Aðfangadagur
Svona var umhorfs úti kl 11 í morgun:
en síðan þá hefur veðrið skánað:-)
Ég fór í heimsókn til afa og við fórum saman í kirkjugarðinn til að setja kerti á leiðið hennar ömmu.
Elsku krúttin mín:-)
Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og þakka kærlega fyrir samskiptin, samvinnuna og samverustundirnar á þessu frábæra, skemmtilega, yndislega, erfiða og viðburðarríka ári 2007:-)
Ég vona að þið eigið notalegt og hátíðlegt kvöld framundan, að þið finnið frið og von í hjarta ykkar og njótið þess að borða góðan mat, hvíla ykkur, og skiptast á gjöfum..
Jólakjólakveðjur:-)
Sandra
Þessa dagana er mikið um samhjálp, náungakærleik, aðstoð, umhyggju, velvild og ást í þjóðfélaginu sem er mjög gott og fallegt og vil ég því enda á leiðsögn frá Ikeda sem á mjög vel við og fjallar um að bera umhyggju hvers manns fyrir brjósti:
25.desember
Ef manneskja er svöng, ættum við að gefa henni brauð. Ef það er ekki til brauð, getum við að minnsta kosti gefið orð sem næra. Við manneskju sem lítur illa út eða er líkamlega veikbyggð, getum við leitt samræðurnar að einhverju umræðuefni sem lyftir anda þeirra og fyllir þau af von og þeirri ákveðni að láta sér batna. Gefum hverri manneskju sem við hittum eitthvað: gleði, kjark, von, uppörvun, lífsspeki, visku, sýn fyrir framtíðina. Við skulum alltaf gefa eitthvað.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home