Thursday, June 28, 2007

Sumarfrí

Jú það er víst, og nýt þess vel:-)
Á dagskrá næstu daga m.a.
  • búddískur fræðslufundur í kvöld
  • ábyrgð í Hafnarfirði á laugardag, það verður þá í síðasta skipti í bili sem ég verð í ábyrgð, ætla að taka mér frí frá Víkingum og Valkyrjum í haust
  • vinnufundur, ætlum að reyna að hittast aðeins teymið í næstu viku og byrja að skipuleggja ákveðið verkefni fyrir næsta vetur
  • ættarmót í sveitinni minni og jafnvel lítið ferðalag um Vestfirði í kringum það um miðjan júli
  • og eitthvað fleira sem mér dettur í hug hverju sinni:-)
Þangað til næst...
Sandra

Enda á leiðsögn frá Ikeda:

29. janúar

Ástundun Búddhisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi Búddhisma Nichiren Daishonins og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja að fylgja okkur á vegi trúarinnar.