Thursday, July 24, 2014

Gott

 að vera í sumarfríi, hvíla sig, hitta vini og vandamenn, hreyfa sig, sofa út og útrétta..

Veðrið er búið að vera frekar leiðinlegt, blautt og vindur en þó hefur stytt upp og lægt vindinn og það hafa komið sólardagar inn á milli og þá hef ég notað tækifærið og farið út að ganga og skokka, í kringum Rauðavatn,  í Mosó, í Elliðaárdalnum og á Úlfarsárfellið:-)
Langar líka að komast í gönguferðir fyrir utan bæinn, eins og ég hef stundum gert á sumrin, vonandi verður gott veður um helgina eða í næstu viku:-)

Hef átt fínar og skemmtilegar samverustundir með vinkonum mínum og fjölskyldu;
Í gær fórum við mamma á kaffi Nauthól, höfðum það notalegt,  fengum okkur að gott að borða og svo kaffi latte á eftir:-)
Jói bróðir minn bauð mér á kaffihús á afmælisdaginn minn, fórum í hádeginu, fengum okkur stórar og góðar samlokur og kaffi og áttum fína stund saman:-)
Við Víkurskólapæjurnar hittumst á Kaffi Flóru á þriðjudagskvöldið og áttum skemmtilega stund, fengum okkur kakó, kaffi og köku, sátum inni í kózý kaffihúsi, á meðan rigningin buldi á þakinu :-)
Hitti vinkonur mínar sem útskrifuðust með mér úr Ármúlaskóla á kaffihúsi fyrir um tveim vikum, það var mjög gaman, ég hafði ekki hitt eina þeirra í nokkur ár:-)
Átti  góða stund með Guðrúnu og Heiði vinkonum mínum í hádeginu á laugardegi í byrjun júli þegar við hittumst á kaffihúsinu Vegamót og fengum okkur ljúffengan bröns:-)
Ég hef líka farið nokkrum sinnum í bíó, fór fyrir um þrem vikum með Heiði á hasarmynd og svo á kaffihús á eftir, á laugardagskvöldið fórum við Mosóbúar á góða gamaldags kúrekamynd, og í síðustu viku skelltum við mamma okkur á skemmtilega dans og grínmynd:-)
Í fríinu hef ég líka gert ýmsilegt annað, s.s. farið með bílinn í skoðun, hangið í tölvunni, farið út að borða, glápt á TV og DVD myndir, farið til tannsa og kíkt á útsölur í Smáralind og Kringlunni:-)

Nóg í bili, óska ykkur góðra daga og vona að þið hafið það gott:-)