Thursday, December 13, 2007

Lasarus

jamm, skrýtið orð, en stundum notað hér heima þegar einhver er lasinn;-/
Þannig er ástandið núna, er búin að vera heima síðan á þriðjudagskvöld..
Ekkert alvarlegt, bara hiti, kvef, verkir, hálsbólga og slappleiki..

Ætla að vera búin að jafna mig fyrir sunnudag, því þá er jólasöngkaffi hjá okkur í kórnum:-)

Er þessa stundina að skrifa jólakortin:-)

Annars mjög lítið að frétta, skellti inn nokkrum myndum og ljóðabroti í dag á hinar síðurnar..

Vona að þið eigið góða daga framundan og haldið ró ykkar í jólaundirbúningi:-)
Sandra lasarus..

Vil enda á frábærri leiðsögn frá Ikeda um trúarbrögð:

18. febrúar
Trúardeilur ætti að forðast hvað sem það kostar af öllum mætti, og þær ættu ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Fólk aðhyllist mismunandi trúarbrögð, en aðal atriðið er að við erum öll mannlegar verur. Öll leitum við hamingju og þráum frið. Trúin ætti að færa fólk nær hvort öðru. Hún ætti að sameina og efla hið góða í hjörtum fólks og betrumbæta þannig samfélagið, stuðla að manngæsku og skapa bjartari framtíð.