mikið
um að vera síðustu vikur..
Gunnar hélt upp á 14. ára afmælið sitt sunnudaginn 18. febrúar.😎 Ég og mamma fórum til Jóa og strákanna þar sem við fengum fínustu steik og meðlæti.. Eftir matinn og samverustundina kom Birgir með mér heim í Mosó í gistingu og cozý enda við bæði komin í vetrarfrí..
Daginn eftir náði ég loksins að fara með bílinn í smurningu og seinnipartinn fórum ég, Gunni og Birgir á skemmtilega teiknimynd😀
Birgir fór svo heim seinnipartinn á þriðjudeginum en ég þurfti ég að fara á 5 tíma skyldunámskeið fyrir starfsfólk frístundamiðstöðva.
Fór í klippingu 16. febrúar enda komin tími til..
Laugardaginn 17. feb var þorragleðispartý hjá kórnum. Við hittumst í sal í Mosó, fengum okkur að borða, fórum í leiki og spurningakeppni þar sem mitt lið vann skammarverðlaun😉, dönsuðum, sungum og áttum skemmtilegt kvöld saman..
Ég fór til Heiðar vinkonu minnar 24. febrúar, við pöntuðum okkur heimsendan mat , horfðum á gamla bíómynd og áttum góða kvöldstund..
Föstudaginn 1. mars hitti ég vinkonur mínar Heiði, Gyðu og Kristínu á kaffihúsi eftir vinnu. Við höfðum ekki hist fjórar saman í langan tíma, það var gaman að hitta þær aftur og við stefnum á að endurvekja saumaklúbbinn sem við vorum í hér áður fyrr😏
Laugardaginn 2. mars fórum ég og Gunni á fynda og flotta íslenska leikritið Deleríum Búbónis í Borgarleikhúsinu þar sem er mikið um dans og gömul þekkt flott sönglög og skemmtum okkur vel 😃 mæli með þessu leikriti..
Daginn eftir fórum við svo á stórmyndina Dune 2 í sal 1 í Egilshöll, mæli með þeirri mynd..
Föstudaginn 8. mars var svo komið að æfingabúðum hjá kórum og loksins gátum við haldið þessa æfinga/árshátíðarhelgi utan við bæinn sem er alltaf miklu skemmtilegra og þjappar hópnum betur saman:-)
Ég var að vinna til 14:00, fór svo heim og tók mig til og lagði af stað rúmlega 17:00. Stoppaði í Borgarnesi til að fá mér kaffi og var svo komin á Hótel Bifröst rétt fyrir 19:00. Fór og náði í lykilinn, setti dótið í herbergið og svo var æfing klukkan 20:00. Við gistum á hótelinu, en vorum með æfingar, hádegis og kvöldmat og árshátíðina í gamla Hreðarvatnsskála( sem við leigðum yfir helgina) sem er nokkrar mínútur frá hótelinu. Æfingin var í c.a. 2 tíma og svo var farið heim og lagt sig..
Daginn eftir var morgunmatur og æfing frá 09:30- 17:00 með matar og kaffihléi. Við fengum sendan hádegsmat og kvöldmat frá rekstraraðilum skálans sem reka líka veitinga og gistihúsið Hraunsnef sem er líka staðsett þarna rétt hjá.. Æfingarnar gengu frekar vel og allir orðin hálf raddlausir eftir daginn ..
Svo var aðeins farið upp á hótel, hvílt sig, farið í sturtu og puntað og svo gengum við af stað upp í skálann aftur, vorum c.a. 10 á leiðinni.. Þá tók við árshátíð, matur, leikir, skemmtiatriði, söngur, dansiball og almenn gleði fram eftir kvöldi. Þetta tókst mjög vel og var svo gaman og gott að eiga svona góða samverustund. Ég var til c.a.01:00 og þá gengum við smá hópur saman til baka á hótelið og ég man bara ekki eftir því hvenær ég labbaði heim af djamminu síðast 😁
Morguninn eftir var vaknað snemma, tekið til, fengið sér morgunmat og lagt af stað í bæinn upp úr 11:00.. Mjög skemmtileg helgi að baki og vonandi endurtekin að ári..
Strákarnir komu í gistingu laugardaginn 16. mars😊 pöntuðum okkur pizzu og höfðum cozý, förum svo öll saman í sund á sunnudeginum og Jói kom svo og sótti þá fljótlega eftir sundferðina..
Á laugardagskvöldinu byrjaði enn og aftur að gjósa á svipuðum stað og síðast við Sundhnúkagíga og stendur það gos enn og veit enginn hvenær það hættir..
Miðvikudagurinn 20. mars var langur vinnudagur. Mætti í skólann um 08:00, vann þar til 14:00, fór þá í frístundina til 16:00 og fór þá aftur í skólann þar sem var bingó og föndur fyrir börnin til 17:20 og þá tók við bingó, pizza og samverustund fyrir starfsfólkið, var svo komin heim um 18:30...
Það er stór dagur á morgun þar sem Gunnar okkar er að fermast😍 athöfn í kirkjunni 10:30 og kaffiboð klukan 15:00..
Jamm svona gengur þetta allt saman, þarf að vinna 4 tíma í frístund á mánudaginn og er þá komin í langþráð páskafrí:-)
<< Home