Tuesday, May 30, 2006

yndislegt

að sjá hvernig málin eru að leysast eitt af öðru þessa dagana:-)
Sum þeirra eru í mínu lífi en flest þó hjá einstaklingum í kringum mig.
Sum málin eru leyst, önnur við það að klárast og enn önnur ganga hægt en bítandi..
Þau eru af ýmsum toga en flest þeirra sem eru leyst eða við það að leysast eru atvinnutengd;-)
Önnur tengjast m.a. búsetu og heilsu..
Til hamingju með þetta krúttin mín, er svo glöð fyrir ykkar hönd :-)

Langar að enda á fallegu gullkorni frá Sigmund Freud:
"Að deila með öðrum því sem lifað er- það er ljóðið í dagsins önn"

Hafið það gott í kvöld.
Er að fara á X-men 3

Sunday, May 28, 2006

Long time, no see

Dagarnir líða svo hratt að það er erfitt að hafa undan í öllum þeim verkefnum og atburðum sem gerast hvern dag. Stundum er þannig að ekki er um mikið að skrifa og í önnur skipti er svo mikið að gerast að erfitt er að ákveða hvar á að byrja;-)

Hvað hafa nú dagarnir borið í skauti sér?
byrjum á Júróvisjondeginum. Byrjaði á því að fara upp á Vífilstaði til að athuga með bækur sem mig langaði í. Búðin var ekki opin þegar ég kom þangað og því spjallaði ég aðeins við vini mína sem voru í ábyrgð og fékk mér kaffibolla. Þegar ég var að fara þá kom "búðarfólkið" en átti ekki til bókina sem ég var að leita eftir, svo að ég hélt áfram ferð minni á næsta áfangastað sem var í skólanum mínum (því ég var að vinna nokkra tíma þennan dag). Það var hátíð í hverfinu sem og uppskeruhátíð nemenda og sýning á verkum þeirra í skólanum. Flott sýning og glæsileg náms og listaverk hjá þeim. Við vorum búin að setja upp sýningu í stofunni okkar og komu börnin stolt og ánægð að sýna fjölskyldum og vinum verkin sín:-)
Margt var á dagskrá og má þar nefna: skrúðgöngu, leiki, kaffihús, atriði á sal og ekki má gleyma Idol stjörnunni sem kom að syngja, ekkert smá töffari þar á ferð;-)
Skrapp að þessu loknu í verslunarleiðangur og keypti mér aðeins fyrir kvöldið (t.d. röndóttar sokkabuxur og töff svartan bol með silfurlituðum texta ROCK framan á ) sem var nú fyndin tilviljun út af sigurlagi Finna. Fór heim og lagði mig, náði að horfa aðeins á keppnina, fór svo að taka mig til og fór svo í partý og endaði að sjálfsögðu á djamminu, fengum ekki miða á NASA og fórum á REX í staðinn, svaka stuð:-)

Var með góðan, skemmtilegan og fróðlegan umræðufund hér heima á þriðjudeginum:-)
Umræðuefnið var : að vaxa í trú og ábyrgð og höfðum við sko um margt að spjalla og framkvæma í því sambandi. Til dæmis tóku sum okkar auka ábyrgð á fundinum vegna forfalla eins félaga og aðrir voru að taka ábyrgð á fundi í fyrsta skipti( meira að segja einn gesturinn sem er í öðru hverfi, en hefur komið áður )

Margt fleira hefur verið á dagskrá og sumt hefur dottið upp fyrir vegna annara viðburða, til dæmis (og nú fer ég að fá móral), hef ég ekki komist / farið í leikfimi í 2 vikur!
Bæti sko úr því í næstu viku;-)

Var að vinna aðeins upp í skóla í dag, og á uppstigningadag, að vinna í og klára námsmatið, höfum bara hreinlega ekki komist í það fyrr, alltaf eitthvað sem kom uppá og því urðum við bara að nota frídagana í það. gott að vera búnar með það ;-)
Man ekki eftir meira í bili..
jú, er búin að fá leigðan sal fyrir afmælið mitt:-)


Leiðsögn dagsins hljómar svo:
Tilgangurinn með því að við útbreiðum lögmálið er að við gerum hverjum sem er kleift að njóta lífsins til fullnustu og algerrar fullnægju með þessari stórkostlegu trú. Hún veitir einnig fjölda fólks sem þjáist hugrekki og von. Hugrekki sem þannig er skapað er tignarlegt flagg friðar.
Ikeda

Friday, May 19, 2006

Afmæli

Var óvænt boðin í 40.ára afmæli í kveld á hótel Sögu, hjá fjarskyldri frænku og ég sem ætlaði sko ekki að sleppa leikfimi í dag;-)
en þar sem ég er að fara að dansa mikið annaðkvöld þá er þetta í góðu lagi:-)

Leiðsögn dagsins hittir vel í mark hjá mér núna og er í takt við líf mitt og hugsanir þessa dagana;-)

19. febrúar

Þetta lífsskeið mun aldrei koma aftur; það er dýrmætt og óviðjafnalegt. Að lifa án eftirsjár, það skiptir sköpum fyrir okkur að hafa raunhæfan tilgang og að setja okkur stöðugt markmið og áskoranir. Það er jafn þýðingarmikið að við höldum áfram að nálgast tiltekin markmið stöðugt og örugglega, eitt skref í einu.

Hafið það gott um helgina..

Tuesday, May 16, 2006

Leti

er mikið löt núna og nenni ekki að gera neitt, sit hér við tölvuna og geipsa:-0
Planið var að halda umræðufund hér heima í kvöld en vegna forfalla var honum frestað fram í næstu viku. Ég er hálffegin því að ég var ekki alveg búin að undirbúa efnið sem ég ætlaði að tala um á fundinum.

Ferðin í Húsdýragarðinn gekk vonum framar, og sérstaklega í ljósi þess að við þurftum að skipta um vagn í miðri Ártúnsbrekku og taka 4 vagna allt í allt!
Allir voru stillir og duglegir og skemmtu sér konunglega, krakkarnir mínir kunna sig sko á ferðalögum ;-)


Dúllurnar mínar, (Jói og Lára) þið eigið þetta ferðalag svo sannarlega skilið núna eftir erfiða törn :-)
Vonandi skemmtið þið ykkur vel, slakið á, hlaðið orkuna og njótið sumarsins og sólarinnar í botn:-)
Endilega skrifið smá pistil frá Spánarströndum fyrir okkur hin á Ísalandi sem rignum niður í innan við 10 stiga hita:-/

Ég væri alveg til í að vera á flakki í útlöndum núna, dormandi á sólarströnd, djammandi á diskó, eða á búðarrápi í ódýrum fatabúðum í Ameríku :-)
En það styttist óðum í sumarfríið og það eru skemmtilegir og fjölbreyttir dagar framundan í vinnunni, útivera, göngu og fjöruferðir, skólagarðar, hátíð, leikjadagar og skemmtilegheit eftir nokkra daga, bara að klára þetta námsmat og kannanir og svo er hægt að leika og læra úti í bland við inniveru og bókavinnu.
En að sama skapi er þá óskandi að það verði gott veður;-)

Nú styttist óðum í Júróvisjon og ég ætla sko ekki að missa af því, hvorugri keppninni. Svo verður brjálað djamm á laugadagskveldið, stefnum á að fara á NASA þar sem Páll Óskar heldur uppi stemmingu í Júróvisjónpartý:-)
Hlakka mikið til að komast út á djammið í góðum fíling:-)

Já, það er gaman að vera til og elska lífið og hafa nóg fyrir stafni:-)
Læt þetta duga í bili en vil enda á fallegu gullkorni um ástina :-)

"Ástin ljær hversdagslegustu athöfnum fegurð".
Percy Bysshe Shelley (1792- 1822)

Knúsiknús
Sandra

Thursday, May 11, 2006

Grill

Já, hann Jói minn tók sig bara til og grillaði fyrir okkur þessa fínu lambagrillsneiðar:-)
og svo að sjálfsögðu ferskt salat og barbiquesósa með..
Ég er nú ekki mikið fyrir grillað kjöt en þetta var ágætis tilbreyting frá kjúklingamánum, brauði og skyri;-)

Á morgun förum við kennararnir með börnin í vettvangsferð í Húsdýragarðinn, fáum leiðsögn um garðinn og fræðslu um dýrin, svo leikum við okkur og grillum að sjálfsögðu pylsur eins og tilheyrir svona náms- og skemmtiferð:-)
Ekki skemmir fyrir að spáð er sól og blíðu, enga rigningu takk!
Skemmtunin heldur svo áfram seinnipartinn því við Heiður ætlum að fara út að borða og skella okkur svo á bíó,frumsýningu á grín, hasar, og pæjukúrekamynd;-)

Fleiri viðburðir eru á dagskrá um helgina því að á laugardagskvöldið verður farið í betri fötin og skroppið í Þjóðleikhúsið hvorki meira né minna, með vinum og vinnufélögum:-)
Helgin endar svo á því að ég fer á kórtónleika þar sem að hún frænka mín er að syngja:-)

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:
Það skiptir ekki máli hvers konar sorg, þjáningu eða erfiðar aðstæður þú þarft að horfast í augu við. Þegar fram líða stundir muntu spyrja sjálfan þig, “því var ég að þjást yfir hlut sem þessum?” Þess vegna, sama hve alvarleg vandamál þín eru, láttu þau aldrei sigra þig! Þú skalt aldrei aðskilja sjálfan þig frá hinu mikilfenglega kosen rufu. Einnig skaltu aldrei gleyma að kyrja daimoku allan tímann.
Ikeda


Vonandi eigið þið góða helgi..

Monday, May 08, 2006

Börn

unglingar, fullorðnir, mannverur, orð, aðstæður, bílar, ferðalög, umhverfi, sól, hiti, pirringur, störf, bið, spenna, andrúmsloft, orð, peningar, kyrjun, tími, eftirvænting, sitja, hlaupa, stjórn, vonska, ofbeldi, vinátta, útundan, fundur, agi, hringur, matur, og öll hin hugtökin sem ég man ekki í bili.
Farin á ungrakvennafund og kyrja og hlæja og kjafta og fræðast:-)
Góðar stundir..

Saturday, May 06, 2006

tölvuleikir

var búin með leikinn sem ég var að spila fyrir áramót og fór í BT í gær til að reyna að finna nýja, var heppin og fann mér tvo og þar að auki báða á útsölu:-)
Mér finnst skemmtilegast að spila ævintýra og þrautaleiki, þar sem sögupersónan leysir þrautir og verkefni, spjallar við aðra og labbar um. Hef spilað nokkra svona leiki, t.d. Broken sword, Grim fandango, The longest journey og Escape from monkey iceland:-)
Allt skemmtilegir og spennandi leikir með miklum húmor og flottri grafík:-)

Keypti mér leik sem heitir Road to Indía og lofar hann góðu. Er búin með fyrsta borðið sem var frekar létt. Grafíkin og myndirnar eru mjög flottar og hann er í þrívídd sem er flott en ég þarf aðeins að læra á það.
Söguþráðurinn er á þá leið að sögupersónan sem er strákur fær skrýtið bréf frá kærustunni sinni þar sem hún segir honum upp og tekur fram að ekki þýði fyrir hann að hafa samband við sig og hún hafi farið aftur heim til sín til New Delí.
Engar útskýringar eru gefnar upp fyrir þessu í bréfinu. Stráksa finnst þetta dularfullt því daginn áður hafði allt verið í góðu. Hann ákveður því að fara á eftir henni og í flugvélinni á leiðinni dreymir hann vondan draum þar sem hann sér að dömunni hafði verið rænt. Þegar hann er kominn til borgarinnar og í hverfið þar sem hún býr sér hann að maður ( sá sami og í draumnum) dregur stelpuna út úr húsinu og inn í bíl. Eftir stendur mamma hennar grátandi og hann ákveður að fara til hennar og athuga málið. Hingað er ég komin í leiknum og nú er bara að halda áfram:-)
Hinn leikurinn heitir Atlantis og er í svipuðum dúr, sýnist mér. Kíki á hann seinna.

Það er allt gott að frétta, nóg dagskrá framundan.
Á morgun er Kosen-rufu fundur og afmæliskaffiveisla hjá honum Jóa mínum, ætla að baka vöfflur og eitthvað bakkelsi:-)
Næsta vika er full af viðburðum, ungrakvennafundur á mánudag, hverfisfundur á þriðjudag, danstími á miðvikudag, ferð í Húsdýragarðinn með börnin á föstudag og bíóferð um kvöldið, leikhúsferð með vinum og vinnufélögum á laugardagskvöld, og jóróvisiondjamm laugardaginn þar á eftir:-)
Já mér að sko ekki eftir að leiðast á næstu vikum:-)

Vil enda þessa færslu á fallegri og hvetjandi leiðsögn frá Ikeda forseta.
Njótið vel og góða helgi:-)

6. febrúar

Nema því aðeins að við lifum til fulls, einmitt núna, ekki einhvern tíma í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum til eilífðarnóns. Fremur en að fresta aðgerðum til framtíðar, ættum við að leita skilnings á lífinu, hugsa og framkvæma það sem þýðingar mest er, einmitt núna, þar sem við erum stödd – láta hjörtu okkar loga og tendra upp líf okkar. Við getum ekki lifað innblásnu lífi með öðrum hætti.
Ikeda

Wednesday, May 03, 2006

Gullkorn dagsins

er skrifað af Demókrítos og tekið úr bókinni Grísk speki.
Njótið vel

Hamingjan býr ekki í búpeningi og ekki í gulli,
sálin er heimkynni hamingjunnar.

Monday, May 01, 2006

1. mai

Set inn tvö flott spakmæli í tilefni dagsins, bæði eru tekin úr bókinni " Óður til nýrrar aldar" eftir Gunnþór Guðmundsson.

Það fyrra hljómar svona:
Þótt þér finnist miða hægt, er þó hægfara þróun jafnan öruggari en bylting.
Gunnþór (bls 40)

Þessi setning finnst mér líka töff:
Hagvöxtur og framleiðni er keppikefli þjóðanna í dag. Það þarf þó ekki síður mannúð, óeigingirni og náungakærleika til að skipta því sem aflað er.
Gunnþór (bls 40)


Á svo að fara í Laugavegsgöngu í dag eða bara slappa af heima:-)
Kemur í ljós..
Baráttukveðjur
Sandra