Thursday, April 26, 2007

Dagar

Liðið: frábær, afkastamikil og skemmtileg vinnuvika, kóræfing, fjölskyldukvöld, leikfimi, heimavinna, tölvuhangs, matarboð, búddafundur, kaffispjall:-)

Framundan: bíóferð, dansiball, búðarráp, kóræfing, kaffihúsaferð, heimsókn, kyrjun, fjölbreytt og fjörug vinnuvika, kórtónleikar:-)


Vil enda á fallegu gullkorni eftir Sir Humphrey Davy úr bókinni "Vinir"

"Lífið er ekki bara skyldustörf og fórnir fyrir aðra:
Það felst líka í öllu hinu smáa, þar sem bros og mannleg hlýja í dagsins önn
léttir lundina og veitir öryggi"

Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Sandra

Saturday, April 21, 2007

Húsdýrin

við erum sko alveg í skýjunum hvað okkur gengur vel í sögurammanum (verkefninu) um húsdýrin:-)
Krakkarnir lifa sig inn í þetta og eru mjög dugleg og áhugasöm og við kennararnir erum stundum alveg að missa okkur af gleði og áhuga í undirbúningi og fyrirlögn:-)
Langar að sýna ykkur nokkrar myndir og við erum sko bara rétt að byrja á verkefnu:-)

Ferlið er þannig að fyrst horfðum við á myndband um húsdýr. Svo bjuggum við til hugarkort um hvað húsdýr eru og hvernig þau líta út. Síðan fengu þau fínt bréf frá forstjóra Dýragarðsins þar sem þeim var óskað til hamingju með að verða orðnir dýrasérfræðingar. Á morgun fáum við svo sendan flotta póstkassann:-)







Thursday, April 19, 2007

sumardagur

Gleðilegt sumar allir saman og takk fyrir veturinn.
Já það er víst sumardagurinn fyrsti í dag
og það sem er svolítið merkilegt og skemmtilegt í dag
er að það er sól á himni, heiðskýjað og hiti í lofti í tilefni dagsins:-)
Þap er nú ekki alltaf svona gott veður í byrjun sumars, man eftir snjókomu, rigningu og roki, kulda, frosti, og reyndar stundum sól og heiðskýjuðum himni.
Svo fraus saman vetur og sumar í nótt og það var kalt í gærkveldi.
Segir ekki sagan að það bendi til góðs sumars;-)
Við familían ætluðum að nota tækifærið og fara í sólbað í sundlauginni hér hinumegin við götuna en því miður var hún lokuð;-(
vegna vígsluathafnar og viðhafnaropnunar í dag
svo að ekki varð neitt úr sundferð, en í staðinn settist ég við eldhúsborðið með heimavinnustaflann við hlið mér og er að fara yfir verkefni og vinnublöð..
Fór á fínustu bíómynd (Perfect stranger) í gærkvöldi í Laugarásbíó með Heiði vinkonu, og var þetta hin besta afþreying. En myndin var góð og flott og spennandi flétta sem kom á óvart;-)
Enda svo daginn á að fara á umræðufund í hverfinu mínu í kvöld:-)
Hef ekki meira að segja í bili.
Njótið dagsins og vonandi eigið þið gott og skemmtilegt sumar í vændum;-)
Kveðja
Sandra sumarbarn;-)

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
Þetta lífsskeið mun aldrei koma aftur; það er dýrmætt og óviðjafnalegt. Að lifa án eftirsjár, það skiptir sköpum fyrir okkur að hafa raunhæfan tilgang og að setja okkur stöðugt markmið og áskoranir. Það er jafn þýðingarmikið að við höldum áfram að nálgast tiltekin markmið stöðugt og örugglega, eitt skref í einu.

Saturday, April 14, 2007

Kíkti

með vinnufélögum á leiksýninguna "Epli og eikur" í Möguleikhúsinu við Hlemm í gærkveldi
Ágætis sýning með söng og dans ívafi. Meðal þess sem kom við sögu í verkinu var: glæpahneigð, rauð, græn og eitruð epli, ástin, ádeila á útlitsdýrkun, frunsur, Adam og Eva, hjónabönd, Biblían, fordómar, gamlar syndir og dulargervi.

Vikan hefur gengið vel og börnin dugleg og virk í náminu, byrjuðum af fullum krafti strax eftir fríið.
Stefnum á að byrja á flottu og skemmtilegu verkefni um húsdýrin í næstu viku sem endar með vettvangsferð í Húsdýragarðinn í vor:-)

Helgarfríið með normal sniði, tiltekt, þvottar sjónvarpsgláp,tölvuhangs, heimavinna og almenn leti:-)

Man ekki eftir fleiru í bili...
Þangað til næst
Adios
Sandra

Tuesday, April 10, 2007

Þá er

hverdagsleikinn tekinn við á ný.
Ágætt að koma sér aftur í rútínuna.
Vinnuvikan byrjaði rólega í dag með samstarfsfundum og teymisvinnu.
Svolítið erfitt að komast í gang en við gerðum þó heilmikið af viti:-)

Páskafríðið var rólegt og seinnihluti þess einkenndist af leti og hangsi;-)
en þó var ýmislegt vitrænt gert sér til dundurs (sérstaklega fyrri hlutann)
t.d. skellt sér í klippingu og strípur, kíkt á markað,
hamast í leikfimi og skroppið tvisvar sinnum í sund;-)
farið á undirbúningsfund og sameiginlega kyrjun, skroppið á kóræfingu, hjálpað til við að hreinsa úr geymslunni og glápt á sjónvarpið, hangið í tölvunni, undirbúningur fyrir kennsluna, lesið bækur og lagt sig inn á milli;-)

Jamm, það er nú gott að fá svona frí á miðri önn,
rétt fyrir lokatörnina í skólastarfinu.


Leiðsögn dagsins frá D. Ikeda:

Búddhismi kennir að 'öll fyrirbæri alheimsins eru birting Lögmálsins' (Gosho Zenshu, s. 564). Ég vona að með þennan skilning að leiðarljósi munið þið temja ykkur rannsakandi og leitandi hugarfar af leiftrandi krafti og ákveðni. Heilinn hefur getu sem er eins víðtæk og takmarkalaus og alheimurinn. Hvernig getum við dregið fram hin skapandi öfl heilans? Það er aðeins ein aðferð til að draga fram til fulls vitsmunalega hæfni okkar – að einbeita hug okkar stöðugt að starfi.


Ætla að enda á að senda kveðju í tilefni dagsins:
Sendi mínar bestu kveðjur til heiðurshjónanna HMÓ og HS sem eiga stórafmæli í dag:-)
Hjartanlega til hamingju með þennan stóráfanga í lífi ykkar:-)

Þangað til næst..
Hafið það gott..
Sandra

Saturday, April 07, 2007

Nýr hlekkur

Bætti við nýjum hlekk á síðuna mína í dag sem hefur að geyma tilraunir mínar í ljóðagerð.
Þar inni er ný færsla sem var skrifuð í dag.

Hafið það sem allra best um páskana og njótið þessa góðgætis:-)

Sunday, April 01, 2007

Byrjaði

páskafríið í gær á því að vakna klukkan 7 og fara í Hafnarfjörð á sameiginlega kyrjun þar sem ég var í ábyrgð til hádegis, skrapp aðeins heim til að skipta um föt og fór svo til mömmu og hjálpaði henni að taka til í geymslunni, kom heim um 4, lagði mig aðeins og fór svo ásamt Heiði í heimsókn til Gyðu þar sem við lögðumst í vidjógláp, nammiát og slúður:-)

Í dag prófaði ég að fara í nýju sundlaugina hér hinum megin við götuna sem er loksins búið að opna eftir mikla seinkun og vandræðagang. Það var ágætis upplifun og náði ég að losa aðeins um fasta og auma vöðva í heita pottinum.
það sem eftir lifir dags hefur verið notað í dundur af ýmsu tagi..


Afmæliskveðja dagsins fer til hennar Kötlu systur minnar sem á 26 ára afmæli í dag:-)
Innilega til hamingju með daginn Katla mín og takk fyrir símtalið í dag:-)
Hún Sif mín fær líka kveðju frá mér í tilefni af afmælinu í mars.
Takk Sif fyrir símtalið í dag:-)


Vil enda á flottu gullkorni úr yndislegri bók sem heitir "Þúsund kyrrðarspor"
"Fortíð þín og aðstæður á hverjum tíma hafa engin áhrif á það sem þú getur orðið.

Hafið það sem best í komandi viku.
Sandra