Lítið
að frétta. Var að koma að örkóræfingu þar sem hver rödd var að æfa eitt nýtt lag. Það hefur gengið vel í vinnunni þar sem af er vikunni og á morgun erum við að fara á tónleika með Sinfó, verður eflaust mjög gaman og svona ferð er skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu. Á fimmtudaginn verðum ég og bekkurinn minn með bekkjarkvöld. Krakkarnir eru orðnir spenntir og hafa samið og æft nokkur skemmtiatriði. Mikið er gaman að vera með svona skapandi nemendur sem vilja ólmir koma fram :-) Já fjörugir dagar framundan.
Ég fékk boð um sumarbústaðaferð í gær og nú eru helgarnar óðum að fyllast af skemmtilegum og spennandi viðburðum af ýmsum toga. Ég er næstum orðin bókuð allar helgar fram í miðjan maí!
Það er því nóg að gera í félagslífinu og ekki pláss fyrir meira í bili.
Jæja, best að halda áfram að vinna.
Kveðja+
Sandra
<< Home