrjun og fræðslufyrirlestur keyrði ég niður í bæ í sólskininu..
ég kíkti í Kolaportið og keypti mér flatkökur og ástarpunga;-)
Síðan fór ég í bókasafnið og náði í nokkrar bækur.
Þegar ég var búin að skila þessu í bílinn rölti ég upp Laugaveginn í sólskini, fann mér kjól og tréhálsmen á leiðinni uppeftir og síðan ætlaði ég að jafnvel að taka þátt í Mannréttindagöngunni sem átti að byrja kl 15:00. En þegar ég kom upp á Hlemm rétt um 3 leytið var engin ganga þar, svo ég rölti bara aftur til baka niður Laugaveginn í rigningu...
Þegar ég kom til baka í bílinn var ég orðin nokkuð blaut en ánægð og glöð með daginn:-)
Svo sá ég í fréttunum að gangan hafði farið frá Bónus neðar á Laugaveginum...

Annars hafa dagarnir liðið mishratt og allt verið í dglegri rútínu, ég fer í vinnuna og hef verið frekar löt eftir vinnu og jafnvel um helgar, en ég hef þó kíkt í bíó, á bæjarrölt og búðarráp, kíkt á næturlífið, farið á kyrjanir og fundi, hangið í tölvunni og horft á vídjó og sjónvarpið, passað Gunnar Aðalstein, farið í afmæli og heimsóknir og stundað smá leikfimi, skroppið í sund, göngutúra og skokkað aðeins:-)

Já, ég er glöð, í góðu jafnvægi og nokkuð háu lífsástandi, róleg og hamingjusöm, nýt lífsins og litlu hlutanna í kringum mig, það gengur allt vel hjá mér og ekkert sérstakt í gangi í umhverfi mínu;-)

Auðvitað skiptast á skin og skúrir og það eru misjafnir dagarnir með öllum sínum ævintýrum, uppákomum, fréttum, hindrunum, sorg og gleði, en hugarástand okkar skiptir svo miklu máli þegar við tökumst á við daginn;-)
sjáum við hlutina í neikvæðu eða jákvæðu ljósi, lítum við á þá sem tækifæri eða erfiðleika, leysum við þetta auðveldlega eða flækjum við jafnvel enn meir og búum til mál, styrkir þetta eða brýtur niður, hvernig eru viðbrögðin...

Jæja, læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða helgi og njótið hvers dags þó sumarið og veðrið sé eitthvað að stríða okkur þessa daganna:-)
Það hlýtur einhvern tíma að koma gott sumarveður hér á Fróni:-)
Sumarkveðjur, knús og kossar...
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda.

12.maí

Ég vil að þú skiljir hárnákvæma starfsemi hugans. Það, hvernig þú stillir huga þinn og öll framkoma þín hefur mikil áhrif á sjálf þitt og umhverfi. Búddíska kenningin um að hvert augnablik innihaldi þrjú þúsund möguleika, útskýrir fullkomlega hinn sanna kjarna lífsins. Í gegnum kraft okkar innri styrks, getum við umbreytt sjálfum okkur, fólki í kringum okkur og landinu sem við búum í.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda