Sunday, March 27, 2005

Nammidagur

Góðan daginn og gleðilega páska. Hafið það gott í dag og hámið í ykkur gómsæt páskaegg :-)
Hér er ljúffengt egg í boði hússins :-)



Kveðja
Sandra súkkulaði

Thursday, March 24, 2005

Veit

hreinlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir þessu.

Ég horfði á þessi skrípalæti í beinni útsendingu og hef ekki meira um þetta að segja í bili.
Góða nótt
Sandra

Bara

allt við það sama. Er aðeins að skána en hefði eiginlega átt að sleppa því að fara á æfingu í gær, finnst eins og mér hafi slegið niður og er verri í dag en í gær. Er frekar grámyglulegt ástand, en það er nú líka allt í góðu að slaka á. Til að kóróna þetta allt saman fékk ég svoleiðis tak/krampa í hálsvöðvann og alla leið niður í herðablað hægra megin í gær að ég gat varla litið til hliðar. Svaf frekar illa í nótt og vaknaði oft vegna verkja og stirðnunar. En það er nú sem betur fer allt að lagast og ég er ekki eins stíf í hálsinum.

Fór og náði mér í stöff að lesa, bæði skáldsögur sem og fræðiefni fyrir vinnuna, ásamt því að ég tók með mér nokkrar vinnubækur frá nemendum til að fara yfir. Ætla að þykjast vera dugleg í fríinu. Sjáumt til með það. Hugsa að það verði legið í dvd og lestri næstu daga.

Ætla nú að planta mér fyrir framan imbann og horfa á Gettu betur og segi að lokum:

ÁFRAM BORGÓ!!

Monday, March 21, 2005

Setti

svolítið af af slóðum á síðuna og breytti henni örlítið svona til að hressa aðeins upp á þetta.
Það er alveg dámsamlegt að byrja fríið á því að vera veikur. Ég er með hálsbólgu og kvef, beinverki og er drulluslöpp. Í dag hef ég sofið mikið og horft á dvd og reynt að lesa þess á milli. Ég var orðin slöpp í gær en langaði til að fara á árshátíðina og dreif mig af stað og sá ekki eftir því.

En það er nú samt svolítið fyndið og kaldhæðnislegt að ég sé veik núna af tveim ástæðum:
a) Ég hef ekki fengið neina pest í vetur og aldrei tekið frí og alltaf mætt utan einn dag sem ég var mjög slöpp og treysti mér alls ekki í vinnuna. Ég er mjög hissa á þessu því ég reiknaði með að tína upp allar pestir sem gengu vegna þess að ég hafði ekki umgengist börn í mjög langan tíma áður en ég byrjaði að kenna.
b) Við starfsfólkið í skólanum hefur verið að hálfgrínast með það að maður eigi að nota fríin í að vera veikur, því þá hefur maður virkilega tíma til þess og nú er ég komin í nokkra daga frí svo að...
En ég vona nú að ég verði fljótt hress og geti notað fríið í eitthvað skemmtilegra en að liggja hóstandi og pirruð í rúminu.

Saturday, March 19, 2005

Lífsljóð

Hver ert þú og hver er ég?
Ég er ég og þú ert þú.
Vil ég vera þú og vilt þú vera ég?
Nei það held ég ekki.
Eða hvað?
En eitt eigum við sameiginlegt.
Við lifum.

Hvað er líf og hvaðan kom það?
Líf er líf hvernig sem það er.
Það snýst hring eftir hring, kynslóð eftir kynslóð og er óstöðvandi.
Hvernig er lífið?

Gengur þú í gegnum lífið með pókerandlit og dofa í sálinni, eða
ertu þú sjálfur og lifir lífinu lifandi?

Hvernig tökumst við á við tilfinningar, breytingar, atvik, viðburði, mannleg samskipti og daglegt líf?
Brotnum við niður eða notum það til að styrkja og næra sálina.
Kanntu að taka hrósi og jákvæðni samferðamanna í þinn garð.
Hvað þá með gagnrýni og neikvæðni?

Hver dagur er lærdómsríkur og allt lífið erum við að læra.
Árin líða fljótt, en maður þroskast og styrkist með hverju ári.


Þetta var atómljóðahorn Söndru.

P.s. Dagurinn gekk vel og það var gaman á árshátíðinni.

Sweet dreams
Sandra syfjaða.

Páskafrí

Loksins komin í langþráðra páskafríið. Er núna í hálfgerðu spennufalli eftir undanfarnar vikur.
Á morgun er planið að hjálpa múttu að pakka niður og fara svo á árshátíð kórsins annaðkveld :-)
Árshátíð nemenda var síðastliðin fimmtudag og tókst hún með ágætum. Mæting var góð og krakkarnir stóðu sig með prýði í skemmtiatriðum. Atriðið okkar kennara tókst ágætlega og var mikið klappað :-)
Býð núna góða nótt og óska ykkur góðrar helgar.

Friday, March 18, 2005

Í dag

eignaðist frænka mín litla prinsessu :-)

Wednesday, March 16, 2005

Árshátíðir

á færibandi. Á morgun verður árshátíð nemanda haldin í skólanum. Við vorum á fullu í dag að æfa okkur og undirbúa fyrir það. Að sjálfsögðu verða kennarar með skemmtiatriði og ég þarf að læra textann minn í kvöld :-)
Ég fékk að prófa í fyrsta skipti í dag að kenna íþróttir. Það var svolítið fyndið og skemmtilegt.
Á leiðinni heim kom ég við í Bónus til að kaupa eitthvað í gogginn og sá mér til mikillar gleði að verðið hafði lækkað aftur. Nýy verðstríð í uppsiglingu? :-)
Skyr kostaði 15 kr, mjólk 22 kr og sjampó 99 kr, svo einhver dæmi séu tekin.

Nú svo má ekki gleyma hinni árshátíðinni sem er á laugardaginn. Það er bara orðið djamm og djús á hverri helgi núna:-) Hvar endar þetta eiginlega??

Monday, March 14, 2005

það var og





You Are a Little Scary

A Little Scary!

You've got a nice edge to you. Use it.


Saturday, March 12, 2005

Ég

frétti það í gær að verðstríðinu væri lokið og að verðið hefði hækkað aftur.

Bekkjarkvöldið tókst vel og krakkarnir stóðu sig með prýði í atriðunum. Það var góð mæting og fín stemming. Við sýndum skemmtiatriði, borðuðum léttar veitingar og spiluðum á spil.
Mikið rosalega var ég þreytt þegar ég kom heim um klukkan 8 það kvöld og löngum vinnudegi lokið.

Í gærkvöldi var svo árshátíðin hjá vinnunni. Hún tókst mjög vel og það var rosa stuð. Maturinn var fínn og vel útilátin, skemmtiatriðin frumleg og flott og óvenjumargir vinningar í happdrættinu. Að lokum var ágætis diskótek og ég bláedrú og í miklu stuði og var eins og dansfífl á gólfinu :-). Mjög gaman, og fínt að fá smá hreyfingu og útrás eftir erfiða vinnutörn.

Búin

með h.... skattaskýrsluna. Mikill léttir þegar það er búið. Þetta var nú ekkert voða flókið en samt þarf að vanda sig. Líka þægilegt að það er búið að forskrá mikið af þessu. Var með launaseðla frá 4 stöðum+ lán+ bílaeign+ eitthvað smá meira.

Over and out
Sandra

Wednesday, March 09, 2005

verðsamkeppni

Þessi samkeppni er orðin frekar absúrd. Ég var skoða 2 daga gamlan pistil frá mér um sama efni og sjáið þið muninn. Ég fór aftur í Krónuna í dag og þá voru verðin svona: Mjólkurlíter = 1kr, jógúrt = 29 kr, skyr= 27 kr, Engjaþykkni= 26 kr.
Önnur lág verð t.d. pylsubrauð = 43 kr og Brassi = 55 kr.
Verðin breytast svo hratt að hillumerkingar eru orðnar úreltar um leið og þegar maður kemur á kassann er allt annað verð þar.
Mikið rosalega væri gaman ef að þetta myndi haldast svona en ég er hrædd um að sá draumur endist ekki.

Lítið

að frétta. Var að koma að örkóræfingu þar sem hver rödd var að æfa eitt nýtt lag. Það hefur gengið vel í vinnunni þar sem af er vikunni og á morgun erum við að fara á tónleika með Sinfó, verður eflaust mjög gaman og svona ferð er skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu. Á fimmtudaginn verðum ég og bekkurinn minn með bekkjarkvöld. Krakkarnir eru orðnir spenntir og hafa samið og æft nokkur skemmtiatriði. Mikið er gaman að vera með svona skapandi nemendur sem vilja ólmir koma fram :-) Já fjörugir dagar framundan.
Ég fékk boð um sumarbústaðaferð í gær og nú eru helgarnar óðum að fyllast af skemmtilegum og spennandi viðburðum af ýmsum toga. Ég er næstum orðin bókuð allar helgar fram í miðjan maí!
Það er því nóg að gera í félagslífinu og ekki pláss fyrir meira í bili.
Jæja, best að halda áfram að vinna.
Kveðja+
Sandra

Sunday, March 06, 2005

Matur

Mikið rosalega er gaman að versla í matinn þessa dagana, sérstaklega fyrir svona mjólkurvörumathák eins og mig. Ég var að koma úr Krónunni þar sem verðin eru fáránlega skemmtileg.
Nokkur verðdæmi: lítersmjólk =21 kr, jógúrt og skyr =35 kr, Cherrios og Kókópuffs = 150 kr, ABT mjólk =52 kr, pizza = 99 kr og Engjaþykkni =28 kr.
Lifi verðsamkeppnin og megi hún standa lengi enn!

Helgin

er búin að vera frekar letileg. Horfði á Idol á fostudagskvöldið og gerði ekkert af viti eftir að ég kom heim eftir vinnu þann dag. Var nokkuð dugleg í gær og tókst að komast yfir soldið af þeim viðfangsefnum sem bíða úrlausnar. Endaði gærdaginn með vídeóglápi. Í dag svífur letin yfir vötnum, horfði áðan á tíðindalitla formúlukeppni, og nú freistar frjálsíþróttakeppnin í imbanum. En ég verð víst að fara að koma mér að verki því nóg er að gera og dagurinn er liðinn áður en maður veit af. Framundan er löng, krefjandi og viðburðarrík vika sem endar með árshátíð á föstudaginn. Ég er ennþá pínu slöpp af kvefi, hausverk og sleni og það fer þvílíkt í pirrurnar á mér!
Æji já, stundum vildi ég vera orðin aftur áhyggjulaust lítið barn á leikskóla sem þyrfti ekki að hugsa um vandamál hversdagsins/ lífsins og gæti bara leikið mér og haft það náðugt allan daginn :-)

adios
Sandra

Wednesday, March 02, 2005

Jæja

langur og viðburðaríkur dagur að baki. Fékk plagg í hendur sem krefst mikilla pælinga, upplifði nýjung í kórnum sem kemur í ljós hvernig gengur, komst að því mér til hugraunar að tveir skemmtilegir atburðir rekast á, ég redda því einhvernveginn, og fann út að ég fer á tvær árshátíðir með viku millibili.
Best að koma sér í bælið til að vera hress á morgun.
Góða nótt
Sandra

Tuesday, March 01, 2005

Stemming

Núna líður mér undarlega. Ég er á svolítlum blús núna, læt hugann reika um liðin ár og tónlistin í græjunum tekur undir, soldið heimspekilegt. Mér liður ágætlega í svona ástandi og miðað við allt sem þarf að gera í sambandi við vinnuna er ég róleg og hugsi og í einskonar leiðslu. það er mjög erfitt að útskýra svona andrúmsloft, en ég er viss um hvað þið vitið hvað ég er að tala um. Það er mikið sem þarf að hugsa um, og nokkur erfið mál sem þarf að taka á.(vinnan). Stundum velti ég því fyrir mér hvaða tilgangi þetta þjóni allt saman, til hvers er mannkynið hér á jörð. Fólk fæðist, er í baráttu allt lífið við að halda lífi, fer í nám, til að fá vinnu, til að eignast pening til að kaupa fæðu, þak yfir höfuðið, og fataleppa á búkinn til að fela nektina, fjölgar sér til að viðhalda mannkyninu, hættir að vinna vegna aldurs og á endanum deyr og þá er hringnum lokað, líkaminn er grafinn, brenndur, frystur og breytist í ösku eða mold. Hvaða vit er nú í þessu ferli? Hvernig væri myndin ef að lífsneistinn hefði ekki kviknað, engin jörð til eða aðrir hnettir?
Já, ekki hef ég svör við þessu en svona pælingar fara í gengum huga minn núna.