Thursday, May 11, 2006

Grill

Já, hann Jói minn tók sig bara til og grillaði fyrir okkur þessa fínu lambagrillsneiðar:-)
og svo að sjálfsögðu ferskt salat og barbiquesósa með..
Ég er nú ekki mikið fyrir grillað kjöt en þetta var ágætis tilbreyting frá kjúklingamánum, brauði og skyri;-)

Á morgun förum við kennararnir með börnin í vettvangsferð í Húsdýragarðinn, fáum leiðsögn um garðinn og fræðslu um dýrin, svo leikum við okkur og grillum að sjálfsögðu pylsur eins og tilheyrir svona náms- og skemmtiferð:-)
Ekki skemmir fyrir að spáð er sól og blíðu, enga rigningu takk!
Skemmtunin heldur svo áfram seinnipartinn því við Heiður ætlum að fara út að borða og skella okkur svo á bíó,frumsýningu á grín, hasar, og pæjukúrekamynd;-)

Fleiri viðburðir eru á dagskrá um helgina því að á laugardagskvöldið verður farið í betri fötin og skroppið í Þjóðleikhúsið hvorki meira né minna, með vinum og vinnufélögum:-)
Helgin endar svo á því að ég fer á kórtónleika þar sem að hún frænka mín er að syngja:-)

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:
Það skiptir ekki máli hvers konar sorg, þjáningu eða erfiðar aðstæður þú þarft að horfast í augu við. Þegar fram líða stundir muntu spyrja sjálfan þig, “því var ég að þjást yfir hlut sem þessum?” Þess vegna, sama hve alvarleg vandamál þín eru, láttu þau aldrei sigra þig! Þú skalt aldrei aðskilja sjálfan þig frá hinu mikilfenglega kosen rufu. Einnig skaltu aldrei gleyma að kyrja daimoku allan tímann.
Ikeda


Vonandi eigið þið góða helgi..