Sunday, May 27, 2007

Framhald af síðustu færslu

svona til að sýna nokkrar af þeim breytingum sem eru á umhverfi barna í dag og okkar kynslóðar ætla ég að birta lista sem telur upp nokkur af þessum atriðum. Þessi listi hefur birst hér á síðunni áður en hann er bara svo flottur og umhugsunarverður:-)

Fólk eldra en 25 ætti að vera dáið!
Fyrir daga farsíma og rítalíns.
Sjúkket maður, ég er orðin 25 ára. Fólk eldra en 25 ætti að vera dáið!(eða vorum við bara heppin?)

Ég var að spjalla um daginn við vin minn um þá "gömlu góðu daga" og við komumst að því að fólk sem er eldra en 25 ára ætti í raun að vera dáið. Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6. 7. og fyrrihluta 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.

HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?

-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.

-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika, við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat. Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!

-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.

-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.

-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum.
Manstu eftir óhappi?

-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.

-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.

-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur

- Við stjórnuðum okkur sjálf.

-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.
Hræðilegt.... En þeir lifðu af.

-Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.

-Það var farið í þrjúbíó á sunnudögum með popp með sér og kakó á Lybbís-flösku, og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í norðurlandamálunum seinna meir.

-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...

OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!

Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra, ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé ,,okkur sjálfum fyrir bestu?. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Við áttum bara gott líf er það ekki?

í gærkvöldi

vorum við vinkonurnar m.a. að spjalla um muninn á samfélagslegum aðstæðum í barna og unglingsæsku okkar kynslóðar og svo þær aðstæður og umhverfi sem börn í dag búa við. Ekki ætla ég að fjalla um það sérstaklega, en það er sláandi hvað samfélagið hefur breyst gífurlega á 10-20 árum, og ekki eru allar þær breytingar börnum til góða, ónei!
Við rifjuðum líka upp hvað við höfðum mörg tækifæri til að stunda og prófa fjölbreytta og ólíka atvinnu, hæfni, vinnustaði, og samstarfsfólk á lífsleiðinni.

Ég ætla að reyna að rifja upp það sem ég hef unnið við í gegnum tíðina, svona að gamni fyrir mig;-)
#Kennari
#húsvörður í stórri íbúðarblokk
#saltfiskvinnsla
#ferskfiskvinnsla
#afgreiðsludama á kassa
#starfsmaður í leikfangadeild og skódeild í Hagkaup
#stuðningfulltrúi á tveim mismunandi sambýlum fyrir andlega og líkamlega fötluð ungmenni
#barnapössun
#starfsmaður við uppbyggingu Fjölskyldugarðsins
#unnið við bókapökkun og flokkun félagsskírteina hjá Ferðafélagi Íslands
#verið starfsmaður á leikskóla
#rukkari fyrir dagblöð
#sumarvinna,(unglingavinna, bæjarvinna) hjá Reykjavíkurborg í margvíslegum störfum(garðyrkja, málningarvinna, smíðavinna, ofl.)
#unnið í sjoppu
#unnið í kjördeildum við kjörskráningu í kosningum
#pizzasendill
#póstflokkun hjá Póstinum
#starfsmaður í eldhúsi og á símanum á þjónustuheimili fyrir aldraða
man ekki eftir fleiru í bili:-)

Það sem ég er að reyna að segja er að ég er þakklát og ánægð með að hafa fengið að prófa öll þessi störf og hefði ekki viljað missa af þessari dýrmætu, gefandi og þroskandi lífsreynslu:-)

Thursday, May 24, 2007

Viðburðir

Búið:
*fjölmennt og vel heppnað bekkjarkvöld
*frábær umræðufundur
*löng, erfið og fjölbreytt vinnuvika
*heimavinna og undirbúningur fyrir vinnu og búddisma
*man ekki meira:-)

Á döfinni:
*saumaklúbbur
*matarboð
*fræðslufundur
*ljósmyndasýning
*leiðtogafundur
*búðarráp
*heimavinna
*afslöppun og leti;-)

Veðurfréttir:
Slydda, rigning, vindur, sól, kalt, blautt
Svona er Ísland í dag
Best að skella sér í sólbað :-)

Óska ykkur góðar og notalegrar langrar helgar
gangið hægt um gleðinnar dyr, skemmtið ykkur fallega
og farið varlega í umferðinni..

Bless í bili
Sandra

Sunday, May 20, 2007

verða sagðar veðurfréttir.
Í dag 20. maí var grenjandi rigning, svo kom sólskin, og áðan buldi SLYDDA á gluggum húsanna;-(
Vildi bara deila þessu með ykkur..
Bæjó
Sandra

Gátlisti

# Ábyrgð á sameiginlegri kyrjun: gekk vel, rólegt og fámennt, notalegt og óformlegt.
# Kórtónleikar hjá frænku: seinnipartinn í dag, hlakka til að hlusta og horfa.
# Glærusýning fyrir bekkjarkvöld: Varð óvænt tilbúin í tengslum við verkefni sem við erum að gera í sambandi við endurmenntun. Á aðeins eftir að bæta við nokkrum glærum. Klárum það á morgun.
# Undirbúa fræðsluefni fyrir umræðufund: náðum næstum að klára í gær, eftir að bæta aðeins meira við, fínpússa og skipta á milli, hver segir hvað.
# Verkefni í endurmenntun: er búin með u.þ.b. helming, er að herða mig upp í að halda áfram, bæta við upplýsingum og reyna að klára sem fyrst.
# Bíóferð: í gærkvöldi að sjá Spiderman 3, nóg að horfa á hana á DVD.
# Bekkjarkvöld: á þriðjudagskvöld.
# Umræðufundur: á fimmtudagskvöld.

Leiðsögn fyrir 20 maí frá Ikeda:
We mustn't be afraid of anything. It is important to remain firm to our convictions. There is a great deal of scheming and duplicity in the world. It is foolish to allow ourselves to be swayed by such things; it only leads to unhappiness. The Mystic Law and Nichiren Daishonin are absolutely free of any falsehood. Therefore, to dedicate our lives to kosen-rufu is to lead the wisest possible existence.

Hafið það sem best í komandi viku.
Sandra

Wednesday, May 16, 2007

Fórum

í frábæra fræðslu og skemmtiferð í Húsdýragarðinn í dag..
Fengum leiðsögn um garðinn, horfðum á þegar selunum var gefið, prófuðum mörg spennandi tæki í Vísindatjaldinu, röltum yfir í Fjölskyldugarðinn, grilluðum pulsur og fórum í leiktækin:-)
Tókum alls 4 strætisvagna en þar sem var svo gaman í ferðinni komum við 10 mínútum of seint til baka, þannig að skólinn var búinn..

Munum svo ljúka verkefninu um Húsdýrin með sýningu/bekkjarskemmtun næstkomandi þriðjudagskvöld:-)

Hverfishátíðin var síðasta laugardag og gekk hún vel, við vorum með fullt af flottum verkefnum til sýnis í stofunni, og okkur tókst meira að segja að búa til myndasýningu (slide show) með skjávarpa og fartölvu með myndum af vinnu og skólastarfi nemenda í 1.-3. bekk :-)
Ekkert smá ánægðar að hafa tekist þetta, lært á skjávarpa og öll hin tækin og forritin ;-)


Matarboð hjá mömmu í gær, fengum heilsteiktan kjúlla, franskar, stóra bakaða kartöflu og annað meðlæti. Horfðum svo á Eragon, ágætis mynd, sérstaklega ef miðað er við að höfundur sögunnar var aðeins 15 ára þegar hann hóf að setja ævintýrið á blað..


Framundan:
vinna, undirbúa efni fyrir næsta umræðufund, ábyrgð á laugardagsmorgun á sameiginlegri kyrjun(verð þá í hlutverki valkyrju), ungrakvennafundur, klára verkefni í endurmenntun, undirbúa kynningu fyrir bekkjarkvöld, kórtónleikar hjá frænku minni, saumaklúbbur, og jafnvel eitthvað fleira;-)

Kveð með leiðsögn frá Ikeda:
Ég vona að þið munið ávallt lifa í einingu við Nichiren Daishonin og ástunda trúna sem lærisveinar "í sama hug og Nichiren". Hirðið hvergi um smásálarlega afbrýðisemi annarra, haldið áfram ótrauð með gleði og hlátri.

Over and out
Sandra

Monday, May 07, 2007

Stór dagur

Vil byrja á því að senda tvær afmæliskveðjur:
Sú fyrri er til Jóa "litla" bróður, en hann er 25 ára í dag;-)
Hjartanlega til hamingju með daginn Jói minn:-)

Seinni kveðjuna fær hún Heidý frænka mín sem á líka afmæli í dag og óska ég henni innilega til hamingju:-)

Við vorum með rólegt og góðmennt afmæliskvöldkaffi í tilefni dagsins hér heima og gekk það allt vel;-)

Nú að allt öðrum fréttum;
Þannig er að næsta vetur munu ég, Gyða og Kristín ásamt einni nýútskrifaðri kenna saman í 2.-3. bekk.
Við þrjár (ég, Gyða og Kristín) ákváðum allar að prófa að sækja um mastersnám í Kennó í haust og sjá hvað myndi gerast.
Í dag kom svo svarbréf og það er skemmst frá því að segja að...
Við komumst ALLAR INN og verðum því fjarnámsmeyjar og kennslukonur í haust:-)
Já þetta verður spennandi vetur;-)

Sunday, May 06, 2007

Ljóðamynd

Ég var að útbúa klippimynd við ljóðið "Myndin hennar Lísu" sem við ætlum að kenna börnunum í komandi viku.
Börnin útbúa ljóðabækur og túlka ljóðin sem við lærum með myndskreytingum.
Því bjó ég til litla mynd sem þau geta unnið eftir ef þau vilja.
Þetta tiltekna ljóð og lag er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Textinn inniheldur fallegan og góðan boðskap um frið, vináttu og frelsi,
og lagið við ljóðið er gullfallegt.
Langar að setja hér inn fyrir ykkur fallega textann:-)

Gult er fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð,
hvítt fyrir börn sem biðja um frið,
biðja þess eins að mega lifa eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað, málaðu á það,
mynd þar sem allir eiga öruggan stað,
augu svo blá, hjörtu sem slá,
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.

Lag og texti: Olga Guðrún Árnadóttir

Kórtónleikarnir okkar voru í dag og tókust þeir með miklum ágætum. Nú er kórinn komin í frí fram á haust, og hlakka ég mikið til að byrja aftur:-)

Vil enda færsluna á leiðsögn frá Ikeda:
Nema því aðeins að við lifum til fulls, einmitt núna, ekki einhvern tíma í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum til eilífðarnóns. Fremur en að fresta aðgerðum til framtíðar, ættum við að leita skilnings á lífinu, hugsa og framkvæma það sem þýðingarmest er, einmitt núna, þar sem við erum stödd – láta hjörtu okkar loga og tendra upp líf okkar. Við getum ekki lifað innblásnu lífi með öðrum hætti.