Sunday, April 21, 2019

apríl

Laugardaginn 6. apríl hélt skólinn upp á 60 ára afmælið með opnu húsi og ég kíkti á herlegheitin:-)
Það voru ræður, lúðrasveitin spilaði nokkur lög, skólakórinn söng og nemendur á miðstigi sýndu flott frumsamið atriði..
Svo voru gamlar ljósmyndir og verk nemenda til sýnis og kennslustofurnar voru opnar:-)
Það var mikið af fólki og dagurinn gekk vel fyrir sig:-)
Vikuna á undan var afmælisvika þar sem við héldum upp á afmælið með skrúðgöngu, sparinesti, dansiballi  í salnum, bjuggum til kórónur og margt fleira:-)

Sunnudaginn 7. apríl fórum ég, Jói, Gunnar og Birgir í fermingarveislu hjá Snædísi dóttur hennar Brynju sem haldin var í sal í safnaðarheimili Digraneskirkju:-)

Föstudaginn 12. apríl var héldum við árshátíð nemenda í 1.-7. bekk með allskonar uppákomum, góðum hádegismat, skemmtiatriði kennara, dansiball í salnum, sparinesti, þrautastöðvum í leikfimihúsinu, leiktíma og vídjómynd.
Dagurinn var skemmtilegur og tókst vel, en mikið var starfsfólkið fegið þegar dagurinn var liðinn og við komin í páskafrí eftir langa og dálítið erfiða törn:-)
Eftir vinnu fór ég til mömmu og svo heim.

Gunni varð 60 ára föstudaginn 12. apríl og af því tilefni komu Jói og Katrín í kaffi og köku um kvöldið og á  sunnudagskvöldið fórum Gunni, ég og Jói út að borða á Aski til að halda aftur upp á afmælið:-)

Mánudagurinn var rólegur, fór með bílinn í smurningu og í búð..
Á þriðjudaginn hitti ég Heiði vinkonu mína á veitingahúsi í hádeginu og kíkti svo til mömmu:-)
Á miðvikudagsmorgun fór ég til tannsa og tók því rólega þann daginn..

Gunnar kom í heimsókn og gistingu á fimmtudaginn, ég sótti hann í Ásgarðinn og við komum við í Hagkaup í leiðinni, því ég þurfti að kaupa smávegis og það bættist í körfuna ný náttföt sem hann langaði í, bolti og Pezkall:-)
Jói og Birgir komu svo daginn eftir og náðu í Gunnar þar sem það er pabbahelgi:-)
Þegar þeir voru farnir kíkti ég til mömmu, kom svo við á þvottaplaninu á bensínstöðinni og skolaði mestu drulluna af Súkkunni minni:-)

Rólegheit í gær, við fórum í matarbúð, gláptum á TV, borðuðum páskaegg og svo fór ég í smá göngutúr í rigningu og roki...

Jói og strákarnir koma í páskamat í dag, mánudagurinn er óráðinn og svo er bara vinna á þriðjudaginn, þar sem ég byrja aftur sem stuðningsfulltrúi því kennarinn sem ég leysti af á að koma í vinnu þá:-)

Jamm, svona er lífið í páskafríinu í sveitinni...
njótið helgarinnar og passið ykkur á páskaeggjunum:-)