Monday, December 31, 2007

ég

er alveg í skýjunum núna:-)
Vinkona mín var nefnilega að segja mér svo frábærar fréttir og ég samgleðst henni innilega:-)

Langar að setja hér inn svo fallegan texta sem ég fann á netinu og vona að mér sé fyrirgefið þó ég fái hann lánaðan. Þetta á nefnilega erindi við okkur öll..


Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu
hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú
gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er satt!

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.

2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.

3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er að viðkomandi vill vera eins og þú.

4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.

5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa.

6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.

7. Þú ert einstök/einstakur og sérstök/sérstakur í þessum heimi

8. Einhver sem þú þekkir ekki elskar þig.

9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum verður eitthvað gott úr því.

10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.

11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.


Vona að þið eigið gott og notalegt kvöld og skemmtið ykkur fallega í kvöld:-)
Áramótakveðja
Sandra


Og svona að lokum er leiðsögnin frá Ikeda:

31.desember

Til þess að lifa lífi sem er innblásið og getur gefið öðrum innblástur, þurfa hjörtu okkar að vera lifandi; þau þurfa að vera fyllt af ástríðu og ákafa. Til að ná því, eins og Toda forseti sagði líka, þurfum við kjarkinn til að “vera sönn sjálfum okkur í lífinu.” Til til að vera sönn sjálfum okkur, þurfum við hugarstyrk til að láta ekki stjórnast af umhverfi okkar eða vera upptekin af hégóma og ytri ásýnd. Frekar en að fá lánað eða herma eftir öðrum, þurfum við þá sannfæringu að vera fær um að hugsa fyrir okkur sjálf og framkvæma samkvæmt okkar eigin ábyrgðartilfinningu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Gamlársdagur



Hjartans þakkir fyrir samveruna, samskiptin og samvinnuna á árinu sem er að líða:-)
Óska ykkur gleði, friðar og velgengni á öllum sviðum lífs ykkar og vona að þið eigið frábært, viðburðarríkt og yndislegt ár framundan:-)

Áramótakveðja
Sandra

Sunday, December 30, 2007

árið 2007

virðist ætla að enda með veðrahvelli, það er spáð svipuðu veðri á morgun;-(
Set hér tvær myndir sem ég tók áðan, veit ekki hvort þið sjáið vel hvað er að gerast á þeim svo ég ætla aðeins að útskýra: það er verið að dæla og ryðja burtu vatnselgnum sem safnaðist saman í kringum hringtorgin..




Ekkert meira að segja í bili..
Adios
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:

30. janúar
Búddhismi kennir að 'öll fyrirbæri alheimsins eru birting Lögmálsins' (Gosho Zenshu, s. 564). Ég vona að með þennan skilning að leiðarljósi munið þið temja ykkur rannsakandi og leitandi hugarfar af leiftrandi krafti og ákveðni. Heilinn hefur getu sem er eins víðtæk og takmarkalaus og alheimurinn. Hvernig getum við dregið fram hin skapandi öfl heilans? Það er aðeins ein aðferð til að draga fram til fulls vitsmunalega hæfni okkar – að einbeita hug okkar stöðugt að starfi.

Saturday, December 29, 2007

Himininn

var svo flottur áðan:



svo eru fleiri myndir á myndasíðunni:-)

En þetta veður er víst lognið á undan storminum og síðasti dagurinn til að fara á skíði eða snjósleða í bili því á morgun á að vera mikil rigning og rok...

En ég hef nú ekkert að segja núna, vildi bara sýna ykkur þessi fallegu bleiku ský;-)
Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda og óska ykkur góðrar helgar..
Sandra

29. desember

Hver er virkilega stórkostleg? Ég vona að þú þróir með þér þann hæfileika að koma auga á stórfengleika manneskjunnar. Stórkostleg manneskja er sú sem myndar einingu meðal annara manneskja í gegnum einlægar samræður, vopnuð áreiðanlegri heimspeki, með báða fætur á jörðinni. Stórkostleg manneskja er sú sem býr meðal fólks og ávinnur sér óhagganlegt traust þeirra. Hverfular vinsældir og tímabundin tískufyribrigði eru ekkert nema blekking.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, December 27, 2007

Jamm

frekar mikil leti í gangi núna, svo mikil að ég nenni ekki út úr húsi;-)
í þennan kulda og snjó..brrrr+



Ekki það að ég þarf ekkert að fara eða gera neitt sérstakt í dag, svo ég bara kúri mig undir sæng með góða bók:-)

En seint í kvöld þá rennum við upp á völl og náum í Jóa og Láru sem eru að koma heim í jólafrí:-)

Annars eru jóladagarnir búnir að vera svolítið undarlegir þetta árið, t.d. á jóladag kyngdi niður snjó og það var blindbylur hér í Mosó svo varla sást á milli húsa. Ég var bara enn á náttfötunum þegar ég hringdi í afa um fimmleytið og hálfpartinn afboðaði komu mína í jólaboðið vegna veðurs. En svo u.þ.b. klukkutíma seinna þá allt í einu birti til og hætti að snjóa svo að ég dreif mig í sturtu og betri föt, fór út og þurfti að klofa yfir snjóskafla til að moka af bílnum;-)
En komst að lokum í jólaboðið, hangikjöt og tilheyrandi..

Annar í jólum (26.des) var líka svolítið undarlegur dagur þar sem ég var aðeins að aðstoða vinkonu mína í ákveðnu verkefni sem ég ætla ekki að tala um hér, en það var gefandi og skemmtileg upplifun;-)

Vona að þið hafið það notalegt í dag og næstu daga;-)
Jólakveðja
Sandra

Vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:

27. desember
Sama hverjar kringumstæðurnar eru, skaltu aldrei játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tilverum nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það hugarástand að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, til að hefja nýja baráttu á hverjum degi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, December 24, 2007

Kærar

þakkir fyrir mig:-)
Fékk fullt af fallegum og góðum gjöfum: kaffi, konfekt, nafnakönnu, kertastjaka, gjafabréf, náttföt, inniskó, bækur, músamottu, nælu, DVD, geisladisk, jólasvein, ostahníf, krem, baðvörur, og innrammaða mynd af mér í sveitinni:-)

Vona að þið hafið það gott á sál og líkama:-)
Jólakveðja
Sandra

Aðfangadagur

Svona var umhorfs úti kl 11 í morgun:


en síðan þá hefur veðrið skánað:-)

Ég fór í heimsókn til afa og við fórum saman í kirkjugarðinn til að setja kerti á leiðið hennar ömmu.



Elsku krúttin mín:-)
Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og þakka kærlega fyrir samskiptin, samvinnuna og samverustundirnar á þessu frábæra, skemmtilega, yndislega, erfiða og viðburðarríka ári 2007:-)

Ég vona að þið eigið notalegt og hátíðlegt kvöld framundan, að þið finnið frið og von í hjarta ykkar og njótið þess að borða góðan mat, hvíla ykkur, og skiptast á gjöfum..
Jólakjólakveðjur:-)
Sandra

Þessa dagana er mikið um samhjálp, náungakærleik, aðstoð, umhyggju, velvild og ást í þjóðfélaginu sem er mjög gott og fallegt og vil ég því enda á leiðsögn frá Ikeda sem á mjög vel við og fjallar um að bera umhyggju hvers manns fyrir brjósti:

25.desember

Ef manneskja er svöng, ættum við að gefa henni brauð. Ef það er ekki til brauð, getum við að minnsta kosti gefið orð sem næra. Við manneskju sem lítur illa út eða er líkamlega veikbyggð, getum við leitt samræðurnar að einhverju umræðuefni sem lyftir anda þeirra og fyllir þau af von og þeirri ákveðni að láta sér batna. Gefum hverri manneskju sem við hittum eitthvað: gleði, kjark, von, uppörvun, lífsspeki, visku, sýn fyrir framtíðina. Við skulum alltaf gefa eitthvað.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, December 23, 2007

Þorláksmessa

Þá er búið að kaupa jólamatinn og allt sem því fylgir:-)
Fór svo og náði í jólapakkana frá Jóa og Láru:-)

Rólegheit það sem eftir lifir dags, og ekkert planað..
Hugsa að ég sleppi því að fara í friðargönguna þetta árið:-0

Ég tók að gamni nokkrar myndir af jólaljósum, tunglinu og fleira og er á leiðinni að setja þær inn á myndasíðuna;-)

Læt þetta nægja í bili og vina að þið eigið rólegt og notalegt kvöld framundan..

Enda á leiðsögn frá Ikeda:

23.desember

Leo Tolstoy komst að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að gera grundvallar breytingu í samfélaginu væri að koma á breytingu í almenningsálitinu, breytingu í hugum fólks. Hvernig breytum við þá almenningsálitinu? Tolstoy hélt fram að: “Það er aðeins nauðsynlegt fyrir fólk að segja það sem þeim finnst í alvörunni eða að minnsta kosti stilla sig um að segja það sem þeim finnst ekki.” Það er nauðsynlegt, með öðrum orðum, að láta ekki álit annarra stjórna sér eða gamlan hugsunarhátt eða gjörðir. Þess í stað þarf hvert okkar að fræðast, og skapa okkar eigin sannfæringu.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, December 22, 2007

Afmæliskveðja

Elsku Elín.
Innilega til hamingju með afmælið:-)
Vona að þú eigir góðan, notalegan og skemmtilegan dag:-)

Í dag er á dagskrá að ná í jólatréð, skreyta það, sem og íbúðina og taka aðeins til;-)
Það lítur út fyrir að það verði hvít jól, allavegna snjóar örlítið í augnablikinu..

Hér er hlekkur af fleiri fréttum af TP
Hef ekki meira að segja í bili..
Vona að þið eigið góðan dag..
Sandra

Vil enda á leiðsögn um breytingar:

21. desember
Búddismi telur að allt sé háð stöðugum breytingum. Þá er spurning hvort við tökum breytingum aðgerðalaust og látum þær feykja okkur til og frá eða hvort við tökum stjórnina og sköpum jákvæðar breytingar að okkar eigin frumkvæði. Á meðan íhaldssemi og sjálfsvörn er hægt að líkja við vetur, nótt og dauða, þá er andi brautryðjanda og það að láta hugsjónir rætast ímynd vors, morguns og fæðingar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, December 21, 2007

Mikill

jóladagur.
Eftir að vel heppnuðu jólaballi og jólakaffi lauk, renndi ég heim í 10 mínútur og fór svo í jólasveinaleik:-)
Fór í 3 heimsóknir með pakka, og á milli heimsókna kláraði ég að kaupa jólagjafirnar á hinum ýmsu stöðum...
Kom seint heim og var að klára að pakka inn og ganga frá gjöfunum:-)

Vil minna ykkur á friðargönguna á Þorláksmessu..

Fréttatilkynning frá samstarfshópi friðarhreyfinga:

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega.

Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.

Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður. Söngfólk úr Hamrahlíðar-kórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.
Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega því gangan leggur af stað studvíslega.

Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.

Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)
Samtök hernaðarandstæðinga


og óska ykkur góðrar helgar..
Sandra jólasveinn:-)

Leiðsögn dagsins:
20.desember

Toda forseti var vanur að segja: “Ekki vera óþolinmóð. Fyrst þú hefur helgað þig Gohonzon, munu aðstæður þínar örugglega batna. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Víst munu koma erfiðir tímar, tímar þegar þig langar mest að gráta. En svo lengi sem þú hefur Gohonzon, mun líf þitt verða bjart og gleðilegt.” Svo lengi sem við höldum fast í trú okkar, munum við verða hamingjusöm. Við megum aldrei efast um það alveg sama hvað gerist heldur alltaf færast staðfastlega fram, takast sterk á við allt harðræði og hindranir á leiðinni.
Það er sönn trú.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, December 19, 2007

Hæ,hæ

og hó,hó og jíbbý jei, sjáið þið bara þessa frétt:-))

Hlakka til umræðufundarins í kvöld;-)
Jólamatur í dag, jólaball og litlu jól á morgun
og svo komin í jólafrí:-)

Ætla að reyna að klára jólagjafakaup á morgun, og skila af mér nokkrum pökkum í leiðinni.. og svo á eftir að setja upp jólatréð og fleiri ljósaseríur og eitthvað dúllerí...

Munið svo að setja skóinn út í glugga í kvöld..
segir káti jólasveinninn...

Leiðsögn dagsins..

19.desember

Uppörvun –
Að bjóða uppörvandi orð – er mikilvægt.
Nichiren Daishonin segir, “ Röddin vinnur verk Búdda” (Gosho Zenshu, p. 708).
Að gefa einlæga uppörvun hefur kraft til að gefa fólki von og kjark til að halda áfram að lifa.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, December 16, 2007

Þá

er maður orðin svona "slarkfær" eins og sagt er...

kláraði jólakortadæmið í gær, kom þeim í póst og allt.

Var svo að syngja í jólasöngkaffi með kórnum í dag og gekk það vel, afslöppuð, og skemmtileg stemming:-)
Vil ég þakka þeim sem komu og áttu með okkur góða og notalega jólastund:-)


Langar að benda ykkur á skemmtilega jólasíðu sem ég fékk fyrst senda í pósti, en kíkti ekki á hana fyrr en ég sá hana aftur á síðunni hjá Edda:-)
Þarna er t.d. hægt að lesa jólasögu, en ég mæli með jóladagatalinu sem kemur vonandi öllum í gott skap:-)
það er sko ekki það sama dansandi jólasveinn, eða jólasveinn í miklu dansstuði:-)


Kveð í bili og vil ljúka færslunni á orðum Ikeda um hlutverk:

10.nóvember
Það eru mörg mismunandi hlutverk og störf sem fólk hefur í samfélaginu. Á meðan hvert hlutverk er auðvitað mikilvægt, þá er það grundvallarhlutverk okkar sem Búddista að vera heimspekingar í sambandi við lífið og mannkynið, það sem getur fært mannkyninu ævarandi verðmæti. Við erum leiðtogar í hamingju og boðberar friðs. Í þeim skilningi er hlutverk okkar einstakt.

Friday, December 14, 2007

Vald

veðurguðanna er mikið í dag.

Bílar, bátar, strætóskýli, heitir pottar, jólatré og hús að fjúka, fólk varað við að vera úti, skólahald fellur niður í mörgum skólum, pósturinn ekki borinn út í dag, ekkert flug til og frá landinu, hvorki siglt né flogið innanlands, Stúfur er veðurtepptur og ég veit ekki hvað og hvað...

En til allrar lukku hefur ekkert komið fyrir hjá okkur eða öðrum sem ég þekki í þessum óveðrum sem hafa gengið yfir landið undanfarna viku, og meira að segja er jólakransinn á útiveggnum enn á sínum stað:-)

Já, svona er nú Ísland í dag..

En ég ætlaði líka að benda ykkur á þessa dapurlegu frétt..

Vona að þið eigið góðan dag..
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda:

13. desember
Trúarsamtök eru ekki eitthvað sem halda aftur af þér eða takmarka þig. Þvert á móti eru þau stökkbretti sem gera þér kleift að ná sem mestum þroska og lifa kraftmiklu lífi. Þau eru dýrmætasti staðurinn til að breiða út hina búddísku iðkun okkar.

Thursday, December 13, 2007

Lasarus

jamm, skrýtið orð, en stundum notað hér heima þegar einhver er lasinn;-/
Þannig er ástandið núna, er búin að vera heima síðan á þriðjudagskvöld..
Ekkert alvarlegt, bara hiti, kvef, verkir, hálsbólga og slappleiki..

Ætla að vera búin að jafna mig fyrir sunnudag, því þá er jólasöngkaffi hjá okkur í kórnum:-)

Er þessa stundina að skrifa jólakortin:-)

Annars mjög lítið að frétta, skellti inn nokkrum myndum og ljóðabroti í dag á hinar síðurnar..

Vona að þið eigið góða daga framundan og haldið ró ykkar í jólaundirbúningi:-)
Sandra lasarus..

Vil enda á frábærri leiðsögn frá Ikeda um trúarbrögð:

18. febrúar
Trúardeilur ætti að forðast hvað sem það kostar af öllum mætti, og þær ættu ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Fólk aðhyllist mismunandi trúarbrögð, en aðal atriðið er að við erum öll mannlegar verur. Öll leitum við hamingju og þráum frið. Trúin ætti að færa fólk nær hvort öðru. Hún ætti að sameina og efla hið góða í hjörtum fólks og betrumbæta þannig samfélagið, stuðla að manngæsku og skapa bjartari framtíð.

Sunday, December 09, 2007

milt

og notalegt andrúmsloft. Er í undarlegu og þægilegu ástandi, hlusta á tónlist á meðan ruslahrúgan í herberginu minnkar, læt hugann reika, kannski annarshugar, og stundin er mjúk og tímalaus. Kann ekki að lýsa þessu betur, en þetta er gott:-)
Er búin að tala við marga í símann í dag, skemmtilegt og gott..
Fínn dagur í gær, óvenjumikil dagskrá, allt gekk vel og var gaman og fjölbreytt, kyrjun og frábær fræðsla, pósthúsferð, hvíld, tónleikar, hvíld, bíóferð og súningur á dangólfinu:-)
Vaknaði seint í dag, gott að sofa og kúra með bók, fá sér kaffi, spjalla við vini og ættinga hér og þar í heiminum, og dunda sér:-)
Sest kannski við borð á eftir og skrifa nokkur jólakort ef ég er í stuði..

Sendi ykkur öllum knús og daimaku, þið eruð best og svo mikils virði, og ekki gleyma því elskurnar mínar, að þið hafið óendanlega möguleika til að láta alla ykkar drauma og óskir rætast, og framkvæma allt sem ykkur langar til, þið þurfið bara að trúa því í hjarta ykkar og hafa trú á ykkur:-)


Enda á leiðsögn frá Ikeda:

9.desember

Trú merkir óendanlega von, og óendanleg von býr í SGI. Svo lengi sem von og trú ykkar er einlæg, mun óendanleg vegsemd, ótakmörkuð góð gæfa og endalaus sigur opnast fyrir ykkur. Ykkur mun aldrei reka í strand.

Friday, December 07, 2007

jóló

Sit í pakkahrúgu og er að klára að skrifa kortin og pakka inn því sem ég ætla að senda af stað í pósti á morgun;-)
Fór aðeins í búðir í dag og keypti örfáar gjafir..og eitthvað fleira.
Það var föndurdagur í skólanum í gær og gekk það eins og sögu, rólegt og skemmtilegt...

Var frekar glöð um daginn þegar ég vann 2 miða á jólatónleika Bjögga Halldórs í Höllinni í einhverri getraun á netinu;-)
Ég mundi meira segja eftir að ná í miðana í gær( svona fyrir þá sem lásu færsluna mína um gleymskuna) og er því að fara á tónleikana á morgun um miðjan daginn og býð mömmu með mér...

En það er fleira á dagskrá á morgun, ætla að fara á kyrjun í fyrramálið, svo er bíóferð annaðkvöld og ef heilsan leyfir þá verður jafnvel farið að tjútta örlítið:-)

Já svona er nú lífið, oft gaman og gleði, birta og góð heilsa, en stundum smýgur rökkrið augnablik inn í líkama og sál...

Stundum kveiki ég á kerti fyrir því sem mér liggur á hjarta hverju sinni á kertasíðunni hér til hliðar og hvet ykkur til að kíkja á þá síðu..

En nú er aftur komin helgi og margt skemmtilegt og notalegt framundan;-)
Ætla að kveðja í bili, klára að dunda og hvílast fram á morgun...
Vona að þið hafið það sem best um helgina..
Sandra

Vil að venju enda á leiðsögn frá Ikeda:

8.desember

Lífsgleði er ekki einungis þín persónulega eigingjarna hamingja. Né heldur er það að gera aðra hamingjusama á kostnað þinnar eigin hamingju. Þú og aðrir að gleðjast saman, þú og aðrir að verða hamingjusöm saman – það er hið leynda lögmál og hið undursamlega við okkar hlið á kosen-rufu. Daishonin segir, “Gleði þýðir að maður sjálfur og aðrir eigi visku og samúð”. (Gosho Zenshu, p. 761).

Sunday, December 02, 2007

Dugnaður

Var búin að ákveða hvað ég ætlaði að gefa í jólagjöf og í hvaða búðum þær fengust, svo ég dreif mig af stað í dag, í smá jólastuði og keypti næstum allar gjafirnar fyrir fólkið mitt í útlöndum á einu bretti:-)
Á bara eftir að pakka inn, kaupa 1-2 pakka í viðbót, skrifa jólakort, finna heimilsföng og senda af stað:-)

Já, þetta kemur allt saman...

Annars allt rólegt, hef haldið mig heima síðan á fimmtudag og er komin í ágætis form fyrir komandi viku...

Megið þið eiga góða viku..
Kv, Sandra jóló..

Leiðsögn dagsins:
2.desember

Nichiren Daishonin skrifar: “ef þú kveikir á lukt fyrir einhvern annan, þá mun hún einnig lýsa upp þinn eigin veg” (Gosho Zenshu, p. 1598). Vinsamlega treystu því að því sterkar sem logi fórnfúsra framkvæmda þinna logar, mun sá logi lita líf þitt af hamingju. Þeir sem búa yfir fórnfúsum anda eru hamingjusamastir af öllum.

Saturday, December 01, 2007

Að nenna engu


Which Monster Are You






Christmas Stocking


Christmas Stocking


This year in your Christmas stocking you will get :


A Years Supply Of Ice Cream


Find out what you will get in your Christmas stocking at Quizopolis.com