Sunday, May 27, 2007

í gærkvöldi

vorum við vinkonurnar m.a. að spjalla um muninn á samfélagslegum aðstæðum í barna og unglingsæsku okkar kynslóðar og svo þær aðstæður og umhverfi sem börn í dag búa við. Ekki ætla ég að fjalla um það sérstaklega, en það er sláandi hvað samfélagið hefur breyst gífurlega á 10-20 árum, og ekki eru allar þær breytingar börnum til góða, ónei!
Við rifjuðum líka upp hvað við höfðum mörg tækifæri til að stunda og prófa fjölbreytta og ólíka atvinnu, hæfni, vinnustaði, og samstarfsfólk á lífsleiðinni.

Ég ætla að reyna að rifja upp það sem ég hef unnið við í gegnum tíðina, svona að gamni fyrir mig;-)
#Kennari
#húsvörður í stórri íbúðarblokk
#saltfiskvinnsla
#ferskfiskvinnsla
#afgreiðsludama á kassa
#starfsmaður í leikfangadeild og skódeild í Hagkaup
#stuðningfulltrúi á tveim mismunandi sambýlum fyrir andlega og líkamlega fötluð ungmenni
#barnapössun
#starfsmaður við uppbyggingu Fjölskyldugarðsins
#unnið við bókapökkun og flokkun félagsskírteina hjá Ferðafélagi Íslands
#verið starfsmaður á leikskóla
#rukkari fyrir dagblöð
#sumarvinna,(unglingavinna, bæjarvinna) hjá Reykjavíkurborg í margvíslegum störfum(garðyrkja, málningarvinna, smíðavinna, ofl.)
#unnið í sjoppu
#unnið í kjördeildum við kjörskráningu í kosningum
#pizzasendill
#póstflokkun hjá Póstinum
#starfsmaður í eldhúsi og á símanum á þjónustuheimili fyrir aldraða
man ekki eftir fleiru í bili:-)

Það sem ég er að reyna að segja er að ég er þakklát og ánægð með að hafa fengið að prófa öll þessi störf og hefði ekki viljað missa af þessari dýrmætu, gefandi og þroskandi lífsreynslu:-)