Thursday, May 09, 2013

Síðasta vetrardag

var starfsdagur í vinnunni. Við mættum rétt fyrir kl 08:00 upp í vinnu þar sem við söfnuðumst saman í bíla. Keyrðum svo af stað í snjókomu á leið til Selfoss og leist nú ekki alveg á blikuna þá stundina;-)
það var smá fjúk á heiðinni en hálkulaust, ég fór bara rólega með fullan bíl af fólki og dóti, en þegar við komum í Kambana var þar allt autt og þurrt:-)
Komum á Selfoss rétt fyrir kl 09:00 og fórum í heimsókn í fyrri leikskólann þar sem við sáum flotta sýningu og fengum ýmsar hugmyndir af verkefnum fyrir skólastarfið.-)
 Vorum þar til rúmlega 10:00 og kíktum þá í seinni leikskólaheimsóknina þar sem við hlustuðum á  fyrirlestur, fengum spínatköku og fórum í útikennslu og skógarferð í glaðasólskini:-)
Alltaf gaman að skoða aðra leikskóla og sjá hvað aðrir eru gera:-)
Skólaheimsóknum var lokið um hádegið og þá var komin tími á næringu.
Við fórum á Kaffi Krús og fengum okkur súpu, brauð og kaffi:-)
Skruppum svo nokkrar stelpur í Krónuna og keyptum gotterý og ýmislegt í hádegismatinn:-)
Að búðarferð lokinni var brunað af stað í sumarbústaðinn þar sem við fórum í útileiki, fengum kaffi og meðlæti og spjölluðum um skólaheimsóknirnar, hugmyndir og ýmislegt sem tengist kennslu, námi, verkefnum og framkvæmd:-)

Um klukkan 16:00 var formlegum starfdegi lokið, nokkrar fóru þá í bæinn en stuðið var sett í gang, söngvatnið var tekið fram, spjallið og grínið hélt áfram, einhverjar fóru strax í heitapottinn og skólastjórarnir tóku fram grillið og matinn:-)
Við höfðum það kózy, fengum okkur að borða, hlógum og tókum lífinu létt fram eftir kvöldi, um kl. 20:00 fór meirihlutinn af fólkinu heim en við vorum 6 dömur eftir sem ætluðum að gista:-)

Við fórum í pottinn, hlógum og kjöftuðum, spiluðum partýspil, fengum okkur snakk og nammi og svo var ein sem spáði í spil fyrir okkur:-)

Fórum að sofa frekar snemma, vöknuðum í rólegheitum í sól á sumardaginn fyrsta, sumar fóru í pottinn, elduðum brunch í hádegismat, amerískar pönnsur, eggjahræra, kartöflusalat, kaffi, djús, ristað brauð, smjör, ostur og síróp, tókum því rólega, þrifum bústaðinn og lögðum af stað um þrjúleytið.
Komum í bæinn rúmlega fjögur og að sjálfsögðu var snjókoma í RVK:-)
já, skemmtileg og fróðleg náms og afslöppunar ferð að baki:-)

 En að öðrum fréttum...

Sunnudaginn 14. apríl var haldið upp á afmælið hans Gunna sem á afmæli 12. apríl.
Jói, Gunnar Aðalsteinn, ég og afmælisbarnið fórum í Smáralindina, áttum notalegan samverustund, fengum okkur að borða á Fridays, kíktum  í Skemmtigarðinn og röltum svo um:-)
Myndir frá deginum má sjá á myndasíðunni.

Fór í búðarferð um daginn og keypti mér nýja peysu, kjól, bol og skó:-)
ég hef farið nokkrum sinnum í bíó undanfarið, m.a. Ironman, Olympus has fallen og GI-Joe, allt fínustu myndir.. hef líka horft á nokkrar fínar vídjómyndir og farið út að skokka/ganga, nú er komin tími á undirbúning fyrir hlaupin í sumar, s.s. Kvennahlaupið sem er 8. júni og maraþonið sem er 24. ágúst:-)

Gunnar Aðalsteinn kom í heimsókn og næturgistingu á kosninganóttina, við fengum okkur kvöldmat, lékum okkur, lásum bækur og áttum notalega stund..
Þegar komið var að háttatíma, búið að fara á klósettið, fara í náttfötin og bursta tennur fórum við upp í rúm en Gunnar var spenntur yfir því að vera í heimsókn og átti erfitt með að fara að sofa, en þessi elska sofnaði þegar við vorum búin að lesa sögur og spjalla aðeins:-)
Ég horfði svo á kosningavökuna í c.a klukkutíma áður en ég sofnaði sjálf:-)

Jói minn átti afmæli á þriðjudaginn og hélt litla, kózý og fámenna veislu heima, pizza, súkkulaðikaka og kaffi, takk fyrir mig snúlli:-)

Anna vinkona sem var með mér í Ármúlaskóla eignaðist litla prinsessu í gær og óska ég þeim innilega til hamingju;-)

Læt  þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða daga  framundan:-)