Friday, December 22, 2023

Dásamlegt

 að komast í langþráð jólafrí😀

Birgir kom og gisti hjá okkur 1. des. Hann teiknaði og litaði þessa flottu mynd:

 

Ég fór á dásamlega tónleika í skólanum föstudagskvöldið 1. des sem tveir vinnufélagar mínir úr frístundinni (vanar söngkonur) stóðu fyrir ásamt hljómsveit..

 Mjög flottur consert, falleg og skemmtileg lög, flottur flutningur, góð, heimilsleg og hátíðleg stemming, mikið af starfsfólki, nemendum, foreldrum og öðrum gestum, komst í smá jólaskap eftir þetta😄

15. des sýndu nemendur í 5. bekk fallegu Lúsíusýninguna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra og þetta er alltaf hátíðleg stund..

Seinasti vinnudagurinn var 21. des, var að vinna frá 08:00-16:00 og var mikið um að vera þennan dag, jólaball, leiktími, sparinesti, friðarganga um hverfið, vöfflukaffi, litlu jól og vidjógláp...mikið stuð og gaman:-)

Í gær var klárað að kaupa í jólamatinn og svo bara afslöppun í dag...

Ég hef farið nokkrum sinnum að syngja jólalög með kórnum; fór í Kjarnann í Mosó, í Smáralind, söng við opnun jólatréskógar í Mosó og endaði svo törnina á að syngja á elliheimili í Mosó, alltaf sérstök upplifun og gefandi að syngja þar..😊

Kíkti líka í jólakaffiboð til Ágústu frænku einn laugardag í des..

Við Heiður áttum góða samverustund laugardaginn 16. des.. Hittumst í hádeginu á veitingastaðum Kol á Skólavörðustíg, fengum okkur jólabröns og skiptumst á gjöfum.. Röltum svo aðeins á Laugaveginum í ágætis veðri og keypti hún nokkrar jólagjafir á leiðinni😉

Við erum búin að setja upp jólatréð, skreyta og pakka inn öllum gjöfunum, gerðum það snemma í des, enda allar gjafir komnar þá í hús og ekki eftir neinu að bíða...

Á morgun höldum við svo jólin, í þetta sinn heima hjá Jóa og co,, Wellingtonsteik og meðlæti,  pakkastuð og samvera, verðum  9- 10 manns😄. Jói og Sara koma svo hingað í hamborgarahrygg á aðfangadag og svo eru bara letidagar framundan..

Nóg í bili, óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári...

Sandra lataskata..