ávinningur
ég er smám saman að verða nútímalegri og að fylgja tískunni og í þetta sinn tengist það tækni og tölvudóti;-)
Þannig var að ég átti gamlan, stóran, þykkan og fyrirferðamikinn skjá, sem var orðinn frekar lúinn og þegar hann var orðinn "þreyttur" eftir að vera búinn að vera lengi í gangi þá fór myndin að hoppa..
Ég var að velta fyrir mér að fá mér nýjan skjá, en var ekki komin lengra í framkvæmdinni en að hugsa um hann, þegar ég fékk allt í einu gefins lítið notaðan, nettan og fínan flatskjá:-)
þar sem viðkomandi var að skipta út, og vil ég þakka honum kærlega fyrir mig:-)
Nýi skjárinn er kominn upp og virkar fínt en gamli stóri var lagður til hvílu í gám í Sorpu..
Flottur ávinningur og nú er ég komin með nútímalegan skjá sem er í tísku:-)
Jamm, þetta var óvænt og skemmtilegt svar frá lögmálinu við pælingum mínum:-)
Vildi bara deila þessu með ykkur..
Kv. Sandra
Leiðsögn dagsins:
20.mars
Það geta komið tímar þar sem lífið virðist þrúgandi og leiðinlegt. Þegar okkur finnst við vera föst í einhverjum aðstæðum, þegar við erum neikvæð gagnvart öllu, þegar við erum týnd og áttavillt, ekki viss hvert við eigum að snúa okkur - á slíkum tímum verðum við að umbreyta hlutlausu hugarástandi okkar og ákveða, “ég mun halda áfram þennan veg,” “ég mun vinna áætlunarverk mitt í dag.” Þegar við gerum það mun vora í hjörtum okkar, og blómin byrja að blómstra.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home