Sunday, May 13, 2018

Nokkrir

gleðilegir og sorglegir viðburðir í apríl og maí.

Apríl:

Það er langt síðan það hafa verið fermingar í fjölskyldunni en þetta árið voru þær tvær (hjá barnabörnum systkina hennar mömmu) og lentu þar að auki á sömu helginni sem er dálítið skondið:-)

Laugardaginn 14. apríl fermdist Máni sonur Pésa frænda og fórum við Jói bróðir í flotta veislu sem var haldin  í Verzló.-)

Daginn eftir fermdist Nikulás sonur  Ágústu frænku og kíktum við Jói í fína veislu heima hjá Steingerði :-)

Eftir fermingarveisluna fór ég aðeins heim og stuttu seinna fórum ég, Gunni, Valli, Jói og Arndís á Grillhúsið að borða saman og halda upp á afmæli Gunna og Valla sem var 12. apríl..
Áttum góða kvöldstund saman, fengum fínustu steik og meðlæti og kíktum svo aðeins í Ásgarðinn í kaffisopa:-)

Seinnipartinn á síðasta vetrardag hitti ég vinkonur mínar þær Heiði og Magdalenu í Egilshöll, við fengum okkur pizzu og fórum svo í bíó á nýjustu myndina um Löru Croft.
Skemmtileg stund, spjallað, hlegið og gaman saman:-)

Kvöldið áður fór ég á kóræfingu og þar fengum við þær fréttir að Dagga í altinum væri látin;-(
Hún hafði verið kórmeðlimur í rúmlega 20 ár..
Hún hafði barist við erfið veikindi í tæplega ár og var orðin mjög veik svo þetta kom ekki beint á óvart en var samt smá sjokk...

Laugardaginn 28. apríl var svo komið að 30 ára afmælistónleikum Mosfellskórsins:-)
Við mættum um tvöleytið upp í kirkju, tókum æfingu og fengum okkur kaffi og svo byrjaði fjörið kl:16:00..
Tónleikarnir gengu vel þrátt fyrir nokkur smá mistök en þetta var skemmtilegt og áhorfendur voru ánægðir og við líka:-)

Eftir rúmlega 90 mínútna söng og gleði var rétt skroppið heim, skipt um föt og síðan lá leiðin á Kringlukránna þar sem við áttum pantaðan hliðarsal:-)
Við fengum ágætis máltíð, súpu og steik, hlógum, kjöftuðum mikið og höfðum gaman:-)
Rúmlega hálf tólf byrjaði dansiball frammi í sal, sjálfur Geirmundur og co, ég fór með fleirum á dansgólfið og dillaði mér og söng í c.a. klukkutíma og fór svo heim ánægð eftir langan og fínan dag:-)

Þá er komið að mánudeginum 30. apríl sem var ágætur fyrir hádegi, en erfiður, tilfinningaríkur og fallegur eftir hádegi. Ég byrjaði daginn á að mæta í vinnuna, við fórum með krakkana í 5. bekk í bátsferð út á sundin blá til að skoða fugla og eyjar...
Þetta var ágætis ferð, börnin voru áhugasöm og gaman að fylgjast með þeim í öðru umhverfi en vanalega:-)
Bátsferðin tók um klukkutíma, við komum í land, borðuðum nesti í Listasafninu og fórum svo aftur upp í skóla..

Ég fékk mér að borða í skólanum og dreif mig svo í jarðaförina hennar Döggu..
Full kirkja af fólki og nær allur kórinn samankominn..
Athöfnin var falleg, tilfinningarík, falleg tónlist og kórinn söng eitt lag í jarðarförinni að ósk fjölskyldunnar. Maðurinn hennar og systir eru líka í kórnum. 
Ég hef aldrei sungið í jarðaför og hvað þá hjá einhverjum sem ég þekki svo þetta tók á.
Systir Döggu stóð við hlið mér og vildi taka þátt í söngum sem var mjög gott hjá henni og við héldumst í hendur og sungum og grétum í bland..
Eftir athöfnina fórum við í erfidrykkuna og sátum þar í um klukkutíma...
Þetta var búið um kaffileytið og ég fór heim þreytt eftir erfiðan dag og lagði mig...

Maí:
Laugardaginn 5. maí fór ég með mömmu í búðarferð, fórum í Hagkaup og Elko og keyptum m.a. fatnað, hraðsuðuketil, matvörur og afmælisgjöf fyrir Jóa...
Jói og strákarnir komu svo í heimsókn seinnipartinn...

Daginn eftir hélt Jói upp á afmælið sitt í Ásgarðinum með litlu og fámennu kaffiboði:-)
Þar voru samankomin; mamma, ég, Gunni, Jói, Birgir, Gunnar, Eddi og Alex sonur Edda...

Á uppstigningardag þann 10. maí komu Jói og strákarnir um hádegisbil og stoppuðu í nokkra klukkutíma. Við áttum góða stund, horfðum á mynd, fengum okkur að borða og fórum út á róló þar sem Birgi og Gunnari fannst  mikið sport að renna sér í misstórum rennibrautum, hlaupa um og róla í stóru rólunni:-)

Í gær vaknaði ég snemma og var komin  til Jóa um 10 leytið, þar sem við Jói og Birgir fórum að sjá Gunnar spila á vortónleikum Suzuki skólans:-)
Tónleikarnir voru flottir og Gunnar stóð sig vel í gítarleiknum..
Eftir tónleikana fór Birgir heim með mömmu sinni en ég, Gunnar og Jói fórum í Ikea til að skoða kojur og fengum okkur að borða í mötuneytinu...
Áttum notalega stund saman:-)
Fórum síðan aftur í Ásgarðinn þar sem bíllinn minn var, ég stoppaði í smá kaffisopa og fór svo að útrétta og í kaffi til múttu, en þeir feðgar fóru í bíó..

Já svona er nú lífið, skiptist á gleði og sorg og skin og skúrir alveg eins og veðrið. Hér hefur snjóað, rignt, blásið og verið glaðasólskin til skiptis undanfarnar vikur:-)
Nóg í bili...
Eigið góða viku..