Friday, March 21, 2008

Stærðfræðidagurinn mikli


jamm, sit hér með stóran stafla af stærðfræðibókum og prófum og er að fara yfir, reikna dæmi, gefa stimpla og skrá einkunnir;-)
já, það verður að nýta tímann og tækifærið þegar það gefst:-)

Skilaði inn litlu verkefni í náminu í gær, stóru verkefnin eru eftir, en það saxast á listann, smátt og smátt:-/

Fallegt og gott veður í dag, sól, smá hiti og hægur vindur, páskahretið gengið yfir í bili:-)

nóg í bili, ætla að halda áfram að vinna...

Leiðsögn dagsins fjallar um bænir:
21.mars

Hvers vegna er það að stundum virðist bænum okkar ekki vera svarað? Þetta er birting búdda viskunnar – svo að við getum dýpkað bænir okkar, orðið sterkara fólk, lifað kjarnmeiri lífum og verið örugg um meiri og endingarbetri gæfu. Ef minnstu bæn okkar væri svarað undir eins, myndi okkur fara aftur og við verða löt. Og við ættum ekki von um að byggja innihaldsríkt og göfugt líf.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda