Sunday, September 06, 2015

hitt og þetta

fór í fínasta 40 ara afmæli hjá Heiði vinkonu þann 8. ágúst:-)
Fullt af fólki, snittur, kaffi, kökur, ræður, gleði og gaman...

Tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 22. ágúst, fór 10 km ásamt rúmlega 5000 öðrum hlaupurum í frábæru veðri, alltaf jafn mikil stemming og ég fór aðeins hægar núna því það var margt að sjá og njóta þess að taka þátt og hafa gaman:-)
Langaði að breyta aðeins til þetta árið í fatnaði og hljóp í bleiku pilsi yfir þunnum svörtum íþróttabuxum og í fjólabláa bolnum frá FAAS, mjög smart:-)


Jói afi átti afmæli 24. ágúst og var haldið upp á það í Logafoldinni þann 26.ágúst...
Ágætis veisla og fullt af ættingjum samankomnir til að eiga samverustund með afmælisbarninu:-)
Myndir frá veislunni eru í myndasafninu...

Helgina 29. -30. ágúst var bæjarhátíð í Mosó og kíktum við á flotta tónleika og flugeldasýningu á laugardagskvöldið, þetta er í fysta skiptið sem við förum á tónleikana, það var ágætis stemming og flottir tónlistarmenn sem komu fram, hefði verið gaman að fara aðeins fyrr af stað, en þetta var skemmtileg upplifun:-)
Lára, Gunnar og Birgir hittu okkur rétt áður en tónleikarnir enduðu, Gunnar fékk candyfloss, Birgir svaf í vagninum, við horfðum á flugeldasýninguna og svo fóru allir til síns heima:-)
Myndir frá kvöldinu eru í myndasafninu...

Sunnudaginn 30. ágúst hitti ég Víkurskólastelpurnar á kaffihúsi í Borgartúninu, áttum góða stund saman og þegar þær voru farnar hringdi ég í Hadda pabba sem var á landinu því við ætluðum að hittast þennan dag:-)
 Þá vildu svo til að hann, Helga og Ellý mamma Helgu voru í bíltúr rétt hjá Borgartúni og komu þau  fljótlega og við fórum aftur inn á sama kaffihúsið, þannig að ég var þar frá hádegi og til c.a. 16:00:-)
Áttum fína samverustund og á leiðinni heim kíkti ég til mömmu...

Í gær hitti ég vinnufélagana á kaffihúsi niðri í bæ, við fengum okkur góðan bröns og svo fór ég í Kolaportið og keypti mér sokkabuxur og í Nexus að kaupa mér litabækur fyrir fullorðna, finnst ágætt að lita stundum og fór svo til mömmu í kaffi...

Annars bara allt rólegt, fyrir utan skrýtið karma sem er í gangi þessa dagana sem þarf að finna útúr og leysist vonandi fljótlega...

Nóg í bili, óska ykkur góðrar viku og verið góð við hvort annað:-)