Fórum
í frábæra fræðslu og skemmtiferð í Húsdýragarðinn í dag..
Fengum leiðsögn um garðinn, horfðum á þegar selunum var gefið, prófuðum mörg spennandi tæki í Vísindatjaldinu, röltum yfir í Fjölskyldugarðinn, grilluðum pulsur og fórum í leiktækin:-)
Tókum alls 4 strætisvagna en þar sem var svo gaman í ferðinni komum við 10 mínútum of seint til baka, þannig að skólinn var búinn..
Munum svo ljúka verkefninu um Húsdýrin með sýningu/bekkjarskemmtun næstkomandi þriðjudagskvöld:-)
Hverfishátíðin var síðasta laugardag og gekk hún vel, við vorum með fullt af flottum verkefnum til sýnis í stofunni, og okkur tókst meira að segja að búa til myndasýningu (slide show) með skjávarpa og fartölvu með myndum af vinnu og skólastarfi nemenda í 1.-3. bekk :-)
Ekkert smá ánægðar að hafa tekist þetta, lært á skjávarpa og öll hin tækin og forritin ;-)
Matarboð hjá mömmu í gær, fengum heilsteiktan kjúlla, franskar, stóra bakaða kartöflu og annað meðlæti. Horfðum svo á Eragon, ágætis mynd, sérstaklega ef miðað er við að höfundur sögunnar var aðeins 15 ára þegar hann hóf að setja ævintýrið á blað..
Framundan:
vinna, undirbúa efni fyrir næsta umræðufund, ábyrgð á laugardagsmorgun á sameiginlegri kyrjun(verð þá í hlutverki valkyrju), ungrakvennafundur, klára verkefni í endurmenntun, undirbúa kynningu fyrir bekkjarkvöld, kórtónleikar hjá frænku minni, saumaklúbbur, og jafnvel eitthvað fleira;-)
Kveð með leiðsögn frá Ikeda:
Ég vona að þið munið ávallt lifa í einingu við Nichiren Daishonin og ástunda trúna sem lærisveinar "í sama hug og Nichiren". Hirðið hvergi um smásálarlega afbrýðisemi annarra, haldið áfram ótrauð með gleði og hlátri.
Over and out
Sandra
<< Home