Sunday, May 16, 2010

yndisleg

helgi að baki:-)
Fór á magnaðan og góðan ungrakvennafund á föstudagskvöldið, heyrði frábærar reynslur, leiðsagnir, fræðslu og tók þátt í góðum umræðum:-)

Í gær var ég í ábyrgð á laugardagskyrjun, fór svo í Kringluna og keypti afmælisgjöf handa vinkonu minni:-)
Fór svo í 30 ára afmælispartý í gærkvöldi hjá vinkonu minni sem útskrifaðist með mér úr FÁ(Ármúlaskóla) fyrir 10 árum og við fórum saman ásamt fleiri í útskriftarferð til Portúgals árið 2000:-)
Ég hitti líka í partýinu fleiri krakka úr Ármúla og sum þeirra hef ég ekki hitt í nokkur ár, gaman að hitta þetta fólk aftur og endurnýja gömul kynni:-)
Svo fórum við 3 Ármúlapæjur niður í bæ og dönsuðum í tæpa 2 tíma á skemmtistöðunum Torvaldsen og Austur, rosa fjör og gaman:-)

Í dag komu svo Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn í heimsókn:-)
Við förum m.a. í gönguferð í Mosó og fengum okkur svo ís og ávexti hér heima að gönguferð lokinni:-)
Ég tók nokkrar myndir og setti þær í myndasafnið:-)

Svo er jafnvel stefnt á bíóferð í kvöld að sjá Robin Hood:-)

Vil þakka öllum sem ég hitti um helgina fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir:-)

Vona að þið eigið góða viku framundan..
Hópknús...
Sandra sumarbarn...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

12.maí

Ég vil að þú skiljir hárnákvæma starfsemi hugans. Það hvernig þú stillir huga þinn og öll framkoma þín hefur mikil áhrif á sjálf þitt og umhverfi. Búddíska kenningin um að hvert augnablik innihaldi þrú þúsund möguleika, útskýrir fullkomlega hinn sanna kjarna lífsins. Í gegnum kraft okkar innri styrks, getum við umbreytt sjálfum okkur, fólki í kringum okkur og landinu sem við búum í.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, May 12, 2010

mikið

og margt búið að gerast undanfarið:-)
Þann 1. maí héldum við búddistarnir upp á nokkur stórafmæli m.a. 80 ára afmæli SGI með því að hafa opið hús á Laugavegi:)
Það gekk allt saman vel og það komu yfir 100 manns í heimsókn, hlustuðu á söngatriði, skoðuðu sýningar um menntun, sjálfbæra þróun, mannréttindi og Ikeda og spjölluðu um lífið, tilveruna, búddisma og fleira:-)
Það var líka skemmtilegt og skrýtið að kyrja í húsi á Laugavegi sem var með stórum gluggum og sást vel inn frá götunni:-)

Ég fór í hotyoga um daginn og ég elska þessa tíma, taka vel á í 38-40 stiga heitum sal, teygja á ýmsum vöðvum, svitna mikið og vera alveg búin á því og enda svo í gufubaði:-)
Daginn eftir var ég með harðsperrur á ótrúlegustu stöðum og dreif mig því í sundlaugina, settist í nuddpottinn og notaði kraftmikla nuddbununa til að mýkja upp auma vöðva, endaði svo á þvi að fara í gufubað og þurrsauna sem var mjög gott;-)

Jói bróðir átti afmæli um daginn og fórum við í smá afmæliskaffiboð um kvöldið:-)
Gunnar litli frændi var hress og vakandi og sat lengi hjá okkur. Það voru teknar margar myndir þetta kvöld:-)
Myndirnar má sjá á myndasafnssíðunni:-)
Svo varð Gunnar 3. mánaða þann 11. maí, mikið hvað tíminn líður fljótt;-)

Jamm annars gengur allt sinn vanagang, ég fer í vinnu, stunda leikfimi, fer á fundi og kyrjanir, kíki í heimsóknir til vina og fjölskyldu, fer í bíó og svo framvegis:-)

Framundan er m.a. leikfimi, valkyrjuábyrgð á laugardaginn, 30. ára afmælispartý og ungrakvennafundur:-)

Læt þetta nægja í bili..
Vona að ykkur líði vel á líkama og sál, farið vel með ykkur og njótið samverustunda með fjölskyldu og vinum:-)

Nam-mjó-hó-renge-kjó...
Sandra

Vil enda á leiðsögn um hugrekki og erfiðleika.

7.maí

Það gerist ýmislegt í lífinu. Við eigum gleðidaga og sorgardaga. Stundum gerist eitthvað óskemmtilegt. En það er það sem gerir lífið þess virði að berjast fyrir því. Þeir erfiðleikar sem við mætum eru hluti þess að vera manneskja. Ef við mundum aldrei reyna neinar breytingar eða erfiðleika í lífi okkar, ef ekkert óvænt gerðist, mundum við vera rétt eins og vélmenni, líf okkar væri óbærilega tilbreytingalaust og leiðinlegt. Þess vegna skaltu þroska með þér sterkt sjálf, svo að þú getir tekist á við erfiðleikana í lífi þínu af óttaleysi og stillingu, frammi fyrir hvaða breytingum sem þú mætir.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda