Sunday, October 20, 2019

Átti

kózýkvöld með Heiði vinkonu 28. september, fengum okkur pizzu og horfðum á grínspennumynd:-)

3. október söng ég með kórnum á kvennakvöldi í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði sem gekk vel, slatti af áhorfendum og þar á meðal mamma og Steingerður frænka:-)

Laugardaginn 5. október komu Jói, Gunnar og Birgir í heimsókn og við fengum okkur að borða á KFC áður en þeir fóru heim:-)

Um síðustu helgi fórum við Gunni á bíómyndina um Jókerinn, flott mynd, sorgleg og átakanleg... mæli með henni.:-)

Miðvikudaginn 16. okt var foreldraviðtalsdagur í skólanum..

Prófuðum öðruvísi útfærslu í 1. bekk þetta árið og tókst það vel, börn, foreldrar og kennarar ánægðir með þetta fyrirkomulag sem var þannig að nemendum var skipt í 4-5 manna hópa og hver hópur fékk 30 mínútur.  Börnin sýndu foreldrum verkin sín og svo unnu þau saman verkefni í stærðfræði og íslensku:-)

Ég tók þátt í þessu verkefni og var gaman að sjá hversu vel tókst til:-)

Jói og strákarnir komu í mat í gærkvöldi, hægeldað lambalæri og meðlæti og áttum við fína samverustund:-)

Í næstu viku er m.a. annars á dagskrá: tími í klippingu,  kaffihúsahittingur með Heiði, leikskólaheimsókn með 1. bekk á morgun og Fjölgreindarleikarnir í skólanum á þriðjudag og miðvikudag. Þá er öllum nemendum frá 1-10. bekk skipt í hópa og þeir fara í ýmsar þrautir, leiki og verkefni á hinum ýmsu stöðvum sem kennarar sjá um:-)
Þetta eru skemmtilegir dagar, öðruvísi, geta verið erfiðir en líka gaman að brjóta svo upp  starfið og rútínuna:-)

jamm, læt þetta nægja í bili..
og óska ykkur góðrar viku...