Friday, June 29, 2007

Smá fræðsla

um hugtakið "Tíu heimarnir" sem við tölum oft um í búddismanum:-)

Þetta eru 10 mismunandi lífsástönd sem fyrirfinnast í líkamlegu og andlegu lífi allra mannvera. Tíu heimarnir koma fram, sem viðbrögð okkar við umhverfinu. Tíu heimarnir hafa flestir jákvæðar og neikvæðar hliðar, og það er sama í hvaða ástandi maður er, þá á alltaf að reyna að horfa á jákvæðu hliðarnar. Það er t.d. hægt að vera í helvítisástandi en samt líða vel..
Markmiðið er að reyna að komast í tíunda heiminn, virkja og sýna Búddaeðlið og viðhalda því ástandi, en eins og við vitum þá gengur lífið upp og niður og við göngum í gegnum alla heimana einhvern tímann og það er jafnvel hægt að vera í nokkrum þeirra samtímis.
Markmiðið með því að ástunda búddisma Nichiren Daishonin er ekki sá að losa sig við neinn af þessum heimum, heldur að gera búddaeðlið virkt í þeim öllum.

Tíu heimarnir

1. Helvíti (Jigoku): er lægsta lífsástand mannsins.
Neikvætt: Mannveruna vantar lífsorku og frelsi. Ástandinu er viðhaldið með reiði og gremju út í það sem eyðir lífsorkunni.
Jákvætt: Víkkar sjóndeildarhringinn og knýr mann upp á við.

2. Hungur (Gaki):
Neikvætt: Þrá, hungur og grægði. T.d. þrá eftir auði, völdum, eða að stjórna öðrum. Þetta ástand getur leitt til þjáninga, heftingar á vexti og þroska og sjálfstortímingar vegna stjórnsleysis og óseðjandi hungurs.
Jákvætt: Vilji til að skapa eitthvað, þrá að láta í ljós þakklæti, ástúð og umhyggju og þrá eftir réttlæti og uppljómun.

3. Dýrseðli (Chikuso):
Neikvætt: Mannveran stjórnast af fáfræði, þekkingarleysi og eðlisávísun.
Frumskógarlögmálið er í gildi. Þetta ástand birtist gjarnan á vinnustað og í stjórnmálum.
Jákvætt: Einstaklingurinn gætir sín á hættum lífsins og sér um sína.

4. Reiði (Shura): Ástand sem stjórnast af sjálfselsku. Fólk, sem temur sér reiði lifir oft í þeirri blekkingu að það sé æðra öðrum, en í raun er líf þeirra innst inni, lítilfjörlegra og þrengra en annarra.

5. Rósemi (Nin): Þetta ástand er mannlegast og það lífsástand sem fólk þráir oftast.
Neikvætt: Erfitt að halda þessu ástandi lengi í einu og ekki æskilegt því fólk getur orðið ábyrgðarlaust og kærulaust til lengri tíma. Hugsanir á borð við:"Þetta reddast allt”, eða “það kemur ekkert fyrir mig”, geta tekið yfir.
Jákvætt: kyrrð og ró, og að ná valdi yfir þrám og eðlishvötum.

6. Algleymi (Ten): Í þessu ástandi er manneskjan létt í hjarta og fullnægð, hefur fengið
fengið óskir sínar uppfylltar, og hvert augnablik er stórkostlegra en það síðasta. Lífsástand sem flestir sækjast eftir.
Neikvætt: Mannvera í svona ástandi getur auðveldlega hrapað niður í heim hungurs ef hún gætir sín ekki. Algleymisástandið eyðir lífsorku manna.
Jákvætt: eru gleði gagnvart lífinu (ekki varanleg), þakklæti og auðvelt að taka ákvarðanir.

7. Fræðsla (Shomon): Með þessu ástandi er upphaflega átt við, að hlusta á kenningar búdda. Einstaklingur, sem er í fræðsluheimi einbeitir sér að námi og fræðslu.
Neikvætt: getur leitt til hroka og yfirborðsmennsku.
Jákvætt: við getum notfært okkur aukna þekkingu til gæfu fyrir mannkynið.

8. Innsæi (Engaku): líkist að mörgu leyti fræðsluheimi en innsæi er auk þess sjálfsvakning í lífi okkar eða umhverfi. Þeir sem eru í þessu ástandi hafa mikið innsæi í vissa þætti tilverunnar.
Neikvætt: Hætta á að líta niður á annað fólk og jafnvel sniðganga það, hlusta gjarnan á aðra aðeins til að gagnrýna það sem þeir segja og halda sínum eigin skoðunum til streitu.

9. Bodhisattva (Bosatsu): Þetta ástand er stundum nefnt gæskuástandið, því það miðar að því að lina þjáningar annarra. Búddaeðlið birtist í Bodhisattvaheiminum.
Neikvætt: fólk eyðir stundum upp sinni eigin lífsorku.
Einstaklingar sem eru í þessum heimi geta átt það á hættu að álíta sig öðrum æðri.
Jákvætt: markmið er að veita öðrum manneskjum varanlega hamingju og sýna umhyggju, virðingu og skilning.

10. Búddaeðli (Butsu): Til að lifa hamingjusömu og fylltu lífi, sem er óhagganlegt, þurfum við trausta og trygga undirstöðu. Slíka undirstöðu er að finna innra með okkur og hvergi annars staðar. Þetta er kjarni lífsins eða búddaeðlið, sem við höfum öll innra með okkur.
Þessi óendanlega lífsorka er í öllum mönnum og hana er hægt að virkja með því að ástunda búddisma Nichiren Daishonin. Þessi orka er svo kraftmikil, að hún getur breytt öllum neikvæðum viðhorfum fyrstu níu heimanna til jákvæðrar afstöðu. Að breyta eitri í meðal.

Vona að þið hafið gagn og gaman af:-)

Njótið helgarinnar.
Sandra

Hamingjuóskir

dagsins fara til Bjössa og Heiðu:-)
Hjartanlega til hamingju með brúðkaupsdaginn:-)
Megi gleði og gæfa fylgja ykkur á lífsleiðinni:-)


Einnig vil ég óska Hebu og Petri til hamingju með þessar stórkostlegu fréttir:-)

Hamingjukveðjur
Sandra

Thursday, June 28, 2007

Sumarfrí

Jú það er víst, og nýt þess vel:-)
Á dagskrá næstu daga m.a.
  • búddískur fræðslufundur í kvöld
  • ábyrgð í Hafnarfirði á laugardag, það verður þá í síðasta skipti í bili sem ég verð í ábyrgð, ætla að taka mér frí frá Víkingum og Valkyrjum í haust
  • vinnufundur, ætlum að reyna að hittast aðeins teymið í næstu viku og byrja að skipuleggja ákveðið verkefni fyrir næsta vetur
  • ættarmót í sveitinni minni og jafnvel lítið ferðalag um Vestfirði í kringum það um miðjan júli
  • og eitthvað fleira sem mér dettur í hug hverju sinni:-)
Þangað til næst...
Sandra

Enda á leiðsögn frá Ikeda:

29. janúar

Ástundun Búddhisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi Búddhisma Nichiren Daishonins og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja að fylgja okkur á vegi trúarinnar.

Wednesday, June 27, 2007

Flokkum og skilum.

Jamm, mér finnst auglýsingin frá Sorpu fyndin, þessi sem er með manninum sem bankar upp á hjá þunna nágrannanum og syngur og spilar fyrir hann:-)

En nú er ég farin að verða meir og meir meðvituð um umhverfisvernd og endurnýtingu og farin að framkvæma örlítið meira í þá átt. Í vinnunni minni erum við umhverfisvæn, endurnýtum suma hluti, flokkum, skilum,og endurvinnum. Við erum líka með Grænfána(Grænfánaskóli) svo það er allt hið besta mál;-)
Nú er ég farin að færa þá þekkingu sem ég hef lært í skólanum undanfarna vetur inn á heimilið. Flokka tímarit og dagblöð, flöskur og dósir, fernur og pappaumbúðir..
Það er þó allavegna byrjun;-)

Ef allir myndu taka sig saman og flokka jafnvel bara eitt af þessu myndi það laga ástandið aðeins..
og mjög margir flokka og skila, það er engin spurning.
Svo það er bara að byrja, þetta er ekki erfitt:-)
En það er sem betur fer alltaf að verða meiri vakning hjá fólki um þessi mál sem er mjög gott og jákvætt.

Ég heyrði hugtak um daginn sem er umhugsunarvert.
Sum lönd eru kölluð þróunarlönd, en Vesturlönd eru sóunarlönd..

Jæja læt þetta nægja í bili..

Enda á leiðsögn frá Ikeda, og takk Lára sæta búddisti fyrir þýðinguna:-)

12.júní
Án efa breytir menntun lífum fólks. Það er þess vegna sem SGI leggur svo mikla áherslu á Búddíska fræðslu, sem er æðsti vettvangur menntunnar; það er athugun á mannlegri tilveru og hinn fremsti lærdómur. Búddísk fræðsla er sál SGI.

Monday, June 25, 2007

Það er leikur að læra

Ákvað að sameina hreyfingu og útiveru í dag og rölti því á Esjuna;-)
Fór næstum því á toppinn, en var bara ánægð með mig þegar ég settist niður eftir að hafa farið framhjá 4.áfanga "Vaðinu" og klifrað í stórgrýti og upp á brekkubrún. Vantaði bara að fara í hliðarhallann í átt að "Steini"(sem er 5.skiltið) og þaðan á Þverfellshorn;-)
Þetta var í annað skiptið í dag sem ég fer á Esju, komst lengra upp í dag en í fyrra og þá kemst ég jafnvel alla leið næsta sumar;-)

Myndavélin var með í för og má sjá myndir frá ferðinni, ásamt öðrum vel völdum myndum hér til hliðar undir linknum "myndasafn"

Í kvöld hef ég lært heilmikið í tölvuvinnslu,t.d. að ná í forritið Flickr og setja það upp og fleira tölvudútl og þaðan kemur titill færslunnar:-)

Kveð í bili
Sandra

Er

búin að kaupa nokkra nýja hluti í tölvuna mína, t.d. mjög flott skjákort til að geta m.a. spilað tölvuleiki:-)
Talvan er að mestu komin upp, þökk sé honum Jóa mínum:-)
það er bara smávegis eftir, t.d. að setja upp nokkur forrit og svoleiðis..

Um helgina var sumar á Íslandi svo ég notaði tækifærið, kíkti í geymsluna, gróf upp sólstólinn og lagðist í sólbað;-)

Fór á tvo umræðufundi, var með fræðslu og reynslu á öðrum þeirra og gekk það mjög vel..+

Á laugardagskvöldið var stelpukvöld hjá okkur Heiði, horfðum á DVD og renndum svo niður á Thorvaldsen að dansa;-)

Nóg af viðburðum framundan eins og venjulega;-)

Leiðsögn frá Ikeda:
26. janúar
Svo sannarlega eru þeir lofsverðir sem einsetja sér að vinna mikið og leggja sig fram fyrir kosen-rufu og SGI innan hin háleita sviðs Búddhisma Nichiren Daishonins. Það er sannarlega hæft fólk. Og það mun vissulega öðlast lífsástand hinnar æðstu fullnægju.

SGI dagurinn
1975: Soka Gakkai International stofnset í Guam; Daisaku Ikeda tekur við embætti sem foreti SGI

Hafið það gott í komandi viku.
Knúsiknús
Sandra sumarbarn

Wednesday, June 20, 2007

Var

eitthvað að erindast í Reykjavík í morgun, nennti ekki heim alveg strax og fékk þá skyndihugdettu um að rúnta út úr bænum, svo ég skellti mér á Þingvöll. Bara í sumarfríi og svona og njóta þess að vera til:-)

Lagði bílnum á bílastæði hjá skilti sem stendur á Langistígur-Öxarárfoss.
Ekkert smá flott og gaman að labba þar í gegn, fyrst steinar, svo malarstígur og að lokum trépallur. Að setjast á stein rétt uppifyrir og horfa beint á Öxarárfoss og fólkið,láta hugann reika, hlusta á fossniðinn og fuglasöng og verða hálfdáleiddur, er ekkert smá gott, afslappandi og kröftugt, kemur endurnýjuð og kraftmikil til baka. Ég mæli sko með þessu:-)
En því miður tók ég ekki myndavélina með, geri það næst:-)

Renndi svo við í sjoppunni, fékk mér kaffibolla og fór svo Nesjavallaleið til baka, ein af mínum uppáhaldsleiðum;-)
Stoppaði á miðri leið, settist niður í grasið og borðaði nesti, hélt svo áfram rólega upp og niður fjöll og hóla, á þessari gullfallegu leið, og passaði mig á kindum og lömbum sem voru að rölta yfir veginn:-)

Kom við í búð, bókasafni, þvottastöð,og ryksugaði bílinn. Kom heim, las blöðin, fór í tölvuna, lagði mig og kíkti svo á búddistafund;-)

Enda á fallegri leiðsögn um hamingjuna:
Hamingjuna finnum við í hjarta okkar. Þeir sem finna til gleði og
eftirvæntingar gagnvart lífinu eru sigurvegarar. Þeir sem eiga
hjörtu sem eru sterk, vitur, hugrökk og mikilfengleg munu ekki
láta hugfallast við neinar kringumstæður.
Þetta er grunnurinn að sannri hamingju og Hið Leynda Lögmál
gerir okkur fær um að ná þessu(Daisaku Ikeda.)

Vona að þið hafið það sem best..
Sandra

Tuesday, June 19, 2007

19.júni

Vil óska öllum konum til hamingju með daginn:-)

Sunday, June 17, 2007

Fjölbreytt helgi

Laugardagur:
Vaknað snemma, skutlast niður á RVKflugvöll, farið aftur heim að sofa,
hvíld fram eftir degi.
Seinnipart dags skroppið í útskriftarveislu, spjallað, skipst á fréttum og fengið sér kaffi og köku;-)
Rólegt og gott samkvæmi..
Svo er rennt á Selfoss í tvöfalt þrítugsafmæli, malað, hlegið, setið úti á palli og borðað gos og snittur;-)
Mikið fjör og gaman..
Keyrt í bæinn rúmlega 10, glápt aðeins á TV og farið að sofa.

Sunnudagur:
Vaknað snemma til að undirbúa 17. júní hátíð búddista. Söngtextum dreift, heilsast, faðmast, sungið, kyrjað, spjallað,hlustað á söng, og
fjórir meðlimir að taka við Gohonzon:-)
Mikil gleði og hamingja;-)

Síðan er rétt skroppið heim og aftur af stað, nú er stefnan tekinn í miðbæinn í sól og sumaryl og að sjálfsögðu er myndavélin með í för.
Fyrsta stopp er á Skothúsvegi á bílasýningu:




Svo er rölt einn hring í rólegheitum, stoppað og spjallað, farið í túristaleik og smellt af myndavélinni af viðburðum og áhugaverðum hlutum:






Góð, fjölbreytt, notaleg og skemmtileg helgi að baki:-)

Saturday, June 16, 2007

Kveðjur dagsins

Fyrri kveðjuna fá Bryndís og Elías í tilefni af tvöföldu 30 ára afmæli þeirra sem verður fagnað með pompi og pragt í kvöld:-)
Hjartanlega til hamingju með daginn dúllurnar:-)
Vona að þið njótið dagsins..

Seinni kveðjuna fær Védís frænka sem er að útskrifast úr stjórnmálafræði í dag;-)
og heldur upp á það í kvöld með fínni veislu
Innilega til hamingju með að hafa lokið þessum stóra áfanga:-)
Vona að þú eigir góðan og skemmtilegan dag..

Adios
Sandra

Wednesday, June 13, 2007

Rölti

í gær upp í hlíðar Úlfarsfells, fann mér góðan stað, lagðist niður og fór í sólbað..
Unaðslegt að liggja í þurru grasinu, með trjáilminn allt í kring, hlusta á fuglasöng og láta sólina baða sig;-)
ég mæli sko með svona gönguferð;-)
Var svo að klára síðasta verkefnið í endurmenntun í gærkvöldi, nú er bara að sjá hvort við fáum útskriftarskírteinið á útskriftinni á morgun eður ei;-)

Leiðsögn dagsins:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for June 13

It all comes down to hope. If we SGI members advance with hope and buoyant spirits, then we have nothing to fear in either the present or the future. The Law will continue to spread as long as those who uphold it remain vigorous and well.

Óska ykkur góðrar viku..
Sandra

Tuesday, June 12, 2007

Laugardagurinn

vaknaði um 11:00, fór í gjafaleiðangur og renndi svo niður í Ráðhús þar sem hópur af kennurum úr mínum skóla tók á móti hvatningarverðlaunum. Þetta var heljarinnar hátíð, rúmlega 30 nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur fengu viðurkenningarskjöl, hvatningarverðlaun og bók fyrir ýmislegt sem þeir hafa skarað framúr og bætt sig í yfir árið:-)
Einnig fengu fleiri skólar viðurkenningar og hvatningarverðlaun fyrir ýmis flott og fyrirmyndarverkefni:-)
Þegar öllu þessu var lokið þá kom ég við hjá mömmu í kaffisopa, fór svo heim og lagði mig pínu stund og skellti mér svo í svaka afmælisveislu hjá Ágústu 30 ára pæju:-)

Sunnudagurinn var rólegur, kíkti á stóra og flotta bílasýningu í Hafnarfirði sem bílaklúbbnum Krúser stóð fyrir;-)
Afgangurinn af deginum fór í vídjógláp, þvotta og leti.

Nóg framundan, m.a. tvöfalt þrítugsafmæli, fundir, 17. hátíð og útskrift úr stóru endurmenntunarnámskeiði sem við höfum verið að nema í vetur..

Njótið sólardagsins, það á víst að rigna á morgun
Adios
Sandra

Monday, June 11, 2007

Óvissu og námsferðin

tókst mjög vel, var skemmtileg, fjölbreytt og spennandi.
Lögðum af stað upp úr hádegi og byrjuðum fræðsluhluta ferðarinnar á því að keyra sem leið lá í Heklusetrið, nýtt og flott safn um sögu Heklu og eldgosa. Safnið er staðsett spölkorn frá sjálfri drottningu fjallanna HEKLU.

Þetta er ekki stórt safn en margt að skoða og uppsetningin mjög flott eins og sjá má á myndunum:




Þegar safnið hafði verið skoðað fórum við á leikvöll rétt fyrir neðan húsið og fengum okkur hressingu í föstu og fljótandi formi:-)
Þegar allir voru orðnir mettir voru skrautlegu höfuðfötin sett upp og öllum smalað inn í rútu þar sem óvissuhluti ferðarinnar tók við.
Keyrt var dálitla stund þar til við komum að fínasta grastúni, þar var stoppað og allir fóru í fyndna og skemmtilega útileiki undir stjórn íþróttakennarans:-)
Eftir leiki var aftur haldið af stað og nú á leið í sund og sturtu til að skola af sér ferðarykið og svitann, skipta yfir í fínu fötin og spreyja á sig kölnarvatni;-)
Að hreinsun lokinni var mannskapurinn orðinn svangur og við enduðum ferðalagið á því að borða í Ingólfsskála(Víkingaskálinn) sem er staðsettur á milli Selfoss og Hveragerðis.
Ég mæli alveg með því að þið farið þangað og fáið ykkur að borða. Skálinn er gullfallegur bæði að utan og innan, maturinn er mjög góður og þjónustan fín:-)
Myndir af skálanum:




Komum í bæinn um 23:00, þreytt, ánægð, útsungin og glöð með frábæra og velheppnaða óvissuferð:-)

Saturday, June 09, 2007

Hún

á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Ágústa
hún er 30 ára í dag:-)
Hjartanlega til hamingju með daginn kæra frænka:-)

P.S. Ég er loksins komin í sumarfrí:-))

Thursday, June 07, 2007

Hamingjuóskir

dagsins fá Heba og Petri.
Hjartanlega til hamingju með daginn dúllurnar mínar:-)
Vona að þið eigið góðan, skemmtilegan og notalegan dag:-)
Bestu kveðjur
Sandra

Wednesday, June 06, 2007

06.06.07

Flott dagsetning:-)

Þá erum við búin að kveðja börnin og útskrifa 10.bekk:-)
Mikil dagskrá framundan næstu þrjá daga, og svo er vonandi komið sumarfrí á sunnudaginn..
Tek á móti hvatningarverðlaunum ásamt nokkrum samkennurum í Ráðhúsinu á laugardaginn fyrir þróunarverkefni sem við unnum að í fyrra og tókum í notkun um áramótin;-)

fleiri fréttir síðar..
Sandra

Enda á leiðsögn frá Ikeda sem á vel við daglegt líf mitt þessa dagana:

24. október
Eina leiðin til velgengni er að klára það sem fyrst þarfnast úrbóta. Þetta lögmál á alltaf við, í daglega lífinu, vinnunni, fjölskyldunni sem og í þágu kosen-rufu.

Friday, June 01, 2007

Náttfatadagur

Í gær höfðum við náttfatadag, svona til að breyta til..
Krakkarnir máttu koma í náttfötum og með bangsa og svo var vídjó eftir hádegi, en fram að því var almenn kennsla.
Þegar ég vaknaði velti ég því aðeins fyrir mér í hverju ég ætti að fara, dreif mig í sturtu og ákvað svo að lifa mig aðeins inn í dæmið og mæta bara í náttfötum:-)
Ég gerði það og var allan daginn í þeim og ég mæli sko með því að allir vinnustaðir hafi svona dag, þetta er ekkert smá þægilegt:-)
Þegar ég mætti í vinnunna voru 1-2 kennarar sem horfðu undarlega á mig og spurðu hvort ég væri virkilega í náttfötum,
en aðrir voru ekkert að kippa sér upp við þetta og fannst uppátækið svolítið skondið;-)
Krakkarnir ráku upp stór augu og fannst fyndið og skemmtilegt að kennarinn skyldi líka mæta í náttfötum;-)
Jamm, gaman að gera svona öðruvísi og furðulegt:-)

Þegar vinnudegi lauk, flýtti ég mér heim, skipti um föt og fór svo inn í Hafnarfjörð á opnunarhátíð á flotta ljósmyndasýningu hjá frænku minni. Hún var að láta gamlan draum rætast, hennar fyrsta sýning og var ánægð og glöð með þetta allt saman:-)
Það voru veitingar í fastandi og fljótandi formi,og lifandi tónlist í boði og mikið af fólki sem kom að skoða og hitta mann og annan.
Sýningin er í Hafnarfjarðarleikhúsinu og er hluti af Björtum dögum..

Vil enda á gullkorni sem lýsir vel, miklu af því sem þessi dagur innihélt.

"Mér hefur alltaf þótt sú stund þegar ég vakna á morgnana
dásamlegasta stund sólarhringsins.
Því hversu þreyttur eða leiður sem ert,
þá áttu þér fullvissu...
að bókstaflega allt geti gerst.
Og sú staðreynd að það fer nánast aldrei svo,
skiptir engu máli.
Möguleikinn er alltaf fyrir hendi."
Monica Baldwin