Sunday, March 30, 2008

Með sól í hjarta



tók ég ákvörðun um bætta heilsu:-)

Til að byrja með ætla ég að einbeita mér að tveim þáttum:
að vera dugleg að fara í ræktina og hreyfa mig
og hætta næstum alveg að borða sætindi:-)

Í vikunni hef ég mætt 3 sinnum í leikfimi, fyrsta skiptið var á laugardaginn fyrir páska, síðan skelltum við okkur vinkonurnar í danstíma á föstudagskveldið og í gær fór ég svo aftur í ræktina, ætlaði í danstíma en hann féll niður, svo ég fór í staðinn á brettið og í tækin:-)

Átak að koma sér af stað, en þegar komið er á staðinn þá er þetta ekkert mál;-)
Er núna með harðsperrur í maganum og bakinu, en það er bara gott, og sýnir að vöðvarnir eru að styrkjast og taka við sér:-)

Hef líka haldið mér frá sælgæti, nema í gær þegar ég leyfði mér smá sykurlaust súkkulaðikex..

En nú er ég komin af stað og ætla að standa við þessi markmið:-)

Annað sem ég hef dundað við um helgina:
Fór á frábæra kyrjun í gærmorgun, og fór svo til mömmu í gærkvöldi. Við áttum notalega stund saman, fengum gott að borða og horfðum á vidjó:-)
Svo kemur Gyða til mín í dag til að vinna í verkefni sem á að skila fljótlega..

En nóg um mig, hvernig líður ykkur:-)
Vona að þið eigið frábæra viku framundan...
Risaknús til ykkar yndislegu vinir mínir:-)

Leiðsögn dagsins:
30.mars

Það eru mörg öfl sem hafa áhrif á að bænum sé svarað, en það mikilvæga er að halda áfram að biðja þar til þeim er svarað. Með því að halda áfram að biðja, getur þú endurskoðað sjálfan þig af óbilandi hreinskilni og byrjað að færa líf þitt á jákvæða braut á vegi einlægs, stöðugs átaks. Jafnvel þótt bænir þínar beri ekki sjáanlegan árangur strax, munu stöðugar bænir þínar á einhverjum tímapunkti sýna sig á þann hátt sem þú hefðir aldrei vonað.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, March 25, 2008

Jæja

þá er hið fræga "páskahret" komið, kalt úti, vindur og létt snjókorn falla úr skýjunum.

Páskafríið flogið hjá og rútínan tekin við:-0
Sat hér áðan við tölvuna og pikkaði inn flottar sögur eftir nemendur, ætlum svo að búa til glæsilegar bækur með sögum og teikningum:-)

Er nú á leið á kóræfingu, svo fundur á morgun og hinn, leikfimi á föstudag, kyrjun á laugardag, Kosen-rufu fundur á sunnudag og matarboð einhverntíma um helgina, ásamt hópaverkefnavinnu:-)
jamm um að gera að hafa nóg fyrir stafni;-)

Kveð í bili..
Sandra söngfugl:-)

Leiðsögn dagsins:

25.mars

Við lifum ekki lengur á tímum þar sem ein manneskja getur axlað alla ábyrð. Að sjálfsögðu mun ennþá einhver vera skipaður opinberlega sem forseti til að sjá um daglegan rekstur samtakanna, en þegar allt kemur til alls hvílir framtíðar þróunin á því að hver meðlimur taki þá ábyrgð sem forseti Soka Gakkai þarf að taka. Með þessum anda, þessari ábyrgðartilfinningu, þessu fordæmi í því sem þið gerið, megið þið ávallt vinna að kosen-rufu og fyrir sigri fólksins. Megið þið líka byggja upp Soka Gakkai þar sem allir geta færst fram af gleði, Soka Gakkai óendanlegra framfara.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, March 24, 2008

Tunglið

veður í skýjunum, tók þessa mynd rétt áðan:


Allt rólegt að frétta héðan, hef verið að dunda við eitt og annað í fríinu. Fór t.d. á líkamsræktarstöð á laugardaginn eftir allt of langt hlé. Var orðin dálítið strið, einkum í bakinu, en leið aðeins betur eftir að hafa hamast á brettinu, í tækjunum og teygjuæfingum, en fékk svo fljótlega harðsperrur og er því orðin jafn stirð aftur:-)
En nú er líkamsrækt komin aftur á dagskrá hjá mér;-)
Læt þetta nægja í bili.
Sandra spýtukona:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikdea:

23.mars
Við skulum öll beina augum okkar að því að lifa frábærum lífum sem við tileinkum alltaf sannleikanum og færast í átt að því markmiði við góða heilsu, barmafull af von. Við skulum lifa lífum okkar af hugrekki, án eftirsjár, sækja fram af þolinmæði, ákafa og gegnheilum anda vináttu og félagsskapar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, March 23, 2008

Stjörnumerkjagrín:-)

CANCER - The Cutie


MOST AMAZING KISSER. Very high appeal. Love is one of a kind. Very romantic. Most caring person you will ever meet! Entirely creative. Extremely random and proud of it. Freak. Spontaneous. Great telling stories. Not a Fighter, but will knock your lights out if it comes down to it. Someone you should hold on to.

Saturday, March 22, 2008

Páskakveðja


Myspace Comments

Friday, March 21, 2008

Stærðfræðidagurinn mikli


jamm, sit hér með stóran stafla af stærðfræðibókum og prófum og er að fara yfir, reikna dæmi, gefa stimpla og skrá einkunnir;-)
já, það verður að nýta tímann og tækifærið þegar það gefst:-)

Skilaði inn litlu verkefni í náminu í gær, stóru verkefnin eru eftir, en það saxast á listann, smátt og smátt:-/

Fallegt og gott veður í dag, sól, smá hiti og hægur vindur, páskahretið gengið yfir í bili:-)

nóg í bili, ætla að halda áfram að vinna...

Leiðsögn dagsins fjallar um bænir:
21.mars

Hvers vegna er það að stundum virðist bænum okkar ekki vera svarað? Þetta er birting búdda viskunnar – svo að við getum dýpkað bænir okkar, orðið sterkara fólk, lifað kjarnmeiri lífum og verið örugg um meiri og endingarbetri gæfu. Ef minnstu bæn okkar væri svarað undir eins, myndi okkur fara aftur og við verða löt. Og við ættum ekki von um að byggja innihaldsríkt og göfugt líf.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, March 20, 2008

Mannréttindabarátta án ofbeldis

Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet, (frétt tekin af mbl.is)

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir ástandinu í Tíbet og lýst yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að í yfirlýsingunni sé þess krafist að allir aðilar sýni stillingu. Kínversk stjórnvöld eru hvött til að beita ekki valdi gegn þeim aðilum sem taka þátt í mótmælunum og mótmælendur sömuleiðis beðnir um að beita ekki ofbeldi.

Lögð er áhersla á mikilvægi tjáningarfrelsis og á réttinn til friðsamlegra mótmælaaðgerða, og kínversk stjórnvöld beðin um að bregðast við mótmælunum í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar meginreglur lýðræðisins. Lýst er yfir eindregnum stuðningi við að friðsamlegar sættir náist milli kínverskra stjórnvalda og Dalai Lama og fulltrúa hans. Kína er einnig hvatt til að taka á mannréttindamálum í Tíbet.

Í lokin eru báðir aðilar hvattir til þess að efna til umræðna með það fyrir augum að ná fram langtímalausn, sem væri ásættanleg fyrir alla og myndi jafnframt virða tíbetska menningu og trúarbrögð.


Hér er undirskriftalisti til að styðja mannréttindabaráttu Tíbeta,
ég er búin að skrá mig:

Tibetans have exploded onto the streets in frustration--call on China to respect human rights and enter dialogue with the Dalai Lama now:
Undirskriftalistinn

ávinningur

ég er smám saman að verða nútímalegri og að fylgja tískunni og í þetta sinn tengist það tækni og tölvudóti;-)
Þannig var að ég átti gamlan, stóran, þykkan og fyrirferðamikinn skjá, sem var orðinn frekar lúinn og þegar hann var orðinn "þreyttur" eftir að vera búinn að vera lengi í gangi þá fór myndin að hoppa..

Ég var að velta fyrir mér að fá mér nýjan skjá, en var ekki komin lengra í framkvæmdinni en að hugsa um hann, þegar ég fékk allt í einu gefins lítið notaðan, nettan og fínan flatskjá:-)
þar sem viðkomandi var að skipta út, og vil ég þakka honum kærlega fyrir mig:-)
Nýi skjárinn er kominn upp og virkar fínt en gamli stóri var lagður til hvílu í gám í Sorpu..

Flottur ávinningur og nú er ég komin með nútímalegan skjá sem er í tísku:-)

Jamm, þetta var óvænt og skemmtilegt svar frá lögmálinu við pælingum mínum:-)

Vildi bara deila þessu með ykkur..
Kv. Sandra

Leiðsögn dagsins:
20.mars

Það geta komið tímar þar sem lífið virðist þrúgandi og leiðinlegt. Þegar okkur finnst við vera föst í einhverjum aðstæðum, þegar við erum neikvæð gagnvart öllu, þegar við erum týnd og áttavillt, ekki viss hvert við eigum að snúa okkur - á slíkum tímum verðum við að umbreyta hlutlausu hugarástandi okkar og ákveða, “ég mun halda áfram þennan veg,” “ég mun vinna áætlunarverk mitt í dag.” Þegar við gerum það mun vora í hjörtum okkar, og blómin byrja að blómstra.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, March 18, 2008

Skúra

skrúbba og bóna, ryksugan á fullu, jamm það eru víst að koma páskar;-)

VH1 músíkstöðin hátt stillt, þátturinn "smell like ´90", lög frá 1990-1999, nostralgían fer á fullt, minningar poppa upp hver af annarri:-)

Fleiri flachback undanfarið, skólaseta, staðlotur og hópverkefni, t.d. í gær sátum við hér fjórar vinkonur frá morgni fram á miðjan dag og unnum verkefni, mjög skemmtilegt, minnir á þegar ég var í grunnnámi í KHÍ, bara gaman en stundum snúið að finna lausnir, heimahús, kaffidrykkja, umræður, pásur, tölvur, Word, Blackboard, WebCT, geggjað flashback:-)

Verkefni leyst á færibandi undanfarna tvo daga, í gær tvö verkefni og kvöldið þar á undan sátum við Gyða hér (ásamt einni úr hópnum sem er í Danmörku en var með í gengum tölvusamskipti) og leystum tvö verkefni, þannig að samanlagt var skilað 4 verkefnum á tveim dögum:-)

Í kvöld er kóræfing og annaðkvöld umræðufundur, en svo ekkert meira á dagskrá í bili.

Jamm, svona gengur nú lífið fyrir sig hjá mér þessa daganna.
Hafið það sem best um hátíðarnar og passið ykkur á páskaeggjunum:-)
Sandra sæta, (sem er búin að kaupa sér lakkríspáskaegg:-)



Leiðsögnin frá Ikeda:
18.mars

Við skulum gera okkar besta til að viðhalda því hlýlega andrúmslofti sem er innan SGI – andrúmslofti þar sem meðlimum finnst þeir frjálsir að því að ræða um hvað sem þeim liggur á hjarta. Ef við gerum það ekki, munu samtökin okkar hætta að vaxa, hætta að þroskast. SGI er heimur mannúðar hjartans, trúar, samhyggðar. Það er heimur einingar og gagnkvæms innblásturs. Þess vegna er SGI sterkt. Ef við höldum áfram að virða og rækta þessa eiginleika, mun SGI halda áfram að vaxa og þroskast að eilífu. Ég vil lýsa því yfir hér og nú að andrúmsloft þar sem við getum rætt hvað sem er
er grundvallaratriði fyrir SGI.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, March 16, 2008

Dugnaður

Já, við pæjurnar erum sko ekki lengi að snara fram nokkrum verkefnum, vorum að skila af okkur tveim verkefnum núna, og svo bíða fleiri í fyrramálið:-)

Góður dagur í dag, vaknaði um hádegi, kíkti í blöðin og námsbækur,
fór svo á fámenna en góðmenna kyrjun seinnipartinn,
kyrjun, gongyo, meiri kyrjun og svo grænmetisúpa og brauð á eftir;-)
Svo fór kvöldið í verkefnavinnu og nú er ég að fara að hvíla mig..

Vil óska öllum til hamingju með daginn, allavega stór dagur fyrir búddista, en líka fyrir frænku mína og fjölskyldu því í dag var Hannes Pétursson(Brynjuson) skírður með viðhöfn, og fær hann sérstakar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)

Læt þetta nægja í bili og gef Ikeda orðið:

17.mars

Þið megið ekki leyfa ykkur að verða gömul fyrir aldur fram. Vinsamlega lifið með anda æskunnar. Það er það sem búddisminn kennir okkur að gera, og það er þannig sem lífinu ætti að vera lifað. Ef þið skuldbindið ykkur til að vinna að hag annara, munuð þið yngjast upp. Ef þið helgið líf ykkar því að hjálpa öðrum, munuð þið vera ung. Kraftur Nam-mjóhó-renge-kjó ábyrgist það.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Evrópuvika

Í gær, 15. mars, hófst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21. mars. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Evrópuvikan miðar að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóðernishyggju í álfunni og stuðla þannig að umburðarlyndu Evrópusamfélagi þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.

Birtingarmyndir kynþáttamisréttis eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttamisrétti nær yfir vítt svið - allt frá fordómum til ofbeldisverka. Kynþáttamisrétti á Íslandi birtist helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna en hefur því miður nýlega einnig brotist út í ofbeldi. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu - þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem ,,hreinir” Íslendingar og þeir fá lakari þjónustu og atvinnu.

Á síðustu mánuðum hafa málefni innflytjenda verið ofarlega á baugi og það er áhyggjuefni hversu mjög hefur borið á fordómum og útlendingafælni í umræðunni. Í árslok 2007 voru erlendir ríkisborgarar 6,8% af heildarmannfjölda á Íslandi; það er staðreynd að íslenskt samfélag er fjölmenningarlegt og því verður ekki breytt.

Til að vinna gegn misrétti og fordómum í garð fólks af erlendum uppruna á Íslandi taka Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Alþjóðahús, Amnesty International, Rauði krossinn, Ísland Panorama og Soka Gakkai Íslandi þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti með ýmsum hætti.

Þriðjudaginn 18.mars, Kl. 16 munu Hara-systur og Smáralind taka höndum saman við ofangreind samtök og standa að viðburði í Smáralind gegn kynþáttamisrétti. Hara-systur troða upp og ungt fólk býður upp á fjölmenningarsspjall, sælgæti og barmmerki.

Allir hjartanlega velkomnir.


- Fréttatilkynning frá stýrahóp verkefnisins -

Saturday, March 15, 2008

jæja

komin í páskafrí í vinnunni, tók heim með mér stafla af vinnubókum sem ekki hefur verið tími til að fara yfir.

Fór í staðlotu í vikunni, gaman að koma í skólann og vera nemandi:-)
Var róleg í gærkvöldi, horfði á Bandið hans Bubba og maulaði snakk..

Í morgun var sameiginleg kyrjun og hátíð þar sem við vorum að halda upp á ungmennadag SGI sem er á morgun 16.mars:-)
Skemmtileg og hvetjandi dagskrá sem gekk vel og var ég fundarstjóri í dag:-)

Eftir fundinn fór ég í heimsóknir til mömmu, afa og setti blóm á leiðið hjá ömmu.
Í kvöld er stelpukvöld, vídjógláp og diskósveifla fram á nótt:-)

Á morgun er súpukyrjun hjá hverfinu mínu og svo um kvöldið kemur vinkona mín í heimsókn og ætlum við að byrja á áhugaverðu verkefni sem tengist einu námskeiðinu í skólanum.
Síðan á mánudagsmorgun koma skólapæjurnar til mín og ætlum við að klára verkefni í hinu námskeiðinu sem við erum í;-)

Læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða daga framundan og hafið það sem best:-)
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:

16.mars, dagur kosen-rufu.

Andi þessa dags liggur ekki í tilkomumiklum athöfnum eða hljóm-miklum orðum. Hann liggur í því að vera sigurvegari. Það er það mikilvægasta af öllu. Í lífinu og í kosen-rufu, annaðhvort töpum við eða sigrum. Ég mundi vilja að þið væruð sigurvegarar í báðum atriðum. Það skiptir engu hvað afsakanir við reynum að finna upp, að gefast upp undan ósigri færir okkur eymd og við töpum virðingu annara. Ég vona að hvert ykkar, án undantekninga, munið fylla líf ykkar með óteljandi sigrum.

Kosen-rufu dagurinn

16.mars 1958: Yfir 6,000 ungmenni tóku þátt í athöfn í höfuðmusterinu þar sem Josei Toda annar forseti SGI afhenti ábyrgðina á útbreiðslu búddisma Daishonin til allra meðlima ungmennadeildarinnar.

Saturday, March 08, 2008

Hamingjuóskir


Vil óska Hebu og Petri hjartanlega til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn í dag:-))

Friday, March 07, 2008

Árshátíð

í dag var árshátíðin hjá nemendum og gekk allt eins og sögu, börnin stóðu sig vel í atriðum og svo var dansiball á eftir sem var mjög skemmtilegt:-)

Við kennararnir vorum líka með atriði og að þessu sinni gerðum við grín að okkur sjálfum í orðum og söng,
sömdum svona gamanvísur:-)

Vísan um mig er svona:

Sandra Halldórsdóttir
er létt og ljúf í lund.
Hún sveiflar pilsi fínu
og setur bekkjarfund.

Og svo sveiflast pilsið og pilsið sveiflast svo
og svo sveiflast pilsið og pilsið sveiflast svo

Þetta á að syngja við lagið "ég á gamla frænku sem heitir Ingeborg"
með tilheyrandi dansi, mjaðmadilli og pilssveiflum:-)

Mjög fyndið og gaman;-)

Eftir að dansi, söng, leikriti, kaffi og kökuáti lauk, drifum við okkur skólapæjurnar að klára verkefnið í námskeiðinu í Kennó sem átti að skila í dag..

Vil óska Ingu Rún hjartanlega til hamingju með afmælið í dag:-)

Óska ykkur góðrar helgar og vona að þið hafið það gott;-)
Sandra sæta..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um hamingjuna:

6.mars

Það er engin þörf á óþolinmæði. Ef þú getur gert eitthvað áreynslulaust frá byrjun, muntu ekki finna neina fullnægju eða gleði. Það að halda stöðugt áfram, og leggja sig allan fram við uppbygginguna, þar liggur grundvallarhamingjan.

Wednesday, March 05, 2008

Halló

ertu nokkuð týnd:-)

Nei, ekki alveg, en ég hef verið grafin í námsbókum, verkefnum og vinnu undanfarið;-)
og svo hef ég farið á kyrjanir, fundi, kóræfingu og fleira skemmtilegt:-)

Framundan er margt spennandi, t.d. er árshátíð nemenda á föstudaginn, kaffiútskriftarboð á sunnudaginn, fundur annaðkvöld, og eitthvað fleira;-)
og svo sit ég sveitt núna að klára verkefni í skólanum sem þarf að klárast fyrir hádegi á föstudag...

Var að fá frábærar fréttir af frænku minni og kærastunum hennar og litla bumbubúanum sem kemur í sumar og óska ég þeim innilega til hamingju:-)

Einnig vil ég óska Soffíu sætu afmælispæju innilega til hamingju með daginn:-)

Læt þetta nægja í bili..
Risaknús:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
5.mars

Það sem einn einstaklingur leggur á sig getur verið óumræðanlega mikilvægt. Nichiren Daishonin talar endurtekið um að sigur byggist ekki á fjölda, heldur á viðhorfi eða ákveðni hóps eða einstaklings. Í einu broti skrifar hann: “allir í Japan, frá þjóðhöfðingja niður í almenning, án undantekninga, allir reyndu að vinna mér mein, en ég hef lifað af til þessa dags. Það er af því að þótt ég sé aleinn, þá á ég sterka trú [á Lótus sútruna]” (MW-3, 198).

Með öðrum orðum, þá gerði hin sterka trú hans honum kleift að fagna sigri. Þessi kafli snertir mig djúpt.