Saturday, March 15, 2014

fór

með vinnufélögum á æðislega og vel heppnaða árshátíð starfsfólks allra leik-grunnskóla Árbæjar  á Grandhótel í gærkvöldi:-)
Við vorum 25-26 manna hópur, frá okkar skóla, hittumst fyrst á happy hour á Hilton Hótel um kl. 18:00, Satum þar, fengum okkur drykk og kjöftuðum saman, og gengum svo niður á Grand hótel rúmlega 19:30..
Maturinn var æðislegur, sjávarréttir í forrétt, lamba og nautakjöt svo mjúkt og gómsætt, sætar kartöflur, grænmeti, kartöflukaka og sósur í aðalrétt og kaffi, frönsk súkkulaðikaka, ís og súkkulaðimousse í eftirrétt:-)
Það var happdrætti, skemmtiatriði, söngur, gítar og skemmtilegt dansiball þar sem sumir dönsuðu af sér skóna:-)
Mikið stuð og stemming, vinátta og frábær stemming:-)
Fórum heim sveittar, þreyttar og sáttar þegar ballið var búið um kl. 1..

Annars er allt gott að frétta, 
fór á bókamarkaðinn og keypti slatta af bókum, hef farið í bíó, saumó, í leikfimi,
fór í 4 ára afmæli hjá litla prins í febrúar;-)



 hitti Hebu vinkonu frá Finnlandi og Þórunni í janúar,


 stefni á að hitta Elínu vinkonu frá Finnlandi bráðlega á meðan hún er í heimsókn á landinu, vinna, sofa, og margt fleira:-)
Breytti aðeins um stöðu í vinnunni, hef verið flakkari í húsinu síðastliðin ár, en er núna orðin föst á yngri deild (1- 3. ára börn) og líkar það vel, bað um þá stöðu, langaði aðeins að breyta til:-)

Já, svona er nú lífið, allt gengur sinn vanagang:-)
Eigið yndilegslega helgi og njótið lífsins..