Tuesday, May 16, 2006

Leti

er mikið löt núna og nenni ekki að gera neitt, sit hér við tölvuna og geipsa:-0
Planið var að halda umræðufund hér heima í kvöld en vegna forfalla var honum frestað fram í næstu viku. Ég er hálffegin því að ég var ekki alveg búin að undirbúa efnið sem ég ætlaði að tala um á fundinum.

Ferðin í Húsdýragarðinn gekk vonum framar, og sérstaklega í ljósi þess að við þurftum að skipta um vagn í miðri Ártúnsbrekku og taka 4 vagna allt í allt!
Allir voru stillir og duglegir og skemmtu sér konunglega, krakkarnir mínir kunna sig sko á ferðalögum ;-)


Dúllurnar mínar, (Jói og Lára) þið eigið þetta ferðalag svo sannarlega skilið núna eftir erfiða törn :-)
Vonandi skemmtið þið ykkur vel, slakið á, hlaðið orkuna og njótið sumarsins og sólarinnar í botn:-)
Endilega skrifið smá pistil frá Spánarströndum fyrir okkur hin á Ísalandi sem rignum niður í innan við 10 stiga hita:-/

Ég væri alveg til í að vera á flakki í útlöndum núna, dormandi á sólarströnd, djammandi á diskó, eða á búðarrápi í ódýrum fatabúðum í Ameríku :-)
En það styttist óðum í sumarfríið og það eru skemmtilegir og fjölbreyttir dagar framundan í vinnunni, útivera, göngu og fjöruferðir, skólagarðar, hátíð, leikjadagar og skemmtilegheit eftir nokkra daga, bara að klára þetta námsmat og kannanir og svo er hægt að leika og læra úti í bland við inniveru og bókavinnu.
En að sama skapi er þá óskandi að það verði gott veður;-)

Nú styttist óðum í Júróvisjon og ég ætla sko ekki að missa af því, hvorugri keppninni. Svo verður brjálað djamm á laugadagskveldið, stefnum á að fara á NASA þar sem Páll Óskar heldur uppi stemmingu í Júróvisjónpartý:-)
Hlakka mikið til að komast út á djammið í góðum fíling:-)

Já, það er gaman að vera til og elska lífið og hafa nóg fyrir stafni:-)
Læt þetta duga í bili en vil enda á fallegu gullkorni um ástina :-)

"Ástin ljær hversdagslegustu athöfnum fegurð".
Percy Bysshe Shelley (1792- 1822)

Knúsiknús
Sandra