Sunday, August 11, 2013

fór

í lítið ferðalag um daginn.
Keyrði Krýsivíkurleiðina, beygði inn á Suðurstrandaveg (sem liggur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur) og keyrði sem leið lá í átt að Grindavík, beygði svo inn á afleggjara sem á stendur Selatangar, það er svolítið spotta frá Grindavík:-)
Skoðaði Selatanga sem er gömul verstöð, fullt af uppistandandi rústum og mikið að skoða á stóru svæði:-)
Gekk þarna um í 1 - 1 og hálfan tíma og náði samt ekki að skoða allt saman...
Flott svæði og magnað að koma á þennan stað;-)
Myndavélin var því miður ekki með í för þennan dag, en ég mæli með að þið kíkið þarna einhverntíma:-)

Annars  allt rólegt, fór í Elliðaárdalinn í dag í 5 - 6 km sniglaskokk og þreif bílinn að innan og rygsugaði rykið eftir malarvegina sem ég hef keyrt aðeins í sumar;-)

nú er fríið barasta búið, vinna á morgun, sumarbústaður næstu helgi þar sem vinkona mín ætlar að halda upp á afmælið sitt og svo maraþonið helgina á eftir;-)

Óska ykkur góðrar viku...
Sandra syfjaða..

Thursday, August 01, 2013

ljúft

að vera í sumarfríi:-)
Hef haft ýmislegt fyrir stafni; sofið út, skroppið í útréttingar, farið til tannsa, legið í heita pottinum, hangið í tölvunni, farið í klippingu, kíkt  í búðir, horft á vidjó, látið skipta um viftureim í bílnum og eitthvað fleira..
Á mánudaginn í síðustu viku kom svo svakalega gott veður hér í sveitinni að ég dreif mig niður í geymslu,  náði í sólstólinn og lá í sólbaði á svölunum í 20 stiga hita og logni:-)
Kíkti á kaffihús niður í bæ í vikunni, sat í sólinni með hinum túristunum, fékk mér kaffi og horfði á mannlífið..

Síðastliðinn fimmtudag  fórum við Mosóbúarnar í morgunmat til Jóa, Láru og Gunnars:-)
Það var komið við í bakaríinu og keypt brauð, ost, smjör, skinku, vínarbrauð og djús og svo borðuðum við úti í garði í góðu veðri, sátum lengi, spjölluðum, hlógum, lékum við Gunnar og ég prófaði hengiróluna, yndisleg samverustund í sólinni;-)
Það komu fleiri gestir á meðan og þegar við vorum að fara og það var víst gestagangur í garðinum fram á kvöld;-)

Fór á föstudaginn  í gönguferð í Mosó, fór nýja leið í þetta skiptið upp að Tungnafossi sem er rétt hjá Leirvogstunguhverfinu,, flott leið en var því miður ekki með myndavélina;-)

Laugardagurinn var dagur smá ferðalaga:-)
Vaknaði í mjög góðu veðri, fór í sturtu og klæddi mig.
Lagði svo af stað til Akranes þar sem ég var búin að mæla mér mót við konu sem var að selja ákveðna bók sem mig langaði mikið til að eiga og búin að leita að út um allt:-)
Keyrði göngin, keypti bókina, fór niður í fjöru, settist á stóran stein, sat þar nokkra stund í rólegheitum, horfði á sjóinn og sleikti sólina í rúmlega 20 stiga hita:-)
Ákvað að fara Hvalfjörðinn til baka, langt síðan ég hef keyrt hann, það var mjög gaman að keyra þessa leið, margt að skoða og sjá:-)
Kom mér samt pínulítið á óvart hvað var mikil umferð, en það var í góðu lagi þar sem flestir fóru í hina áttina;-)
Kom í bæinn seinnipartinn, kíkti til mömmu og við fórum í bíltúr og sólbað í Heiðmörk í yndislegu veðri:-)
Fór svo á Stælinn, var orðin frekar svöng, fékk mér djúsí borgara og fór svo heim..

Síðastliðinn sunnudag hittumst við Víkurskólapæjurnar í kaffi og kökuboði heima hjá Krístínu Rós, áttum góða og skemmtilega samverustund, hlógum og spjölluðum mikið:-)

Ég hef líka reynt að vera dugleg að stunda margskonar hreyfingu í sumar; farið í fjallgöngu, Esjuna og Úlfarsásfell, farið í ræktina, í tækin og lyft lóðum, farið í gönguferðir, tekið smá sniglaskokk og fór að synda í gær í fyrsta skiptið frá laseraðgerðinni, það gekk bara ljómandi vel:-)

 Hef farið tvisvar í bíó síðustu tvær vikur, fór í ævintýralega bíóferð í Laugarásbíó á skemmtilega mynd sem heitir RIPD, en sýningarvélin bilaði í miðri mynd og tók nokkurn tíma að koma henni í gang aftur;-0
Sumir gestir gengu út eftir ákveðin  tíma, en ég ákvað að bíða aðeins lengur og kláraði að horfa á myndina...
Fór á nýjustu Wolverine myndina á mánudaginn, ágætis mynd..
Er svo að fara í bíó í kvöld með mömmu, við ætlum að sjá grínmyndina Gambit;-)

Framundan er eitt og annað, gönguferð, búðarráp, afslöppun og jafnvel ferðalag í næstu viku;-)
Njótið dagins, eigið góða helgi, farið varlega í umferðinni og skemmtið ykkur fallega:-)
sólarkveðja..
Sandra