Mikill
jóladagur.
Eftir að vel heppnuðu jólaballi og jólakaffi lauk, renndi ég heim í 10 mínútur og fór svo í jólasveinaleik:-)
Fór í 3 heimsóknir með pakka, og á milli heimsókna kláraði ég að kaupa jólagjafirnar á hinum ýmsu stöðum...
Kom seint heim og var að klára að pakka inn og ganga frá gjöfunum:-)
Vil minna ykkur á friðargönguna á Þorláksmessu..
Fréttatilkynning frá samstarfshópi friðarhreyfinga:
Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega.
Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.
Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður. Söngfólk úr Hamrahlíðar-kórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.
Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega því gangan leggur af stað studvíslega.
Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.
Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)
Samtök hernaðarandstæðinga
og óska ykkur góðrar helgar..
Sandra jólasveinn:-)
Leiðsögn dagsins:
20.desember
Toda forseti var vanur að segja: “Ekki vera óþolinmóð. Fyrst þú hefur helgað þig Gohonzon, munu aðstæður þínar örugglega batna. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Víst munu koma erfiðir tímar, tímar þegar þig langar mest að gráta. En svo lengi sem þú hefur Gohonzon, mun líf þitt verða bjart og gleðilegt.” Svo lengi sem við höldum fast í trú okkar, munum við verða hamingjusöm. Við megum aldrei efast um það alveg sama hvað gerist heldur alltaf færast staðfastlega fram, takast sterk á við allt harðræði og hindranir á leiðinni.
Það er sönn trú.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home