Saturday, March 31, 2007

Páskaeggjagrín:-)

Get ekki borðað nautakjöt - riðuveiki....
Get ekki borðað kjúkling - fuglaflensa...
Get ekki borðað egg - Salmonella
Get ekki borðað svínakjöt... - óttast að fuglaflensan herji á svín!
Get ekki borðað fisk... þungmálmar hafa mengað fæðu þeirra
Get ekki borðað ávexti eða grænmeti... - skordýraeitur og illgresiseyðir!

Hmmmmmmmmm!!!!!!!!!!!!!
M
M
M
M
M
M
M

Mér sýnist að eftir standi
SÚKKULAÐI!!!!!!!!
MUNDU AÐ - - -
"STRESSED"
STA FA Ð AFTUR Á BAK ER...
" DESSERTS "

Sendu þessi skilaboð til fjögurra vina og þú losnar við 1 kíló.

Sendu þetta til allra sem þú þekkir (eða hefur einhvern tíma þekkt) og þú léttist um 5 kíló.

(Ef þú eyðir þessum skilaboðum bætirðu samstundis við þig 5 kílóum)
("Þess vegna varð ég að senda þetta áfram ---- vildi ekki taka neina áhættu:-)

Tuesday, March 27, 2007

Umhverfisvernd

Var að fá sent eftirfarandi bréf sem mig langar að deila með ykkur.

Vissir þú:

Að stjórnvöld stefna að því að gera Ísland að einni stærstu
álbræðslu í heimi með stækkun í Straumsvík, álveri á Austurlandi, við
Húsavík, stækkun í Hvalfirði, nýju álveri í Helguvík og hugsanlega á
Þorlákshöfn?

Að á næstu árum þarf að virkja á 25-30 nýjum stöðum, eða sem nemur 3
Kárahnjúkavirkjunum?

Að þessi álver munu nota 10 sinnum meiri orku en öll íslenska þjóðin?

Að mengun frá álverksmiðjum við Faxaflóa verður meiri en frá
tvöföldum bílaflota landsmanna?

Að svæðið kringum höfuðborg Íslands verður þar með eitt mesta
stóriðnaðarsvæði í heimi með tilheyrandi orkumannvirkjum,
rafmagnslínum og milljón tonna álframleiðslu?

Að þessi álbylting mun samt aðeins skapa störf fyrir 0.7% landsmanna en
skapa gríðarlegar langtímaskuldir fyrir Íslendinga.

Ef þessar 5 verksmiðjur munu þurfa að stækka í framtíðinni til
samræmis við óskir Alcan um stækkun í Straumsvík þyrfti að fullvirkja
allt
sem virkjanlegt er á Íslandi.

Ef þú vilt hafa áhrif á þessa þróun og áhrif á
framtíð lands og þjóðar geturðu skrifað undir sáttmála á
vefsíðunni

http://framtidarlandid.is/sattmali

Vigdís Finnbogadóttir er verndari sáttmálans.

Kynntu þér málið!

Saturday, March 24, 2007

mikið um að vera

Á fimmtudagskvöldið var umræðufundurinn hjá hverfinu mínu og hann gekk betur en ég þorði að vona:-)
ég hafði nefnilega verið pínulítið stressuð dagana á undan, m.a. var undirbúningur vegna fræðslu sem ég átti að vera með á fundinum og fleira sem þurfti að hugsa fyrir.

Á föstudaginn var árshátíðin hjá börnunum í 1.-3. bekk og tókst hún mjög vel, krakkarnir stóðu sig með prýði í skemmtiatriðunum, sungu, dönsuðu og leiku leikrit, það var fullur salur af foreldum og systkinum og mikið stuð á dansiballinu sem var í lokin:-)
Við kennararnir tóku að sjálfsögðu fullan þátt í hátíðinni, stjórnuðu dansi og dilluðum okkur með á gólfinu, lékum stuttan leikþátt úr Dýrunum í Hálsaskógi,í búning og öllu og sungu eitt lag;-)

Í dag voru æfingabúðir í Skálholti hjá kórnum mínum og tókst það mjög vel:-)

Ekki fleiri fréttir í bili..
Sandra

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:
Trúin er barátta milli Búddhaeðlisins og djöflana hið innra. Því aðeins að þú byggir upp sterkt lífsástand, sem er ósigrandi mitt í hvers konar erfiðleikum, mun þér auðnast að finna leiðina til friðar og sannrar hamingju. Fullkomlega ósigrandi, friðsælt og ánægjulegt líf er einungis mögulegt ef þú grundvallar staðfasta trú sem aldrei haggast – hvað sem á dynur. Hafðu þetta ávallt hugfast.
D. Ikeda

Tuesday, March 20, 2007

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti


Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti, 17. - 25. mars 2007

Nú stendur yfir Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21.mars. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Evrópuvikan miðar að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóðernishyggju í álfunni og stuðla þannig að umburðarlyndu Evrópusamfélagi þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.

Birtingarmyndir kynþáttamisréttis eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttamisrétti nær yfir vítt svið - allt frá fordómum til ofbeldisverka. Kynþáttamisrétti á Íslandi birtist helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu - þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem ,,hreinir” Íslendingar; fólki er meinaður aðgangur að skemmtunum, það fær lakari þjónustu og atvinnu, er tortryggt og þarf jafnvel að þola að stjakað sé við því og hreytt í það ókvæðisorðum á almannafæri.

Á síðustu mánuðum hafa málefni innflytjenda verið ofarlega á baugi og það er áhyggjuefni hversu borið hefur á fordómum, útlendingafælni og þjóðernishyggju í umræðunni. Í árslok 2006 voru erlendir ríkisborgarar 6% af heildarmannfjölda á Íslandi; það er staðreynd að íslenskt samfélag er fjölmenningarlegt og því verður ekki breytt. Til að vinna gegn misrétti og fordómum í garð fólks af erlendum uppruna á Íslandi taka Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Alþjóðahús, Amnesty International, Rauði krossinn, Ísland Panorama, ÍTR, Jafningjafræðsla Hins hússins, Soka Gakkai Íslandi og Múltíkúltí, menningarmiðstöð húmanista þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti með ýmsum hætti.

Á morgun, miðvikudaginn 21.mars, Kl. 17, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, munu keppendur X-factor taka höndum saman við ofangreind samtök og standa að viðburði í Smáralind gegn kynþáttamisrétti. Keppendur X-factor munu troða upp og ungt fólk býður upp á fjölmenningarsspjall, sælgæti og barmmerki.

Saturday, March 17, 2007

Skilgreiningar

Hvað er vinátta?
Hvað er ást?
Hvað er að vera hamingjusamur?
Hvernig er góð manneskja?
Hvernig er sýnin á frið í heiminum?

Gaman væri að fá ykkar viðbrögð við þessum spurningum:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um lífskraftinn..

Lífið inniheldur mátt, eins og eldtungur sem teygja sig upp til himins, til að umbreyta þjáningum og sársauka í þá orku sem þarf til að skapa verðmæti, - í ljós sem lýsir upp myrkrið. Líkt og vindur sem næðir óhindrað um miklar víðáttur, á lífið kraft til að uppræta og sigrast á hindrunum og erfiðleikum. Líkt og tært flæðandi vatn, getur það skolað burt blettum og óhreinindum. Og lífið - líkt og hin mikla jörð sem framfleytir plöntum og gróðri - verndar allt fólk án aðgreiningar með hinum samúðarfulla nærandi krafti sínum.

Góða helgi.
Sandra

Thursday, March 15, 2007

Í augnablikinu

er slökkt á tímaskynjaranum á mér.
Það virðist alltaf vera sömu dagarnir sem renna upp, föstudagur, helgi, mánudagur, föstudagur, mánudagur.
Þetta er á köflum hálf dularfullt og ógnvekjandi.
Hvað verður um hina dagana?
Þeir eru líka mjög fínir og skemmtilegir:-)
En svona er þetta daglega líf, vikan byrjar, svo kóræfing á þriðjudagskvöldum, miðvikudagar oftast rólegir, búddafundir á fimmtudögum(samt ekki vikulega), helgin nálgast, oft hægt að sofa út, sameiginlegar kyrjanir í boði á laugardagsmorgnum og sunnudagskvöldum, rólegir sunnudagar og svo er aftur ný vika..

Það er alveg að koma páskafrí:-))

Nóg að gera um helgina: hjálpa mömmu að taka til í geymslunni, hitta vinina, bíóferð, vídjókvöld, ungmennahátíð á laugardagskvöld, vinna verkefni í endurmenntun á sunnudag, og svo aftur ný vika..

Já það er yndislegt að vera til og upplifa svona margt:-)

Ég segi þá núna góða helgi og vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

Lífið er fullt af ófyrirsjánalegum þjáningum. En eins og Eleanor Roosevelt segir: "Ef þú getur lifað af [erfiðar aðstæður] getur þú brotist í gegnum allt. Þú ávinnur þér styrk, hugrekki og sjálfstraust með sérhverri reynslu þar sem þú virkilega nemur staðar til að horfast í augu við óttann. Þú getur þá sagt við sjálfan þig, – Ég lifði af þennan hrylling. Ég get tekist á við það næsta sem kemur upp." Þetta er kórrétt. Að stríða við mikla erfiðleika gerir okkur kleift að þroskast stórkostlega. Þá getum við kallað fram og birt hæfileika sem blundað hafa hið innra með okkur. Erfiðleikar geta verið uppspretta nýs, kraftmikils vaxtar og jákvæðrar framþróunar.

Monday, March 12, 2007

Flotta kakan

Kökubakstur

Nú hefst sögustund um kökubakstur:-)
Sagan hefst á því að tilkynnt er í vinnunni að á morgun sé starfsmannakaffi og undirrituð eigi að koma með köku. Þar sem ég er hvorki hrifin af að baka né hef mikla reynslu í því er ákveðið að redda sér með því að grípa ostaköku í búðinni á leiðinni heim.

Að loknum vinnudegi minnist ég á þetta snilldarráð við samstarfskennara minn en fæ vægast sagt neikvæðar undirtektir þar sem viðkomandi segist ekki borða svoleiðis kökur..
Hún heimtar að fá súkkulaðiköku og bendir mér á Betty Crooker djöflakökuduft:-)
Ég umla eitthvað á móti en ákveð svo að taka áskoruninni og spyr svona meira í gríni hvernig eigi að fara að(því ég hef notað svona deig áður).
Að útskýringum loknum berst talið að kreminu og ég segi voða góð með mig að hægt sé að fá tilbúið krem í dollum frá sama framleiðanda. Þá hnussar í minni, það verði sko að vera heimatilbúið krem, búið til úr flórsykri, kaffi og ákveðinni tegund af kakói.
Þá hlæ ég við og segi" þvílíkar kröfur góða mín" :-)
En get ekki skorast undan þegar þarna er komið sögu;-)

Nú tekur búðarferðin við. Farið er á milli ganga til að finna allt hráefni. Kökuduftið finnst fljótt sem og ólífuolían. Öllu verra er að þetta ákveðna kakóduft er ekki til í búðinni;-(
Nú eru góð ráð dýr en málinu er bjargað þegar flórsykur með súkkulaðibragði finnst í einni hillunni, og til að gera kremið enn bragðmeira er tekin ákvörðun á staðnum um að blanda Swiss Miss kakódufti út í kaffið og sykurinn og fær ein dós af því að fljóta með í körfunni:-0
Til að toppa allt kaupi ég Smartís til skreytingar:-)

Heimabakstur
Þegar kvölda tekur er farið að huga að sjálfum bakstrinum. Undirrituð er orðin nett taugaóstyrk og tilkynnir heimafólki að áhættuatriði kvöldsins sé að hefjast:-)
Þá bregður svo við að einn fjölskyldumeðlimur verður mjög áhugasamur og vill endilega hjálpa til, fer að taka fram form og hráefni og stilla ofninn. Mín verður þá örlítið nervusari(þó líka í gríni í bland) og biður viðkomandi góðlátlega um að yfirgefa eldhúsið, og sá hinn sami flýr út í bílskúr í hláturskasti:-)
Nú er ekkert til fyrirstöðu, kveikt er á útvarpinu og skellt sér í að smyrja formið og sulla saman efnum. Náð er í þeytara og hrært vel og lengi næstum því þar til höndin er orðin dofin..+
Síðan er deiginu ausið og smurt í formið og allt inn í sjóðheitan ofninn, klukkan stillt á 30 mín og fengið sér kaffi. Að loknum bökunartíma er kakan brún og falleg og lítur eðlilega út. Staðan núna er þannig að kakan er að kólna við opinn glugga og ég á eftir að búa til kremið og skreyta með Smartís, vonandi gengur það allt vel;-)
En hvort kakan sé æt, það kemur í ljós á morgun..

Ég þakka góða áheyrn og vona að þið hafið notið sögunnar:-)
Góðar stundir
Sandra kökumeistari:-)

Sunday, March 11, 2007

Andartakið flogið

Hef uppifað margt og mikið undanfarið og gert margt skemmtilegt sem ég hef ekki skrifað um, t.d, notalegu sumarbústaðaferðina, gefandi vinnuna, skemmtilega félagslífið, flotta kórinn og frábæru búddistafundina og skrínlagninguna:-)
En skrifstuðið kemur oft þegar ekki er hægt að komast í tölvu,
t.d. í bílnum eða í vinnunni og svo þegar heim er komið er andartakið flogið á brott ;-(
Segi ykkur kannski frá þessu seinna.
Óska ykkur góðrar viku
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

Aðstæður þínar skipta engu. Allt hefst með þér. Þú verður að sækja fram upp á eigin spýtur. Ég hvet hvert og eitt ykkar til að skapa eitthvað, byrja á einhverju og láta ykkur heppnast upp við eitthvað. Þetta er kjarni mannlegrar tilvistar, áskorun æskunnar. Í þessu felst hinn dásamlegi vegur lífsins sem ávallt liggur til framtíðar.