Sunday, December 16, 2007

Þá

er maður orðin svona "slarkfær" eins og sagt er...

kláraði jólakortadæmið í gær, kom þeim í póst og allt.

Var svo að syngja í jólasöngkaffi með kórnum í dag og gekk það vel, afslöppuð, og skemmtileg stemming:-)
Vil ég þakka þeim sem komu og áttu með okkur góða og notalega jólastund:-)


Langar að benda ykkur á skemmtilega jólasíðu sem ég fékk fyrst senda í pósti, en kíkti ekki á hana fyrr en ég sá hana aftur á síðunni hjá Edda:-)
Þarna er t.d. hægt að lesa jólasögu, en ég mæli með jóladagatalinu sem kemur vonandi öllum í gott skap:-)
það er sko ekki það sama dansandi jólasveinn, eða jólasveinn í miklu dansstuði:-)


Kveð í bili og vil ljúka færslunni á orðum Ikeda um hlutverk:

10.nóvember
Það eru mörg mismunandi hlutverk og störf sem fólk hefur í samfélaginu. Á meðan hvert hlutverk er auðvitað mikilvægt, þá er það grundvallarhlutverk okkar sem Búddista að vera heimspekingar í sambandi við lífið og mannkynið, það sem getur fært mannkyninu ævarandi verðmæti. Við erum leiðtogar í hamingju og boðberar friðs. Í þeim skilningi er hlutverk okkar einstakt.