Saturday, November 09, 2019

Var

í vetrarfríi 24.- 28. okt.

Hitti Heiði í hádeginu á fimmtudeginum, við fórum á kaffihús, fengum okkur að borða og röltum svo aðeins um í Kringlunni:-)

Á föstudeginum fór ég í klippingu og svo í heimsókn til múttu:-)

Á laugardeginum fórum ég, Gunni og Gunnar á bíómyndina Goðheimar og svo gisti Gunnar hjá okkur.
Við sinntum heimalestrinum og Gunnar er orðin svo duglegur að lesa og skrifa sem er mjög gott mál því hann var búinn að missa áhugann á lestrinum, en það er allt að koma:-)

Laugardaginn 2. nóv komu prinsarnir í heimsókn og gistingu:-)

Þann dag tók Jói bróðir þátt í vaxtarræktarmóti í fyrsta skipti, sem hefur verið draumur hans í mörg ár og nú tókst það loksins:-)
Hann keppti í tveimur flokkum og vann verðlaun í þeim báðum, glæsilegur árangur hjá honum😃

Jói kom svo og sótti þá seinnpartinn á sunnudeginum..

Á fimmtudaginn fór ég til tannsa þar sem ætlunin var að gera við skemmd í einni tönn, en sú ferð endaði öðruvísi en ætlað var..
Það kom í ljós að tönnin var alveg ónýt og ekki hægt að bjarga henni og þá voru góð ráð dýr...
og þetta endaði á því að tannsi tók tönnina og tannrótina sem var eins gott því það var komin sýking í hana;-(
Sandran var nú ekki alveg hress með þetta en stundum gerast óvæntir hlutir og þetta var besta lausnin því það hefði þurft að gera þetta fyrr en seinna og því eins gott að drífa það af....
En ég náði nú samt að fara í vinnuna í gær og var nokkuð hress miðað við allt:-)

Þannig að ég er bara búin að vera á fljótandi og mjúku fæði og verkjapillum síðan á fimmtudag, en sárið grær vel og er allt á réttu leið...

Í dag fór ég svo í búðarferð, keypti nýútkomnar bækur sem mig langði í, fór í Rúmfó og keypti smotterí, þ.á.m. nýja þvottagrind fyrir mömmu og fór svo í heimsókn til hennar og renndi svo við á þvottaplaninu á Olís sem var sem betur fer opið og þvoði salt og tjörudrulluna af bílnum:-)

Í dag eru 3 mánuðir síðan Haddi pabbi kvaddi okkur..💓

Hafið það gott í komandi viku...
Sandra