Saturday, October 15, 2016

Hefur

verið rólegt hér í sveitinni undanfarið..
Það var stelpukvöld 23. sept, ég fór með vinkonum mínum út að borða og svo á kvikmyndina Bridget Jones, skemmtilegt kvöld, ágætis matur og fyndin mynd:-)

Fimmtudagsvöldið 6. okt var ég að passa Gunnar og Birgir í Hæðargarðinum á meðan foreldrarnir fóru á fótboltalandsleik:-)
Það gekk vel enda eru þeir bræður duglegir, indælir og skemmtilegir drengir:-)
Nú er Gunnar byrjaður í grunnskóla og skólagöngu fylgir heimalestur og hann var svo duglegur að lesa fyrir okkur Birgi heilar 10 blaðsíður í lesheftinu:-)

Kvöldið eftir kom Gunnar í heimsókn og gistingu, áttum skemmtilega samverustund þar sem Gunni eldri las fyrir okkur fyndna bók um Kaptein ofurbrók og það var mikið hlegið:-)

Um hádegi á laugardeginum fór Gunnar að spila á gítarinn sinn á tónleikum í Suzukiskólanum, en ég fór að undirbúa mig fyrir kórtónleika:-)
Við í Mosfellskórnum héldum skemmtilega hausttónleika í Lágafellskirkju síðdegis á laugardeginum þar sem við sungum erlend og íslensk popp og dægurlög:-)

Fer til Heiðar vinkonu í kvöld, spjall og vídjógláp, og svo eru einhverjir viðburðir að týnast til, s.s. klipping, Happy Hour og út að borða með vinnufélögum í enda október og jólahlaðborð í Perlunni 19. nóv með einum af saumaklúbbnum sem ég er í:-)

Svo er ég alltaf á kóræfingu á miðvikudagskvöldum og nú erum við að æfa nýtt prógramm fyrir vortónleikana næsta vor, erum m.a. að æfa lögin: Riddari götunnar, Have you ever seen the rain, Ástarsæla, Beyond the Sea, Er hann birtist og Kalliolle Kukkulalle svo einhver séu nefnd:-)

Læt þetta nægja í bili...
Sandra..