Sunday, March 06, 2005

Helgin

er búin að vera frekar letileg. Horfði á Idol á fostudagskvöldið og gerði ekkert af viti eftir að ég kom heim eftir vinnu þann dag. Var nokkuð dugleg í gær og tókst að komast yfir soldið af þeim viðfangsefnum sem bíða úrlausnar. Endaði gærdaginn með vídeóglápi. Í dag svífur letin yfir vötnum, horfði áðan á tíðindalitla formúlukeppni, og nú freistar frjálsíþróttakeppnin í imbanum. En ég verð víst að fara að koma mér að verki því nóg er að gera og dagurinn er liðinn áður en maður veit af. Framundan er löng, krefjandi og viðburðarrík vika sem endar með árshátíð á föstudaginn. Ég er ennþá pínu slöpp af kvefi, hausverk og sleni og það fer þvílíkt í pirrurnar á mér!
Æji já, stundum vildi ég vera orðin aftur áhyggjulaust lítið barn á leikskóla sem þyrfti ekki að hugsa um vandamál hversdagsins/ lífsins og gæti bara leikið mér og haft það náðugt allan daginn :-)

adios
Sandra