Sunday, August 18, 2019

síðustu dagar hafa verið dálítið skrýtnir, tilfinningarríkir og erfiðir.

Haddi pabbi kvaddi okkur föstudaginn 9. ágúst 2019;-(

Fimmtudagsmorguninn 15. ágúst flaug ég út ásamt Ingu, Rúnari, Fanney, Steina, Bigga, Hönnu, Heidý, Ebba og Steiney.
Á vellinum hittum við Viggó og Gauja æskuvini pabba sem voru líka að fara í jarðarförina.
Flugið tók um 2,5 tíma, við leigðum bílaleigubíla og keyrðum til Skien sem tók rúmlega 3 tíma.
Allir í hópnum nema ég og Heidý gistu á hóteli svo við stoppuðum þar smástund, fólkið tékkaði sig inn og svo keyrðum við öll heim til Helgu sem býr rétt hjá.

Ég og Heidý gistum þar ásamt Siggu og Mumma sem voru búin að vera nokkra daga hjá Helgu.
Fórum að sofa um 23:00, þreytt eftir erfiðan og langan dag, það er 2 tímamunur, sem þýðir að klukkan var þá um 21:00 að íslenskum tíma..

Vöknuðum um 06:30 daginn eftir, fengum okkur kaffi,  tókum okkur til og vorum komin í kirkjuna um 08:30. Kistulagning var kl. 09:00 og svo var jarðarförin kl:10:00.
Hún fór fram í kyrrþey en það var mikið af fólki um 50-60 manns, vinir, ættingar og vinnufélagar.
Athöfnin var falleg, presturinn léttur í lund og flott tónlist spiluð og sungin. Athöfnin fór fram á norsku og ég skildi smávegis af því sem presturinn sagði.

Ég var kistuberi í fyrsta skipti.
Helga spurði mig þegar ég kom á fimmtudaginn og ég sagði já, að ég treysti mér í það og sé ekki eftir því. Kistuberar voru: Inga, Biggi, ég, Bjarki, Sif og David kærasti Sifjar.
Það gekk vonum framar að koma kistunni út úr kirkjunni og í bílinn..

Það rættist heldur betur úr veðrinu, það var spáð rigningu þennan dag en við fengum sól og 18 stiga hita:-)

Að athöfn lokinni var erfidrykkja í samkomuhúsinu í rúmlega 2 tíma.
Eftir kaffið fórum ég, Helga, Sigga og Mummi heim og stuttu síðar komu: Sif, David, Alexandra, Katla, Robin, Kristján, Fredrik og Heidý í heimsókn.
Við náðum aðeins að hvíla okkur og ég og Heidý fórum í smá  gönguferð um hverfið..

Um sexleytið komu Bjarki og Silje og stuttu síðar komu fleiri ættingjar og vinir í hús.
Síðustu gestirnir fóru svo um 21:30 og við fórum að sofa fljótlega eftir það, alveg búin eftir tilfinningaríkan og fallegan dag og góðar samverustundir..
Hitti litlu, fallegu og yndislegu systkinabörnin mín á föstudaginn í fysta skipti, þau voru feimin fyrst en svo náði ég aðeins að knúsa og fíflast með þeim um kvöldið:-).

Vaknaði um 06:30 daginn eftir, Helga keyrði mig niður á hótel og ég, Inga, Rúnar, Fanney, Steini, Biggi og Hanna keyrðum upp á völl..
Við flugum heim um fjögurleytið að norskum tíma og ég var komin hér heim í Mosó um kl. 18:00 að íslenskum tíma mjög þreytt eftir stutt, erfitt, fallegt og ágætis ferðlag...

já, svona er nú lífið, sorg og gleði, söknuður og hlátur, allt í bland, en fallegar og góðar minningar lifa áfram með okkur:-)

Monday, August 05, 2019

Sumarfrí

jamm, nú líður að lokum sumarfrísins sem hefur verið ágætt, gott veður lengst af og hef ég gert eitt og annað undanfarnar vikur og átt góðar samverustundir með fjölskyldunni, vinkonu minni, og sjálfri mér:-)

Mánudaginn 1. júlí skruppum við Gunni í smá bíltúr út fyrir bæinn, fórum í  gönguferð og skoðuðum rústir nálægt Lækjarbotnum:-) 

5. júlí hittumst við Heiður vinkona á kaffi París niðri í bæ í sól og sumaryl, fengum okkur að borða, spjölluðum heilmikið og gaf hún mér flott hálsmen í afmælisgjöf:-)

Vikuna 12.-19.júlí fórum við fjölskyldan í sumarbústað á Giljareitum rétt hjá Laugarvatni:-)
Við Gunni fórum  föstudaginn 12. júlí, keyptum í matinn á leiðinni og komum á staðinn seinnipartinn í sól og fínu veðri, gengum frá öllum matnum og dótinu, fórum í gönguferð og kíktum svo í heita pottinn:-)

Jói, Gunnar og Birgir komu eftir hádegið á laugardeginum, það var grillað, farið í pottinn og vatnsbyssustríð:-)

Á sunnudeginum fórum við í bíltúr, fengum okkur kaffi og köku á Kaffi Krús á Selfossi í tilefni af því að ég átti afmæli, keyrðum síðan í áttina til Skálholts, stoppuðum á leikvelli á leiðinni þar sem strákarnir fengu smá hreyfingu, skoðum svo Skálholt og fórum svo aftur í bústaðinn þar sem við grilluðum um kvöldið:-)
Ég fékk fullt af kveðjum, skilaboðum og símtölum í tilefni dagsins og fékk líka pening í afmælisgjöf og þakka kærlega fyrir það:-)

Á mánudagsmorgunn fóru Jói, Gunni og strákarnir á fótboltavöll á Laugarvatni en ég tók aðeins til á meðan..
Jói fór svo í bæinn eftir hádegið þar sem hann þurfti að útrétta ýmislegt fyrir afmælið hans Birgis sem var daginn eftir..
en ég, Gunni, Gunnar og Birgir fórum í dýragarðinn  Slakka sem er nálægt Skálholti..
Slakki er flottur og skemmtilegur staður sem ég mæli með, þar er hægt  að skoða dýrin, fara í leiktæki, minigolf og fá sér kaffi:-)
Drengirnir skemmtu sér vel, klöppuðu kisum, fóru í leiktækin, Gunnar hélt á páfagauk og við prófuðum öll minigolfið:-)

Um kvöldið fórum við Birgir  í smá gönguferð í grenjandi rigningu í skóginn sem var rétt hjá húsinu, komum við á leikvelli með sandkassa og rólum sem var í leiðinni og enduðum svo í pottinum með Gunnari og Gunna:-)

Jói og Katrín komu svo um hádegið á þriðjudeginum með pakka, köku og fleira dót og það var slegið upp 4 ára afmælisveislu fyrir Birgi:-)
Birgir og  Gunnar opnuðu nokkra pakka og stuttu seinna komu Björn, Alexander og Ársól í veisluna, við fengum okkur kökur og kaffi, gos og fleira góðgæti, og svo tók við mikið stuð, eðlilega þar sem fjögur börn 4.- 10. ára voru á staðnum, vatnsbyssustríð, heitapottspartý,  opna fleiri pakka, leika með dótið og blöðrunar:-)

Um kvöldið voru grillaðar steikur og meðlæti og eftir matinn fóru Björn og Ársól í bæinn en Alexander fékk að gista og fannst stóru strákunum það spennandi:-)

Um hádegið á miðvikudeginum fóru Jói, Katrín og strákarnir í bæinn en við Gunni vorum eftir til að ganga frá og taka til í bústaðnum og fórum við svo í bæinn um hádegið á fimmtudeginum:-)

Jamm, þetta var ágætis tilbreyting að fara aðeins út úr bænum, en við vorum frekar óheppinn með veðrið akkúrat þessa viku, rigning og hitaskúrir, skýjað, en stytti upp á milli, sólin lét stundum sjá sig og ekki mikill vindur..  en hefði verið gaman að geta verið meira úti á þessum stóra palli en við fórum mikið í pottinn í staðinn, horfðum á vídejó og fórum í bíltúra:-)

Mánudaginn 22. júlí komu Valli og Bubbi að vestan og fórum við öll á Grillhúsið um kvöldið.
Að morgni 24. júli flaug Bubbi  svo til Svíþjóðar og Valli fór til Flateyrar.

25. júlí komu Gunnar og Birgir í gistingu og áttum við fína stund saman:-)

26. júlí kíkti ég til Heiðar, við fengum okkur pizzu, gláptum á mynd, kjöftuðum og ég gaf henni afmælisgjöf:-)

29. júli förum við mamma í bíó á myndina Yesterday, mæli með henni, fjallar um tónlistarmann sem er hrifinn af Bítlalögum og sem lendir í því að verða fyrir strætó um leið og rafmagnsleysi verður um alla jörðina í stuttan tíma. Þegar hann vaknar á sjúkrahúsinu kemst hann að því að engin kannast við Bítlana, Coca Cola, Harry Potter og fleira , og fer hann því að flytja bítlalög og verður heimsfrægur:-)

 Í gær fórum við mamma í smá bíltúr í sól og sumaryl, keyrðum Þingvallaleið og gegnum Grafninginn og Grímsnes og enduðum á Selfossi á kaffi Krús, fengum okkur kaffi og köku, komum aðeins við í Hveragerði og fórum Hellisheiðina heim, fínasti bíltúr sem tók c.a. 4 tíma:-)

Já, svona er nú fríið, hef líka farið í gönguferðir og til tannsa, kíkt á útsölur, hangið í sófanum og glápt á þætti og farið með bílinn í skoðun...

Nóg í bili, farið varlega í umferðinni og eigið góða viku...